Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 32-32 | Strákarnir hársbreidd frá sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2015 13:00 Vísir/Ernir Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu gerðu jafntefli við Slóveníu í síðasta æfingaleik sínum fyrir HM í Katar sem hefst á fimmtudaginn. Slóvenar voru þó mun sterkari aðilinn lengst af í dag og leiddu í hálfleik, 18-15. Strákarnir leyfðu þeim þó aldrei að stinga af þó svo að það hafi lengst af vantað mikið upp á vörn og markvörslu í íslenska liðinu. Björgvin Páll Gústavsson kom þó inn af miklum krafti á lokamínútum leiksins á bak við 3-2-1 vörnina sem Ísland spilaði á lokakaflanum. Hann varði fjögur skot í röð og Ísland var með frumkvæðið á lokakaflanum. Vid Kavticnik jafnaði metin fyrir Slóveníu þegar 40 sekúndur voru eftir og Ísland fékk lokasóknina í leiknum. Aron Pálmarsson kom sér í fínt færi en Matevz Skok varði frá honum. Það var þó brotið á Aroni en slakir dómarar leiksins dæmdu ekkert. Strákarnir geta þó fyrstu og fremst sjálfum sér um kennt. Ásgeir Örn Hallgrímsson lét verja frá sér úr opnu færi þegar tæpar tvær mínútur voru eftir og tapaði svo boltanum í næstsíðustu sókn Íslands. Frammistaða Íslands í dag var ekki svipur hjá sjón samanborið við leikinn gegn Danmörku í gær, lengst af í leiknum. Slóvenar lentu ekki í neinum vandræðum við flata og bragðdaufa 6-0 vörn Íslands og markvarsla þeirra Björgvins Páls og síðar Arons Rafns Eðvarðssonar bætti ekkert úr málum. Strákarnir voru því að elta allan leikinn en misstu þó Slóvena aldrei meira en fjórum mörkum frá sér. Aron Pálmarsson þurfti nokkrar mínútur til að stilla miðið en tók mikið til sín, rétt eins og Alexander Petersson. Leikmenn voru þó duglegir að leita inn á Róbert á línunni sem skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum og fiskaði eitt víti þar að auki. Arnór Þór Gunnarsson skoraði einnig sex mörk, rétt eins og Alexander, og nýtti öll færin sín, eins og Róbert. Aron kom svo næstur með fimm mörk. Stefán Rafn Sigurmannsson nýtti sín færi vel og Guðmundur Árni Ólafsson fékk dýrmætar mínútur til að sýna sig. En heilt yfir vantaði nokkuð mikið upp á frammistöðu Íslands, og þá sérstaklega í vörninni þar sem ákefðina vantar sem varnarleikur Íslands útheimtir. Aron Kristjánsson hefur þó enn tíma til að skerpa á nokkrum hlutum í íslenska liðinu áður en strákarnir mæta Svíum í fyrsta leik á föstudaginn. Miðað við frammistöðuna í gær er ljóst að Ísland á erindi í hvaða lið sem er en ef einbeitningin og ákefðin er ekki til staðar, líkt og tilfellið var lengst af í dag, er voðinn vís. HM 2015 í Katar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu gerðu jafntefli við Slóveníu í síðasta æfingaleik sínum fyrir HM í Katar sem hefst á fimmtudaginn. Slóvenar voru þó mun sterkari aðilinn lengst af í dag og leiddu í hálfleik, 18-15. Strákarnir leyfðu þeim þó aldrei að stinga af þó svo að það hafi lengst af vantað mikið upp á vörn og markvörslu í íslenska liðinu. Björgvin Páll Gústavsson kom þó inn af miklum krafti á lokamínútum leiksins á bak við 3-2-1 vörnina sem Ísland spilaði á lokakaflanum. Hann varði fjögur skot í röð og Ísland var með frumkvæðið á lokakaflanum. Vid Kavticnik jafnaði metin fyrir Slóveníu þegar 40 sekúndur voru eftir og Ísland fékk lokasóknina í leiknum. Aron Pálmarsson kom sér í fínt færi en Matevz Skok varði frá honum. Það var þó brotið á Aroni en slakir dómarar leiksins dæmdu ekkert. Strákarnir geta þó fyrstu og fremst sjálfum sér um kennt. Ásgeir Örn Hallgrímsson lét verja frá sér úr opnu færi þegar tæpar tvær mínútur voru eftir og tapaði svo boltanum í næstsíðustu sókn Íslands. Frammistaða Íslands í dag var ekki svipur hjá sjón samanborið við leikinn gegn Danmörku í gær, lengst af í leiknum. Slóvenar lentu ekki í neinum vandræðum við flata og bragðdaufa 6-0 vörn Íslands og markvarsla þeirra Björgvins Páls og síðar Arons Rafns Eðvarðssonar bætti ekkert úr málum. Strákarnir voru því að elta allan leikinn en misstu þó Slóvena aldrei meira en fjórum mörkum frá sér. Aron Pálmarsson þurfti nokkrar mínútur til að stilla miðið en tók mikið til sín, rétt eins og Alexander Petersson. Leikmenn voru þó duglegir að leita inn á Róbert á línunni sem skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum og fiskaði eitt víti þar að auki. Arnór Þór Gunnarsson skoraði einnig sex mörk, rétt eins og Alexander, og nýtti öll færin sín, eins og Róbert. Aron kom svo næstur með fimm mörk. Stefán Rafn Sigurmannsson nýtti sín færi vel og Guðmundur Árni Ólafsson fékk dýrmætar mínútur til að sýna sig. En heilt yfir vantaði nokkuð mikið upp á frammistöðu Íslands, og þá sérstaklega í vörninni þar sem ákefðina vantar sem varnarleikur Íslands útheimtir. Aron Kristjánsson hefur þó enn tíma til að skerpa á nokkrum hlutum í íslenska liðinu áður en strákarnir mæta Svíum í fyrsta leik á föstudaginn. Miðað við frammistöðuna í gær er ljóst að Ísland á erindi í hvaða lið sem er en ef einbeitningin og ákefðin er ekki til staðar, líkt og tilfellið var lengst af í dag, er voðinn vís.
HM 2015 í Katar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira