Kolbeinn: Framherjar verða að halda ró sinni þó illa gangi Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Plzen skrifar 15. nóvember 2014 06:00 Kolbeinn Sigþórsson fagnar marki á móti Tyrkjum á Laugardalsvelli. vísir/getty Þrátt fyrir ungan aldur og stuttan landsleikjaferil er Kolbeinn Sigþórsson nú þegar þriðji markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi og vantar aðeins eitt mark til að jafna árangur Ríkharðs Jónssonar, sem átti markametið í tæpa hálfa öld. Kolbeinn hefur skorað sextán mörk í einungis 26 leikjum og fáir á heimsvísu sem geta stært sig af öðru eins markahlutfalli með landsliði sínu. Kolbeinn hefur verið á mála hjá stórliði Ajax í Hollandi síðustu ár og hefur gengið á ýmsu. Litlu mátti muna að hann yfirgæfi félagið í sumar en hann ákvað að skrifa undir nýjan samning og taka eitt tímabil í viðbót. „Ég var undir það búinn að fara frá Hollandi í sumar,“ segir Kolbeinn yfir kaffibolla á hóteli íslenska landsliðsins í Brussel. „Þetta er nú sjöunda tímabilið mitt í Hollandi en ég tel að boltinn í Englandi eða Þýskalandi henti mér jafnvel betur en sá hollenski.“ Hann var orðaður við nokkur lið síðasta sumar, allra helst QPR í Englandi, en rétt áður en lokað var á félagskiptin í sumar fann hann fyrir miklu trausti forráðamanna Ajax. „Þeir lögðu virkilega hart að mér að semja aftur. Það var gott að finna fyrir traustinu og mér leið vel hjá Ajax á þeim tímapunkti. Ég skrifaði því undir og ákvað að sjá til hvernig málin myndu þróast. Ég tel að það hafi verið góður kostur fyrir mig en hvort það sé rétt mat verður bara að koma í ljós síðar,“ segir Kolbeinn sem veit ekki hvort hann verði seldur í janúar eða klári tímabilið í Hollandi. „Ég veit einna minnst um það sjálfur.“ Hann segist ekki sjá eftir því að hafa ekki samið við QPR í sumar. „Ég var nálægt því en á endanum gekk það einfaldlega ekki upp. Það er eitthvað sem er liðið og ég er lítið að velta því fyrir mér í dag.“vísir/andri marinóBíða eftir rétta augnablikinu Kolbeinn kaus að tjá sig ekki um meint rifrildi hans við Frank de Boer, stjóra Ajax, á dögunum en fjallað var um málið í hollenskum miðlum á dögunum. En hann segist ekki hafa áhyggjur af sinni stöðu í liðinu, þó svo að hann hafi viljað skora meira en hann hefur gert. „Framherjar verða að halda ró sinni ef þeir skora ekki. Maður má ekki láta það fara í taugarnar á sér og bíða þess í stað eftir að rétta augnablikið komi manni aftur á skrið. Mér finnst ég hafa verið nokkuð óheppinn að því leyti,“ segir Kolbeinn og bendir á leik Ajax gegn kýpverska liðinu APOEL í Meistaradeildinni í haust. „Ég hafði skorað þrjú mörk í leiknum á undan og fékk nokkur færi til að skora. En ég hitti boltann illa í einu tilvikinu og komst svo einn gegn markverðinum sem varði frá mér. Ég hef því ekki náð að koma mér almennilega á strik með því að skora í nokkrum leikjum í röð,“ segir Kolbeinn sem hefur þó lært að það þýðir ekkert að fara á taugum við slíkar aðstæður. „Ég hef ekki skorað enn í Evrópuleik með Ajax sem er auðvitað ekkert frábært. En ég hafði meiri áhyggjur af svona löguðu þegar ég var yngri en ég veit núna að það þýðir ekkert að vera að búa til vesen ef eitthvað gengur ekki upp hjá manni. Ég hef lært að það er betra að halda bara mínu striki því ég veit að þegar ég byrja að skora aftur þá dett ég í gírinn.“vísir/gettyAldrei séð Jón Daða spila Hann segir að leikstíll íslenska landsliðsins henti sér vel. „Það er leitað mikið að mér og mér finnst að það hafi gengið vel, líka þegar við beitum háum og löngum sendingum. Við getum þó líka spilað boltanum frábærlega með jörðinni og kunnum að halda honum innan liðsins,“ segir Kolbeinn. „Það er erfitt að mæta liði eins og okkur – sérstaklega þar sem við erum með tvo framherja. Við erum sterkir í loftinu, góðir í að vinna seinni boltann og nógu sterkir til að láta finna fyrir okkur. Ég tel að það sé erfitt að spila gegn liði eins og okkur.“ Hann hefur náð vel saman við Jón Daða Böðvarsson í framlínu íslenska liðsins en hann þekkti þó ekkert til hans áður en þeir spiluðu saman í 3-0 sigrinum á Tyrklandi í fyrsta leik undankeppni EM 2016. „Ég hafði aldrei séð hann spila og hann kom mér á óvart, rétt eins og allri þjóðinni. Það er augljóst að hann er gríðarlega mikið efni – stór og sterkur leikmaður sem er líka öskufljótur. Hann getur skipt úr fjórða gírnum í þann fimmta á sprettinum eins og sýndi sig þegar hann hljóp mennina af sér undir lok leiksins gegn Hollandi.“ Innkoma Jóns Daða í landsliðið kom mörgum á óvart en fyrir fram var talið að Kolbeinn yrði að öllu jöfnu að spila með Alfreð Finnbogasyni í fremstu víglínu. „Við höfum sýnt í þeim 3-4 leikjum sem við spiluðum að við getum náð vel saman. En það er gott að eiga fleiri en einn kost í hverri stöðu og í raun er ótrúlegt að hugsa til þess hversu marga góða leikmenn við eigum. Það eru enn fleiri leikmenn að koma upp í gegnum yngri landsliðin sem munu styrkja okkur enn frekar í framtíðinni. Það er skrýtið að svona lítil þjóð geti í raun stillt upp tveimur sterkum byrjunarliðum.“vísir/gettyEigum að mæta rólegir Ísland mætir Tékklandi annað kvöld en bæði lið eru með fullt hús stiga á toppi A-riðils eftir fyrstu þrjá leikina. Sjö eru eftir í undankeppninni og því enn langur vegur til úrslitakeppninnar í Frakklandi. „Mér finnst að við eigum að mæta rólegir í þennan leik enda er engin pressa á okkur. Við eigum bara að halda okkar striki og nálgast leikinn eins og alla aðra – vel undirbúnir og vel skipulagðir.“ Hann reiknar með að leikurinn geti þróast á svipaða máta og gegn Hollandi í síðasta mánuði. „Við þurfum að spila sterkan varnarleik og halda skipulaginu. Það er viðbúið að þeir muni sækja meira og því munu alltaf opnast leiðir fyrir okkur.“ Hann bendir á að Tékkar hafa ekki enn mætt liði í undankeppninni sem spilar með tvo framherja, líkt og Ísland gerir. „Það verður athyglisvert að sjá hvernig þetta spilast. Ég er í það minnsta fullur sjálfstrausts og veit að það á líka við um aðra leikmenn í liðinu. Við megum þó ekki fara fram úr okkur með væntingarnar en við höfum áður sýnt að við erum góðir í því að koma okkur aftur niður á jörðina þegar þess þarf.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ari Freyr: Google translate fór illa með Danina Telur að staða vinstri bakvarðar henti sér best. 14. nóvember 2014 09:45 Elmar: Eigum að sækja til sigurs Theódór Elmar Bjarnason segir Ísland mæta til leiks gegn Tékklandi með fullt sjálfstraust. 14. nóvember 2014 11:30 Þjálfari Tékka verður á heimavelli á sunnudaginn Pavel Vrba stýrði liði Viktoria Plzen í fimm ár og vann þrjá stóra titla. 14. nóvember 2014 08:00 Allir tóku þátt í æfingunni í dag Emil Hallfreðsson orðinn leikfær fyrir leikinn gegn Tékklandi á sunnudag. 14. nóvember 2014 13:00 Rúrik: Verðum kreisí eins og alltaf Segir að Ísland þurfi að standa vaktina vel í vörninni gegn sterku liði Tékklands. 14. nóvember 2014 13:30 Miklu betri þegar það telur Íslenska knattspyrnulandsliðið hefur náð sínum besta árangri í keppnisleikjum frá upphafi eftir að Lars Lagerbäck tók við en gengið í vináttulandsleikjunum er ekki nærri því eins gott. Nýta vináttuleikina vel. 14. nóvember 2014 07:00 Heimir: Það vill enginn missa af leiknum gegn Tékkum Heimir Hallgrímsson segir engan í íslenska liðinu geta verið öruggan með sæti sitt eftir frammistöðu "varamannanna“ í 3-1 tapinu fyrir Belgíu í fyrrakvöld. 14. nóvember 2014 06:00 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Sjá meira
Þrátt fyrir ungan aldur og stuttan landsleikjaferil er Kolbeinn Sigþórsson nú þegar þriðji markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi og vantar aðeins eitt mark til að jafna árangur Ríkharðs Jónssonar, sem átti markametið í tæpa hálfa öld. Kolbeinn hefur skorað sextán mörk í einungis 26 leikjum og fáir á heimsvísu sem geta stært sig af öðru eins markahlutfalli með landsliði sínu. Kolbeinn hefur verið á mála hjá stórliði Ajax í Hollandi síðustu ár og hefur gengið á ýmsu. Litlu mátti muna að hann yfirgæfi félagið í sumar en hann ákvað að skrifa undir nýjan samning og taka eitt tímabil í viðbót. „Ég var undir það búinn að fara frá Hollandi í sumar,“ segir Kolbeinn yfir kaffibolla á hóteli íslenska landsliðsins í Brussel. „Þetta er nú sjöunda tímabilið mitt í Hollandi en ég tel að boltinn í Englandi eða Þýskalandi henti mér jafnvel betur en sá hollenski.“ Hann var orðaður við nokkur lið síðasta sumar, allra helst QPR í Englandi, en rétt áður en lokað var á félagskiptin í sumar fann hann fyrir miklu trausti forráðamanna Ajax. „Þeir lögðu virkilega hart að mér að semja aftur. Það var gott að finna fyrir traustinu og mér leið vel hjá Ajax á þeim tímapunkti. Ég skrifaði því undir og ákvað að sjá til hvernig málin myndu þróast. Ég tel að það hafi verið góður kostur fyrir mig en hvort það sé rétt mat verður bara að koma í ljós síðar,“ segir Kolbeinn sem veit ekki hvort hann verði seldur í janúar eða klári tímabilið í Hollandi. „Ég veit einna minnst um það sjálfur.“ Hann segist ekki sjá eftir því að hafa ekki samið við QPR í sumar. „Ég var nálægt því en á endanum gekk það einfaldlega ekki upp. Það er eitthvað sem er liðið og ég er lítið að velta því fyrir mér í dag.“vísir/andri marinóBíða eftir rétta augnablikinu Kolbeinn kaus að tjá sig ekki um meint rifrildi hans við Frank de Boer, stjóra Ajax, á dögunum en fjallað var um málið í hollenskum miðlum á dögunum. En hann segist ekki hafa áhyggjur af sinni stöðu í liðinu, þó svo að hann hafi viljað skora meira en hann hefur gert. „Framherjar verða að halda ró sinni ef þeir skora ekki. Maður má ekki láta það fara í taugarnar á sér og bíða þess í stað eftir að rétta augnablikið komi manni aftur á skrið. Mér finnst ég hafa verið nokkuð óheppinn að því leyti,“ segir Kolbeinn og bendir á leik Ajax gegn kýpverska liðinu APOEL í Meistaradeildinni í haust. „Ég hafði skorað þrjú mörk í leiknum á undan og fékk nokkur færi til að skora. En ég hitti boltann illa í einu tilvikinu og komst svo einn gegn markverðinum sem varði frá mér. Ég hef því ekki náð að koma mér almennilega á strik með því að skora í nokkrum leikjum í röð,“ segir Kolbeinn sem hefur þó lært að það þýðir ekkert að fara á taugum við slíkar aðstæður. „Ég hef ekki skorað enn í Evrópuleik með Ajax sem er auðvitað ekkert frábært. En ég hafði meiri áhyggjur af svona löguðu þegar ég var yngri en ég veit núna að það þýðir ekkert að vera að búa til vesen ef eitthvað gengur ekki upp hjá manni. Ég hef lært að það er betra að halda bara mínu striki því ég veit að þegar ég byrja að skora aftur þá dett ég í gírinn.“vísir/gettyAldrei séð Jón Daða spila Hann segir að leikstíll íslenska landsliðsins henti sér vel. „Það er leitað mikið að mér og mér finnst að það hafi gengið vel, líka þegar við beitum háum og löngum sendingum. Við getum þó líka spilað boltanum frábærlega með jörðinni og kunnum að halda honum innan liðsins,“ segir Kolbeinn. „Það er erfitt að mæta liði eins og okkur – sérstaklega þar sem við erum með tvo framherja. Við erum sterkir í loftinu, góðir í að vinna seinni boltann og nógu sterkir til að láta finna fyrir okkur. Ég tel að það sé erfitt að spila gegn liði eins og okkur.“ Hann hefur náð vel saman við Jón Daða Böðvarsson í framlínu íslenska liðsins en hann þekkti þó ekkert til hans áður en þeir spiluðu saman í 3-0 sigrinum á Tyrklandi í fyrsta leik undankeppni EM 2016. „Ég hafði aldrei séð hann spila og hann kom mér á óvart, rétt eins og allri þjóðinni. Það er augljóst að hann er gríðarlega mikið efni – stór og sterkur leikmaður sem er líka öskufljótur. Hann getur skipt úr fjórða gírnum í þann fimmta á sprettinum eins og sýndi sig þegar hann hljóp mennina af sér undir lok leiksins gegn Hollandi.“ Innkoma Jóns Daða í landsliðið kom mörgum á óvart en fyrir fram var talið að Kolbeinn yrði að öllu jöfnu að spila með Alfreð Finnbogasyni í fremstu víglínu. „Við höfum sýnt í þeim 3-4 leikjum sem við spiluðum að við getum náð vel saman. En það er gott að eiga fleiri en einn kost í hverri stöðu og í raun er ótrúlegt að hugsa til þess hversu marga góða leikmenn við eigum. Það eru enn fleiri leikmenn að koma upp í gegnum yngri landsliðin sem munu styrkja okkur enn frekar í framtíðinni. Það er skrýtið að svona lítil þjóð geti í raun stillt upp tveimur sterkum byrjunarliðum.“vísir/gettyEigum að mæta rólegir Ísland mætir Tékklandi annað kvöld en bæði lið eru með fullt hús stiga á toppi A-riðils eftir fyrstu þrjá leikina. Sjö eru eftir í undankeppninni og því enn langur vegur til úrslitakeppninnar í Frakklandi. „Mér finnst að við eigum að mæta rólegir í þennan leik enda er engin pressa á okkur. Við eigum bara að halda okkar striki og nálgast leikinn eins og alla aðra – vel undirbúnir og vel skipulagðir.“ Hann reiknar með að leikurinn geti þróast á svipaða máta og gegn Hollandi í síðasta mánuði. „Við þurfum að spila sterkan varnarleik og halda skipulaginu. Það er viðbúið að þeir muni sækja meira og því munu alltaf opnast leiðir fyrir okkur.“ Hann bendir á að Tékkar hafa ekki enn mætt liði í undankeppninni sem spilar með tvo framherja, líkt og Ísland gerir. „Það verður athyglisvert að sjá hvernig þetta spilast. Ég er í það minnsta fullur sjálfstrausts og veit að það á líka við um aðra leikmenn í liðinu. Við megum þó ekki fara fram úr okkur með væntingarnar en við höfum áður sýnt að við erum góðir í því að koma okkur aftur niður á jörðina þegar þess þarf.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ari Freyr: Google translate fór illa með Danina Telur að staða vinstri bakvarðar henti sér best. 14. nóvember 2014 09:45 Elmar: Eigum að sækja til sigurs Theódór Elmar Bjarnason segir Ísland mæta til leiks gegn Tékklandi með fullt sjálfstraust. 14. nóvember 2014 11:30 Þjálfari Tékka verður á heimavelli á sunnudaginn Pavel Vrba stýrði liði Viktoria Plzen í fimm ár og vann þrjá stóra titla. 14. nóvember 2014 08:00 Allir tóku þátt í æfingunni í dag Emil Hallfreðsson orðinn leikfær fyrir leikinn gegn Tékklandi á sunnudag. 14. nóvember 2014 13:00 Rúrik: Verðum kreisí eins og alltaf Segir að Ísland þurfi að standa vaktina vel í vörninni gegn sterku liði Tékklands. 14. nóvember 2014 13:30 Miklu betri þegar það telur Íslenska knattspyrnulandsliðið hefur náð sínum besta árangri í keppnisleikjum frá upphafi eftir að Lars Lagerbäck tók við en gengið í vináttulandsleikjunum er ekki nærri því eins gott. Nýta vináttuleikina vel. 14. nóvember 2014 07:00 Heimir: Það vill enginn missa af leiknum gegn Tékkum Heimir Hallgrímsson segir engan í íslenska liðinu geta verið öruggan með sæti sitt eftir frammistöðu "varamannanna“ í 3-1 tapinu fyrir Belgíu í fyrrakvöld. 14. nóvember 2014 06:00 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Sjá meira
Ari Freyr: Google translate fór illa með Danina Telur að staða vinstri bakvarðar henti sér best. 14. nóvember 2014 09:45
Elmar: Eigum að sækja til sigurs Theódór Elmar Bjarnason segir Ísland mæta til leiks gegn Tékklandi með fullt sjálfstraust. 14. nóvember 2014 11:30
Þjálfari Tékka verður á heimavelli á sunnudaginn Pavel Vrba stýrði liði Viktoria Plzen í fimm ár og vann þrjá stóra titla. 14. nóvember 2014 08:00
Allir tóku þátt í æfingunni í dag Emil Hallfreðsson orðinn leikfær fyrir leikinn gegn Tékklandi á sunnudag. 14. nóvember 2014 13:00
Rúrik: Verðum kreisí eins og alltaf Segir að Ísland þurfi að standa vaktina vel í vörninni gegn sterku liði Tékklands. 14. nóvember 2014 13:30
Miklu betri þegar það telur Íslenska knattspyrnulandsliðið hefur náð sínum besta árangri í keppnisleikjum frá upphafi eftir að Lars Lagerbäck tók við en gengið í vináttulandsleikjunum er ekki nærri því eins gott. Nýta vináttuleikina vel. 14. nóvember 2014 07:00
Heimir: Það vill enginn missa af leiknum gegn Tékkum Heimir Hallgrímsson segir engan í íslenska liðinu geta verið öruggan með sæti sitt eftir frammistöðu "varamannanna“ í 3-1 tapinu fyrir Belgíu í fyrrakvöld. 14. nóvember 2014 06:00