Samkeppnishæf svínarækt? Ólafur Stephensen skrifar 19. desember 2014 07:00 Hörður Harðarson, formaður Félags svínabænda, fer með beinar og vísvitandi rangfærslur um málflutning Félags atvinnurekenda í grein í Fréttablaðinu í gær. Hann skrifar: „Þannig kom Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, fram í fjölmiðlum á dögunum og sagði að það eina sem skipti almenning máli þegar kemur að innkaupum væri vöruverð. Gæði, hollusta eða heilnæmi virtust engu máli skipta. Bætti hann svo við að ef innlendir aðilar gætu ekki keppt við verð sem erlendir aðilar bjóða þá væri allt eins gott fyrir þá að hætta sínum rekstri. Hvaða starfsemi yrði eiginlega eftir hér landi ef Ólafi yrði að ósk sinni?“ Útlegging Harðar á sér ekki stoð í raunveruleikanum. FA hefur bent á að geti svínaræktin ekki keppt við innflutning sem nemur 10% af innanlandsneyzlu, á tollum sem nema 30-40% af innkaupsverði, ættu svínabændur að snúa sér að arðbærari iðju. Undirritaður sagði í fréttum RÚV 12. desember: „Svo held ég hins vegar að innlendir framleiðendur ættu alveg að geta keppt á grundvelli gæða og hreinleika. Neytendur eiga þá bara einfaldlega að eiga valið á milli innlends svínakjöts og þess erlenda og geta valið á milli þess bæði á grundvelli verðs og upplýsinga um framleiðsluhætti og hvernig er búið að dýrunum.“ Sambærileg ummæli féllu á Bylgjunni 10. desember. Auðvitað skiptir verðið ekki öllu máli þegar neytendur velja sér vöru. Einmitt þess vegna ættu íslenzkir svínabændur að geta mætt erlendri samkeppni. Þeir krefjast þess hins vegar af stjórnvöldum að lagðir séu ofurtollar á innflutning og andmæla þeirri rýmkun á innflutningsheimildum sem gripið hefur verið til undanfarin ár til að mæta skorti á svínakjöti. Í raun eru engin rök fyrir að stjórnvöld verndi svínaræktina. Röksemdir um að verið sé að vernda hefðbundinn búskap í harðbýlu landi eiga ekki við. Svín eru alin af fáeinum umsvifamiklum fyrirtækjum í stórum iðnaðarskemmum, mest á innfluttu fóðri. Þeirri spurningu er hins vegar auðsvarað hvaða starfsemi yrði eftir á Íslandi ef undirrituðum yrði að ósk sinni. Það yrði öflug atvinnustarfsemi sem þyrfti ekki tolla eða ríkisstyrki til að standast alþjóðlega samkeppni. Það á við um flestar atvinnugreinar á Íslandi í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Sjá meira
Hörður Harðarson, formaður Félags svínabænda, fer með beinar og vísvitandi rangfærslur um málflutning Félags atvinnurekenda í grein í Fréttablaðinu í gær. Hann skrifar: „Þannig kom Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, fram í fjölmiðlum á dögunum og sagði að það eina sem skipti almenning máli þegar kemur að innkaupum væri vöruverð. Gæði, hollusta eða heilnæmi virtust engu máli skipta. Bætti hann svo við að ef innlendir aðilar gætu ekki keppt við verð sem erlendir aðilar bjóða þá væri allt eins gott fyrir þá að hætta sínum rekstri. Hvaða starfsemi yrði eiginlega eftir hér landi ef Ólafi yrði að ósk sinni?“ Útlegging Harðar á sér ekki stoð í raunveruleikanum. FA hefur bent á að geti svínaræktin ekki keppt við innflutning sem nemur 10% af innanlandsneyzlu, á tollum sem nema 30-40% af innkaupsverði, ættu svínabændur að snúa sér að arðbærari iðju. Undirritaður sagði í fréttum RÚV 12. desember: „Svo held ég hins vegar að innlendir framleiðendur ættu alveg að geta keppt á grundvelli gæða og hreinleika. Neytendur eiga þá bara einfaldlega að eiga valið á milli innlends svínakjöts og þess erlenda og geta valið á milli þess bæði á grundvelli verðs og upplýsinga um framleiðsluhætti og hvernig er búið að dýrunum.“ Sambærileg ummæli féllu á Bylgjunni 10. desember. Auðvitað skiptir verðið ekki öllu máli þegar neytendur velja sér vöru. Einmitt þess vegna ættu íslenzkir svínabændur að geta mætt erlendri samkeppni. Þeir krefjast þess hins vegar af stjórnvöldum að lagðir séu ofurtollar á innflutning og andmæla þeirri rýmkun á innflutningsheimildum sem gripið hefur verið til undanfarin ár til að mæta skorti á svínakjöti. Í raun eru engin rök fyrir að stjórnvöld verndi svínaræktina. Röksemdir um að verið sé að vernda hefðbundinn búskap í harðbýlu landi eiga ekki við. Svín eru alin af fáeinum umsvifamiklum fyrirtækjum í stórum iðnaðarskemmum, mest á innfluttu fóðri. Þeirri spurningu er hins vegar auðsvarað hvaða starfsemi yrði eftir á Íslandi ef undirrituðum yrði að ósk sinni. Það yrði öflug atvinnustarfsemi sem þyrfti ekki tolla eða ríkisstyrki til að standast alþjóðlega samkeppni. Það á við um flestar atvinnugreinar á Íslandi í dag.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun