Þjóðernisöfgar, fávísi og stríð Þröstur Ólafsson skrifar 8. desember 2014 09:15 Árið sem er að líða er mikið afmælisár. Við minnumst upphafs þriggja stríða. Frá ófriði Dana og Prússa árið 1864 eru liðin 150 ár. Heil öld er síðan heimsstyrjöldin fyrri hófst 1914, og frá upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar eru liðin 75 ár. Sjónvarpið sýnir nú danskan sjónvarpsþátt, sem fjallar um þessi afdrifaríku átök 1864. Þar er dregið fram hvernig fávísir, þröngsýnir og vitgrannir stjórnmálamenn kyntu undir blindum ofmetnaði, dönskum þjóðernisyfirburðum og megnri vanþóknun gagnvart útlendingum, ekki hvað síst nágrönnunum í suðri. Svo staurblindir voru þeir af þjóðrembuofsa að frekar létu þeir slátra lunganum úr dönskum ungmennum á vígvellinum en viðurkenna dapurlegar staðreyndir. Málamiðlanir jafngiltu svikum. Kenjar og duttlungar réðu ferð. Þeir töpuðu því stórt. Afstaða annarra evrópskra stjórnmálamanna sunnar í álfunni hálfri öld síðar einkenndist af sama hugaræði ofmetnaðar og eigin þjóðlegra yfirburða. Við klárum þetta á hálfu ári sögðu vímuvilltir Þjóðverjar 1914. Slátrunin, grimmdin og glæpaverkin voru eftir því. Hrikalegar afleiðingar fyrra heimsstríðsins mótuðu sögu álfunnar út öldina. Tuttugu og fimm árum seinna hófst enn einn hildarleikurinn upprunninn úr ofstopafullri þjóðernishyggju, af áður óþekktum ofsa. Nú var ekki bara ráðist á fyrirlitlega útlendinga, heldur gengið á milli bols og höfuðs á samborgurum, sem ekki höfðu réttan þjóðlegan uppruna, jafnvel langt fram í ættir. Atburðarás, endalok og afleiðingar þessara þjóðamorða þekkjum við of vel. Mannlegar hörmungar eru framdar af vitskertum leiðtogum. Bölvun þjóðrembunnar Ein meginkveikjan að þessum stríðum var sú sama, þótt blæbrigðin væru ólík. Öll áttu þau það sameiginlegt að kvikna og nærast af þjóðernishyggju, en hún byggir á þeirri tilfinningu að einhver ákveðinn hópur fólks sé útvalinn, sérstakur og æðri öðrum. Það er því örstutt skref á milli þess að ofmeta eigin þjóð og málstað hennar og að fyrirlíta aðrar þjóðir. Blindur þjóðrembingur og ranghugmyndir um völd, stöðu og getu, leiddu og leiða enn heilar þjóðir á villigötur, jafnvel í glötun. Engar samfélagskenningar eða „ismar“ eru eins varasamar til pólitísks brúks, því þjóðernishyggjan grundvallast á tilfinningu, ekki rökhyggju. Auðvelt er að vinna henni fylgi. Einstaklingum, hópum eða þjóðum finnst þau vera sterkari og öruggari, ef þeim er sagt að þau skari fram úr öðrum. Erfitt getur því reynst að halda þjóðhyggjunni í skefjum, því auðvelt er að spila á þessar tilfinningar. Á tímum umróts, breytinga á lífskjörum og óvissu er skírskotun til þjóðlegs ágætis og yfirburða vel þegin. Þess vegna komust og komast þjóðrembumenn svo auðveldlega til valda. Því betur voru og eru líka til í öllum löndum stjórnmálamenn sem ekki leika á pólitískt tilfinningalíf fólks með þessum hætti. Aðdráttarafl þjóðernishyggjunnar og kjörþokki hennar er enn mikill. Einbeiting að eigin verðleikum gerir þjóðir þröngsýnar, sem einangrar og er ávísun á áhrifaleysi. Hugarheimur tilbúinna yfirburða verkar illa á aðrar þjóðir. Íslenska útgáfan Allt frá dögum sjálfstæðisbaráttunnar hefur þjóðernishyggja verið sterk hérlendis. Framan af var hún aflvaki þjóðvakningar og orkugjafi. Á síðustu tímum hefur hún hins vegar þróast yfir í ágenga þjóðrembu sem byrgt hefur sýn. Í stað hófsemi kom oflæti. Úr hógværð varð hroki. Við lentum í gjörningaveðri þjóðernisskrumsins. Hér voru kveiktir eldar þjóðlegra afburða og arfborins ágætis. Því miður lifir enn í þeim glæðum. Íslenskir stjórnmálamenn ólu og ala enn á sérstæði og yfirburðum þjóðarinnar, þótt minnimáttarkenndin blasi við í áráttu okkar við að þykjast alls staðar vera „á heimsvísu“. Oflæti, hroki og ofmetnaður urðu þjóðarlestir sem alræmdir voru í útlöndum. Við urðum, eins og Danir 1864, blindir á getu okkar, veikleika og vanmátt. Enn þykjumst við fullfærir einir, enda er pólitískur einstæðingsskapur okkar áberandi. Í þessu andrúmslofti oflætis og ruglaðrar dómgreindar gerðu íslenskir útrásarvíkingar strandhögg, rændu fjárhirslur evrópskra banka, stofnana og sparnaði einstaklinga. Árásir á fjármálakerfi eru nútíma stríð. Hér fór þetta svipað og hjá Dönum 1864. Sjálfsmörkin urðu dýrkeyptust. Litlar þjóðir geta vissulega valdið miklum usla ef brotaviljinn er einbeittur eða sem síst er betra, ef hyggjuleysið er algjört. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Árið sem er að líða er mikið afmælisár. Við minnumst upphafs þriggja stríða. Frá ófriði Dana og Prússa árið 1864 eru liðin 150 ár. Heil öld er síðan heimsstyrjöldin fyrri hófst 1914, og frá upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar eru liðin 75 ár. Sjónvarpið sýnir nú danskan sjónvarpsþátt, sem fjallar um þessi afdrifaríku átök 1864. Þar er dregið fram hvernig fávísir, þröngsýnir og vitgrannir stjórnmálamenn kyntu undir blindum ofmetnaði, dönskum þjóðernisyfirburðum og megnri vanþóknun gagnvart útlendingum, ekki hvað síst nágrönnunum í suðri. Svo staurblindir voru þeir af þjóðrembuofsa að frekar létu þeir slátra lunganum úr dönskum ungmennum á vígvellinum en viðurkenna dapurlegar staðreyndir. Málamiðlanir jafngiltu svikum. Kenjar og duttlungar réðu ferð. Þeir töpuðu því stórt. Afstaða annarra evrópskra stjórnmálamanna sunnar í álfunni hálfri öld síðar einkenndist af sama hugaræði ofmetnaðar og eigin þjóðlegra yfirburða. Við klárum þetta á hálfu ári sögðu vímuvilltir Þjóðverjar 1914. Slátrunin, grimmdin og glæpaverkin voru eftir því. Hrikalegar afleiðingar fyrra heimsstríðsins mótuðu sögu álfunnar út öldina. Tuttugu og fimm árum seinna hófst enn einn hildarleikurinn upprunninn úr ofstopafullri þjóðernishyggju, af áður óþekktum ofsa. Nú var ekki bara ráðist á fyrirlitlega útlendinga, heldur gengið á milli bols og höfuðs á samborgurum, sem ekki höfðu réttan þjóðlegan uppruna, jafnvel langt fram í ættir. Atburðarás, endalok og afleiðingar þessara þjóðamorða þekkjum við of vel. Mannlegar hörmungar eru framdar af vitskertum leiðtogum. Bölvun þjóðrembunnar Ein meginkveikjan að þessum stríðum var sú sama, þótt blæbrigðin væru ólík. Öll áttu þau það sameiginlegt að kvikna og nærast af þjóðernishyggju, en hún byggir á þeirri tilfinningu að einhver ákveðinn hópur fólks sé útvalinn, sérstakur og æðri öðrum. Það er því örstutt skref á milli þess að ofmeta eigin þjóð og málstað hennar og að fyrirlíta aðrar þjóðir. Blindur þjóðrembingur og ranghugmyndir um völd, stöðu og getu, leiddu og leiða enn heilar þjóðir á villigötur, jafnvel í glötun. Engar samfélagskenningar eða „ismar“ eru eins varasamar til pólitísks brúks, því þjóðernishyggjan grundvallast á tilfinningu, ekki rökhyggju. Auðvelt er að vinna henni fylgi. Einstaklingum, hópum eða þjóðum finnst þau vera sterkari og öruggari, ef þeim er sagt að þau skari fram úr öðrum. Erfitt getur því reynst að halda þjóðhyggjunni í skefjum, því auðvelt er að spila á þessar tilfinningar. Á tímum umróts, breytinga á lífskjörum og óvissu er skírskotun til þjóðlegs ágætis og yfirburða vel þegin. Þess vegna komust og komast þjóðrembumenn svo auðveldlega til valda. Því betur voru og eru líka til í öllum löndum stjórnmálamenn sem ekki leika á pólitískt tilfinningalíf fólks með þessum hætti. Aðdráttarafl þjóðernishyggjunnar og kjörþokki hennar er enn mikill. Einbeiting að eigin verðleikum gerir þjóðir þröngsýnar, sem einangrar og er ávísun á áhrifaleysi. Hugarheimur tilbúinna yfirburða verkar illa á aðrar þjóðir. Íslenska útgáfan Allt frá dögum sjálfstæðisbaráttunnar hefur þjóðernishyggja verið sterk hérlendis. Framan af var hún aflvaki þjóðvakningar og orkugjafi. Á síðustu tímum hefur hún hins vegar þróast yfir í ágenga þjóðrembu sem byrgt hefur sýn. Í stað hófsemi kom oflæti. Úr hógværð varð hroki. Við lentum í gjörningaveðri þjóðernisskrumsins. Hér voru kveiktir eldar þjóðlegra afburða og arfborins ágætis. Því miður lifir enn í þeim glæðum. Íslenskir stjórnmálamenn ólu og ala enn á sérstæði og yfirburðum þjóðarinnar, þótt minnimáttarkenndin blasi við í áráttu okkar við að þykjast alls staðar vera „á heimsvísu“. Oflæti, hroki og ofmetnaður urðu þjóðarlestir sem alræmdir voru í útlöndum. Við urðum, eins og Danir 1864, blindir á getu okkar, veikleika og vanmátt. Enn þykjumst við fullfærir einir, enda er pólitískur einstæðingsskapur okkar áberandi. Í þessu andrúmslofti oflætis og ruglaðrar dómgreindar gerðu íslenskir útrásarvíkingar strandhögg, rændu fjárhirslur evrópskra banka, stofnana og sparnaði einstaklinga. Árásir á fjármálakerfi eru nútíma stríð. Hér fór þetta svipað og hjá Dönum 1864. Sjálfsmörkin urðu dýrkeyptust. Litlar þjóðir geta vissulega valdið miklum usla ef brotaviljinn er einbeittur eða sem síst er betra, ef hyggjuleysið er algjört.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun