Netflix má takmarka sölu á vöru sinni og þjónustu samkvæmt reglum ESB Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2015 11:55 Takmörkun Netflix innan Evrópu á dreifingu efnis er lögleg samkvæmt reglum ESB og hefur verið það lengi, að sögn Fróða Steingrímssonar, lögmanns. Vísir Fróði Steingrímsson, lögmaður, segir að það sé ekki rétt hjá Jóni Þóri Ólafssyni, þingmanni Pírata, að Íslendingar geti keypt þjónustu Netflix á grundvelli reglna Evrópska efnahagssvæðisins (EES) um frjálsa vöru og þjónustu. Í viðtali við Vísi um málið síðastliðinn sunnudag vísaði Jón Þór í dóm Evrópudómstólsins sem úrskurðaði árið 2011 að einkaréttur til sjónvarpsútsendinga í ákveðnu landi gengi gegn grunnreglum ESB. Þess vegna væri löglegt fyrir Íslendinga að horfa á Netflix í gegnum Evrópulönd þar sem Netflix byði upp á þjónustu sína. Fróði segir þetta ekki rétt. „Niðurstaða Evrópudómstólsins í máli breska barsins hefur verið oftúlkuð af mörgum, einmitt með sama hætti og Jón Þór gerir. Með dómnum var fyrst og fremst talið að bresk löggjöf sem bannaði innflutning á afruglurum frá Grikklandi, á grundvelli verndar höfundarréttinda, bryti gegn grunnreglu ESB um frjálst flæði vöru og þjónustu milli aðildarríkja,“ segir Fróði og bætir við að ekki sé hægt að bera saman beina útsendingu frá fótboltaleik og bíómyndir og sjónvarpsþætti í skilningi höfundaréttarins. „Evrópudómstóllinn byggði á því að fótboltaleikir sem slíkir uppfylla ekki skilyrði höfundarréttarins til að teljast verk. Hins vegar taldi dómstóllinn að allir aðrir þættir útsendingar frá slíkum viðburði, til dæmis öll lógó, innslög, tónlistarstef og þess háttar, væri háð höfundarrétti. Þetta er auðvitað það sem bindur útsendingar saman eins og fótboltaleikir eru sendir út í dag.“ Fróði segir að það sé sérstaklega tekið fram í niðurstöðu dómsins að það sé heimilt samkvæmt ESB að takmarka verk við tiltekið aðildarríki og sú heimild sé viðurkennd innan höfundarréttarins, bæði í löggjöf ESB og íslenskri löggjöf. Takmörkun Netflix innan Evrópu á dreifingu efnis er því lögleg samkvæmt reglum ESB og hefur verið það lengi, að sögn Fróða. „Það gilda einfaldlega aðrar reglur um rafræna dreifingu á verkum sem varin eru höfundarrétti heldur en dreifingu og sölu á fýsískum eintökum. Það er grundvallaratriði og það sem skiptir mestu máli þegar verið er að tala um Netflix, og önnur slík fyrirtæki, í þessu samhengi.“ Netflix Tengdar fréttir Verða alltaf til leiðir til að horfa á Netflix Netflix vinnur nú að því, að beiðni kvikmyndaframleiðslufyrirtækja, að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 21:46 Pírati fer yfir íslenska texta fyrir Netflix Svo virðist sem fyrirtækið Netflix ætli sér að gera þjónustu sína notendavænni fyrir Íslendinga með því að bjóða upp á íslenskan texta. 16. október 2014 11:16 Myndform og Netflix í viðræðum Fyrirtækin hafa ekki komist að samkomulagi um það myndefni sem Myndform á sýningarrétt á hér á landi. Viðræðurnar hafa staðið yfir í þrjá mánuði. Hafa rætt við þrjú stærstu kvikmyndafyrirtækin. 19. nóvember 2014 07:00 Lokað endanlega fyrir Netflix á Íslandi? Netflix vinnur nú að því að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 16:39 Viðræður Sam-félagsins og Netflix á lokametrunum Eigendur Sam-félagsins eru við það að loka samningi við bandaríska afþreyingarfyrirtækið Netflix. Niðurstaða í viðræðum Senu og Netflix ætti að liggja fyrir á næstu vikum en Myndform á eitthvað lengra í land. 8. janúar 2015 07:00 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Fróði Steingrímsson, lögmaður, segir að það sé ekki rétt hjá Jóni Þóri Ólafssyni, þingmanni Pírata, að Íslendingar geti keypt þjónustu Netflix á grundvelli reglna Evrópska efnahagssvæðisins (EES) um frjálsa vöru og þjónustu. Í viðtali við Vísi um málið síðastliðinn sunnudag vísaði Jón Þór í dóm Evrópudómstólsins sem úrskurðaði árið 2011 að einkaréttur til sjónvarpsútsendinga í ákveðnu landi gengi gegn grunnreglum ESB. Þess vegna væri löglegt fyrir Íslendinga að horfa á Netflix í gegnum Evrópulönd þar sem Netflix byði upp á þjónustu sína. Fróði segir þetta ekki rétt. „Niðurstaða Evrópudómstólsins í máli breska barsins hefur verið oftúlkuð af mörgum, einmitt með sama hætti og Jón Þór gerir. Með dómnum var fyrst og fremst talið að bresk löggjöf sem bannaði innflutning á afruglurum frá Grikklandi, á grundvelli verndar höfundarréttinda, bryti gegn grunnreglu ESB um frjálst flæði vöru og þjónustu milli aðildarríkja,“ segir Fróði og bætir við að ekki sé hægt að bera saman beina útsendingu frá fótboltaleik og bíómyndir og sjónvarpsþætti í skilningi höfundaréttarins. „Evrópudómstóllinn byggði á því að fótboltaleikir sem slíkir uppfylla ekki skilyrði höfundarréttarins til að teljast verk. Hins vegar taldi dómstóllinn að allir aðrir þættir útsendingar frá slíkum viðburði, til dæmis öll lógó, innslög, tónlistarstef og þess háttar, væri háð höfundarrétti. Þetta er auðvitað það sem bindur útsendingar saman eins og fótboltaleikir eru sendir út í dag.“ Fróði segir að það sé sérstaklega tekið fram í niðurstöðu dómsins að það sé heimilt samkvæmt ESB að takmarka verk við tiltekið aðildarríki og sú heimild sé viðurkennd innan höfundarréttarins, bæði í löggjöf ESB og íslenskri löggjöf. Takmörkun Netflix innan Evrópu á dreifingu efnis er því lögleg samkvæmt reglum ESB og hefur verið það lengi, að sögn Fróða. „Það gilda einfaldlega aðrar reglur um rafræna dreifingu á verkum sem varin eru höfundarrétti heldur en dreifingu og sölu á fýsískum eintökum. Það er grundvallaratriði og það sem skiptir mestu máli þegar verið er að tala um Netflix, og önnur slík fyrirtæki, í þessu samhengi.“
Netflix Tengdar fréttir Verða alltaf til leiðir til að horfa á Netflix Netflix vinnur nú að því, að beiðni kvikmyndaframleiðslufyrirtækja, að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 21:46 Pírati fer yfir íslenska texta fyrir Netflix Svo virðist sem fyrirtækið Netflix ætli sér að gera þjónustu sína notendavænni fyrir Íslendinga með því að bjóða upp á íslenskan texta. 16. október 2014 11:16 Myndform og Netflix í viðræðum Fyrirtækin hafa ekki komist að samkomulagi um það myndefni sem Myndform á sýningarrétt á hér á landi. Viðræðurnar hafa staðið yfir í þrjá mánuði. Hafa rætt við þrjú stærstu kvikmyndafyrirtækin. 19. nóvember 2014 07:00 Lokað endanlega fyrir Netflix á Íslandi? Netflix vinnur nú að því að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 16:39 Viðræður Sam-félagsins og Netflix á lokametrunum Eigendur Sam-félagsins eru við það að loka samningi við bandaríska afþreyingarfyrirtækið Netflix. Niðurstaða í viðræðum Senu og Netflix ætti að liggja fyrir á næstu vikum en Myndform á eitthvað lengra í land. 8. janúar 2015 07:00 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Verða alltaf til leiðir til að horfa á Netflix Netflix vinnur nú að því, að beiðni kvikmyndaframleiðslufyrirtækja, að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 21:46
Pírati fer yfir íslenska texta fyrir Netflix Svo virðist sem fyrirtækið Netflix ætli sér að gera þjónustu sína notendavænni fyrir Íslendinga með því að bjóða upp á íslenskan texta. 16. október 2014 11:16
Myndform og Netflix í viðræðum Fyrirtækin hafa ekki komist að samkomulagi um það myndefni sem Myndform á sýningarrétt á hér á landi. Viðræðurnar hafa staðið yfir í þrjá mánuði. Hafa rætt við þrjú stærstu kvikmyndafyrirtækin. 19. nóvember 2014 07:00
Lokað endanlega fyrir Netflix á Íslandi? Netflix vinnur nú að því að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 16:39
Viðræður Sam-félagsins og Netflix á lokametrunum Eigendur Sam-félagsins eru við það að loka samningi við bandaríska afþreyingarfyrirtækið Netflix. Niðurstaða í viðræðum Senu og Netflix ætti að liggja fyrir á næstu vikum en Myndform á eitthvað lengra í land. 8. janúar 2015 07:00