Engin skjöl voru frágengin Hreiðar Már Sigurðsson skrifar 25. október 2014 07:00 Tilgangur greinar minnar um lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings 6. október 2008 var fyrst og fremst sá að koma því á framfæri að láninu var einvörðungu ráðstafað með hagsmuni Kaupþings og viðskiptavina hans að leiðarljósi og engar óeðlilegar fjármagnshreyfingar áttu sér stað vegna lánsins. Það virðist hins vegar hafa vakið mesta athygli fjölmiðla að ég greini frá því að lán Seðlabankans hafi verið veitt áður en lánaskjöl hafi verið útbúin og veðsamningar frágengnir. Seðlabankinn taldi sig hafa ástæðu til að andmæla þeirri fullyrðingu minni með yfirlýsingu sama dag og greinin birtist. Ég vil taka skýrt fram að ég tel ekki að stjórnendur eða starfsmenn Seðlabankans hafi gerst sekir um umboðssvik við afgreiðslu lánsins. Tímarnir voru óvenjulegir í byrjun október 2008 og ég held að starfsmenn og stjórnendur Seðlabankans hafi starfað í góðri trú og talið sig vera að vinna innan sinna heimilda og samkvæmt vilja ríkisstjórnar. Enginn ásetningur var um að valda fjárhagstjóni. Stjórnendur og starfsmenn Seðlabankans voru undir miklu álagi nákvæmlega eins og starfsmenn fjölmargra innlendra fjármálafyrirtækja á þessum tíma sem tóku heiðarlegar ákvarðanir þó að e.t.v. megi eftir á finna að því að vikið hafi verið frá verkferlum við afgreiðslu einstakra lánamála.Aldrei kláraður Það er hins vegar óumdeilt að lánið til Kaupþings var veitt án þess að lánasamningur og veðsamningur væru frágengin. Lánið var með öðrum orðum útgreitt og Kaupþingi til ráðstöfunar áður en gengið var endanlega frá þessum skjölum. Það var raunar misminni hjá mér að lánasamningur hafi verið kláraður á næstu dögum eftir útborgun lánsins. Það var aldrei kláraður lánasamningur á milli Kaupþings og Seðlabankans vegna þessa láns. Helsta athugasemd Seðlabankans við skrif mín var sú að bankinn hafi verið búinn að tryggja sér veð í hlutabréfunum í FIH-bankanum í lok viðskiptadags 6. október en þó eftir að lánið hafði verið greitt út. Það kemur mér á óvart að Seðlabankinn líti svo á að veðsetningunni hafi verið að fullu lokið í lok viðskiptadags 6. október. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Ein þeirra er sú staðreynd að stjórn Kaupþings hafði ekki komið saman og samþykkt að veðsetja hlutabréfin í FIH til Seðlabankans í lok viðskiptadags 6. október. Sá fundur var haldinn um kvöldið 6. október og hófst ekki fyrr en kl. 20.15. Mig minnir einnig að starfsmenn lögfræðideilda bankanna hafi haldið áfram að vinna að lokafrágangi veðsetningar hlutanna að morgni 7. október. Ef það er rangt skilið hjá mér að þurft hafi að koma til samþykki stjórnar Kaupþings banka hf. til að tryggja veðsetningu bréfanna og að vinnan sem fór fram 7. október hafi af þeim sökum verið óþörf biðst ég afsökunar á ónákvæmni minni í greininni í síðustu viku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Að gefnu tilefni Í framhaldi af viðtali við Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag og umfjöllun fleiri aðila um 500 milljóna evra lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings þann 6. október 2008 langar mig til að koma eftirfarandi atriðum á framfæri. 17. október 2014 06:45 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Sjá meira
Tilgangur greinar minnar um lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings 6. október 2008 var fyrst og fremst sá að koma því á framfæri að láninu var einvörðungu ráðstafað með hagsmuni Kaupþings og viðskiptavina hans að leiðarljósi og engar óeðlilegar fjármagnshreyfingar áttu sér stað vegna lánsins. Það virðist hins vegar hafa vakið mesta athygli fjölmiðla að ég greini frá því að lán Seðlabankans hafi verið veitt áður en lánaskjöl hafi verið útbúin og veðsamningar frágengnir. Seðlabankinn taldi sig hafa ástæðu til að andmæla þeirri fullyrðingu minni með yfirlýsingu sama dag og greinin birtist. Ég vil taka skýrt fram að ég tel ekki að stjórnendur eða starfsmenn Seðlabankans hafi gerst sekir um umboðssvik við afgreiðslu lánsins. Tímarnir voru óvenjulegir í byrjun október 2008 og ég held að starfsmenn og stjórnendur Seðlabankans hafi starfað í góðri trú og talið sig vera að vinna innan sinna heimilda og samkvæmt vilja ríkisstjórnar. Enginn ásetningur var um að valda fjárhagstjóni. Stjórnendur og starfsmenn Seðlabankans voru undir miklu álagi nákvæmlega eins og starfsmenn fjölmargra innlendra fjármálafyrirtækja á þessum tíma sem tóku heiðarlegar ákvarðanir þó að e.t.v. megi eftir á finna að því að vikið hafi verið frá verkferlum við afgreiðslu einstakra lánamála.Aldrei kláraður Það er hins vegar óumdeilt að lánið til Kaupþings var veitt án þess að lánasamningur og veðsamningur væru frágengin. Lánið var með öðrum orðum útgreitt og Kaupþingi til ráðstöfunar áður en gengið var endanlega frá þessum skjölum. Það var raunar misminni hjá mér að lánasamningur hafi verið kláraður á næstu dögum eftir útborgun lánsins. Það var aldrei kláraður lánasamningur á milli Kaupþings og Seðlabankans vegna þessa láns. Helsta athugasemd Seðlabankans við skrif mín var sú að bankinn hafi verið búinn að tryggja sér veð í hlutabréfunum í FIH-bankanum í lok viðskiptadags 6. október en þó eftir að lánið hafði verið greitt út. Það kemur mér á óvart að Seðlabankinn líti svo á að veðsetningunni hafi verið að fullu lokið í lok viðskiptadags 6. október. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Ein þeirra er sú staðreynd að stjórn Kaupþings hafði ekki komið saman og samþykkt að veðsetja hlutabréfin í FIH til Seðlabankans í lok viðskiptadags 6. október. Sá fundur var haldinn um kvöldið 6. október og hófst ekki fyrr en kl. 20.15. Mig minnir einnig að starfsmenn lögfræðideilda bankanna hafi haldið áfram að vinna að lokafrágangi veðsetningar hlutanna að morgni 7. október. Ef það er rangt skilið hjá mér að þurft hafi að koma til samþykki stjórnar Kaupþings banka hf. til að tryggja veðsetningu bréfanna og að vinnan sem fór fram 7. október hafi af þeim sökum verið óþörf biðst ég afsökunar á ónákvæmni minni í greininni í síðustu viku.
Að gefnu tilefni Í framhaldi af viðtali við Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag og umfjöllun fleiri aðila um 500 milljóna evra lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings þann 6. október 2008 langar mig til að koma eftirfarandi atriðum á framfæri. 17. október 2014 06:45
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar