Illa ígrunduð hækkun á mat og menningu Katrín Jakobsdóttir skrifar 18. nóvember 2014 07:00 Hækkun virðisaukaskatts á matvæli, bækur og tónlist hefur verið til umræðu allt frá því í haust þegar ríkisstjórnin lagði fram fjárlagafrumvarp og tekjuöflunarfrumvörp. Ríkisstjórnin vill hækka virðisaukaskattinn úr sjö prósentum í tólf á þessar vörur undir því yfirskini að slík breyting sé liður í að einfalda virðisaukaskattkerfið og á móti kemur lækkun á efra þrepi um eitt og hálft prósent. Vinstri-græn munu gera sitt til að beita sér gegn hækkuninni enda ekki í þágu almennings í landinu. Vandséð er hvernig þessar breytingar leiða til einföldunar á kerfinu; tvö þrep eru áfram tvö þrep. Þær munu hins vegar hafa áhrif á líf almennings. Sú röksemd stjórnarflokkanna að lækkun á sjónvörpum og ísskápum muni vega upp á móti hækkun á matvælaverði dugir skammt því að allir þurfa að neyta matvæla á hverjum degi meðan þær vörur sem lækka í verði eru þess eðlis að þær þarf einungis að kaupa örsjaldan á lífsleiðinni. Þá er ljóst að þær mótvægisaðgerðir sem hafa verið kynntar koma alls ekki til móts við alla þá sem verða fyrir áhrifum af þessum hækkunum. Við umfjöllun Alþingis um málið hefur komið fram að lækkanir sem til dæmis hafa orsakast af gengissveiflum hafa sjaldnast skilað sér til fulls inn í verðlag en hækkanir skila sér hins vegar mun betur. Engin ástæða er til að ætla að annað gildi um skattabreytingar á borð við þessar. Ef ríkisstjórnin stendur við fyrirætlan sína stefnir því í að skattahækkunin skili sér að fullu í hærra verði á bókum, tónlist og matarkörfu almennings í landinu. Annars vegar er um að ræða nauðsynjavörur sem allir þurfa á að halda daglega og hins vegar afurðir sem skipta miklu fyrir menningarstefnu þjóðarinnar, samfélagið og tunguna. Í þessum tillögum birtist forgangsröðun sem ég trúi ekki að nein sátt sé um. Hún skerðir kjör almennings og getur reynst stórskaðleg menningarstarfi í landinu sem hefur einmitt borið hróður okkar svo víða og var það sem við hölluðum okkur að þegar efnahagskerfið hrundi og Íslendingar þurftu að rifja upp hvað það er sem skapar samfélagið okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Sjá meira
Hækkun virðisaukaskatts á matvæli, bækur og tónlist hefur verið til umræðu allt frá því í haust þegar ríkisstjórnin lagði fram fjárlagafrumvarp og tekjuöflunarfrumvörp. Ríkisstjórnin vill hækka virðisaukaskattinn úr sjö prósentum í tólf á þessar vörur undir því yfirskini að slík breyting sé liður í að einfalda virðisaukaskattkerfið og á móti kemur lækkun á efra þrepi um eitt og hálft prósent. Vinstri-græn munu gera sitt til að beita sér gegn hækkuninni enda ekki í þágu almennings í landinu. Vandséð er hvernig þessar breytingar leiða til einföldunar á kerfinu; tvö þrep eru áfram tvö þrep. Þær munu hins vegar hafa áhrif á líf almennings. Sú röksemd stjórnarflokkanna að lækkun á sjónvörpum og ísskápum muni vega upp á móti hækkun á matvælaverði dugir skammt því að allir þurfa að neyta matvæla á hverjum degi meðan þær vörur sem lækka í verði eru þess eðlis að þær þarf einungis að kaupa örsjaldan á lífsleiðinni. Þá er ljóst að þær mótvægisaðgerðir sem hafa verið kynntar koma alls ekki til móts við alla þá sem verða fyrir áhrifum af þessum hækkunum. Við umfjöllun Alþingis um málið hefur komið fram að lækkanir sem til dæmis hafa orsakast af gengissveiflum hafa sjaldnast skilað sér til fulls inn í verðlag en hækkanir skila sér hins vegar mun betur. Engin ástæða er til að ætla að annað gildi um skattabreytingar á borð við þessar. Ef ríkisstjórnin stendur við fyrirætlan sína stefnir því í að skattahækkunin skili sér að fullu í hærra verði á bókum, tónlist og matarkörfu almennings í landinu. Annars vegar er um að ræða nauðsynjavörur sem allir þurfa á að halda daglega og hins vegar afurðir sem skipta miklu fyrir menningarstefnu þjóðarinnar, samfélagið og tunguna. Í þessum tillögum birtist forgangsröðun sem ég trúi ekki að nein sátt sé um. Hún skerðir kjör almennings og getur reynst stórskaðleg menningarstarfi í landinu sem hefur einmitt borið hróður okkar svo víða og var það sem við hölluðum okkur að þegar efnahagskerfið hrundi og Íslendingar þurftu að rifja upp hvað það er sem skapar samfélagið okkar.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun