Lítill púki í Gaupa | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. janúar 2015 14:00 Undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir HM í Katar er lokið og á morgun heldur liðið til Doha. Það voru mikil batamerki á leik íslenska liðsins um síðustu helgi er það mætti Svíum, Dönum og Slóvenum. Tap gegn Svíum, frábær sigur á Dönum og svo jafntefli gegn Slóvenum. Í kjölfarið skar landsliðsþjálfarinn hópinn sinn niður úr 20 í 17 sem fara til Katar. „Ég get ekki sagt annað en að Aron hafi valið rétt að þessu sinni. Auðvitað setja menn spurningamerki við Rúnar Kárason en hann sýndi gegn Þjóðverjum og Svíum að hann er ekki alveg tilbúinn í slaginn. Hann mun koma til baka en mér fannst hann ekki í sakk búinn til þess að taka þátt að þessu sinni," segir Gaupi. Gaupi er eðlilega ánægður með framfarirnar sem liðið sýndi um helgina en hefur nokkrar áhyggjur af varnarleiknum. „Leikirnir gegn Dönum og Slóvenum voru mjög góðir. Það var mikil breyting á liðinu frá leikjunum gegn Þjóðverjum. Sóknarleikurinn var mun betri sem skýrist á því að Aron Pálmarsson kom inn. Hann bætir okkar lið um 20 prósent. Gríðarlega mikilvægur leikmaður enda einn sá besti í heiminum í dag. Það getur ekkert lið verið án svona manns. „Við fundum línuna mjög vel og Róbert ógnarsterkur. Varnarleikurinn var köflóttur. Náðum góðum köflum og á því þarf að byggja. Hins vegar er ljóst að við þurfum betri markvörslu en við fengum í þessum leikjum. Ég er bjartsýnn á að liðið muni spjara sig á heimsmeistaramótinu.„Eitt sem mér fannst athyglisvert er að þjálfarateymið hafði greinilega undirbúið sitt lið gríðarlega vel. Lesið vel í andstæðinginn. Þeir voru óhræddir við að prufa hluti og skipta mönnum inn á. „Jákvæðasti punkturinn er kannski sá að þarna spiluðum við án Guðjóns Vals sem ég held eftir á að hyggja að sé gríðarlegur plús vegna þess að Stefán Rafn stóð sig ótrúlega vel. Þarna er kominn maður sem getur leyst Guðjón Val af." Nýja 3/2/1 vörnin gekk ekki vel gegn Þjóðverjum en allt annað var að sjá hana í nýliðnum leikjum. „Þetta er júgóslavnesk vörn. Hún virkaði mjög vel og sérstaklega gegn Slóvenum. Það tekur tíma að slípa þessa vörn og hún gæti orðið sterkt vopn. Til að mynda gegn Svíum." Guðjón segir að íslenska liðið hafi staðist prófið í undirbúningsleikjunum. „Liðið er í mikilli framför og við ættum að geta komist í sextán liða úrslit. Síðan er það spurningin hvaða andstæðing við fáum á leiðinni. Ég er ekki smeykur við það. Við getum unnið alla og tapað fyrir öllum í svona leikjum. Það er einhver lítill púki í mér sem segir mér að einhvers staðar á leiðinni munum við aftur spila við Dani." Viðtalið við Gaupa má sjá í heild sinni hér að neðan. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk - Ísland 29-30 | Innkoma Arons skipti sköpum Ísland bar sigurorð af Danmörku, 29-30, á Totalkredit-æfingamótinu sem fer fram í Danmörku og Svíþjóð um helgina. 10. janúar 2015 00:01 Aron Kristjánsson: Sýnir að við getum þetta „Ég held að þetta hafi verið mjög gott. Þeir áttu full auðvelt með að skora í byrjun en svo náðum við að standa þéttar og þá náðum við að þétta vörnina í seinni hálfleik,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Íslands eftir sigurinn á Danmörku í kvöld. 10. janúar 2015 21:24 Aron: Hef áhyggjur af markvörslunni Aron Kristjánsson var heilt yfir sáttur eftir æfingamótið í Danmörku og Svíþjóð. 11. janúar 2015 18:45 HM hópurinn klár | Guðmundur Árni dettur út Aron Kristjánsson landsliðþjálfari Íslands í handbolta tilkynnti rétt í þessu leikmannahópinn sem hann fer með á heimsmeistaramótið í Katar. Guðmundur Árni Ólafsson dettur út. 11. janúar 2015 16:34 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 32-32 | Strákarnir hársbreidd frá sigri Öflugur lokakafli bætti upp fyrir slæman leik Íslands gegn Slóveníu í Danmörku í dag. 11. janúar 2015 13:00 Gaupi: Það klingja viðvörunarbjöllur | Myndband Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson er ekki nógu ánægður með stöðuna á íslenska landsliðinu eftir leikina tvo gegn Þjóðverjum. 6. janúar 2015 12:05 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Sjá meira
Undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir HM í Katar er lokið og á morgun heldur liðið til Doha. Það voru mikil batamerki á leik íslenska liðsins um síðustu helgi er það mætti Svíum, Dönum og Slóvenum. Tap gegn Svíum, frábær sigur á Dönum og svo jafntefli gegn Slóvenum. Í kjölfarið skar landsliðsþjálfarinn hópinn sinn niður úr 20 í 17 sem fara til Katar. „Ég get ekki sagt annað en að Aron hafi valið rétt að þessu sinni. Auðvitað setja menn spurningamerki við Rúnar Kárason en hann sýndi gegn Þjóðverjum og Svíum að hann er ekki alveg tilbúinn í slaginn. Hann mun koma til baka en mér fannst hann ekki í sakk búinn til þess að taka þátt að þessu sinni," segir Gaupi. Gaupi er eðlilega ánægður með framfarirnar sem liðið sýndi um helgina en hefur nokkrar áhyggjur af varnarleiknum. „Leikirnir gegn Dönum og Slóvenum voru mjög góðir. Það var mikil breyting á liðinu frá leikjunum gegn Þjóðverjum. Sóknarleikurinn var mun betri sem skýrist á því að Aron Pálmarsson kom inn. Hann bætir okkar lið um 20 prósent. Gríðarlega mikilvægur leikmaður enda einn sá besti í heiminum í dag. Það getur ekkert lið verið án svona manns. „Við fundum línuna mjög vel og Róbert ógnarsterkur. Varnarleikurinn var köflóttur. Náðum góðum köflum og á því þarf að byggja. Hins vegar er ljóst að við þurfum betri markvörslu en við fengum í þessum leikjum. Ég er bjartsýnn á að liðið muni spjara sig á heimsmeistaramótinu.„Eitt sem mér fannst athyglisvert er að þjálfarateymið hafði greinilega undirbúið sitt lið gríðarlega vel. Lesið vel í andstæðinginn. Þeir voru óhræddir við að prufa hluti og skipta mönnum inn á. „Jákvæðasti punkturinn er kannski sá að þarna spiluðum við án Guðjóns Vals sem ég held eftir á að hyggja að sé gríðarlegur plús vegna þess að Stefán Rafn stóð sig ótrúlega vel. Þarna er kominn maður sem getur leyst Guðjón Val af." Nýja 3/2/1 vörnin gekk ekki vel gegn Þjóðverjum en allt annað var að sjá hana í nýliðnum leikjum. „Þetta er júgóslavnesk vörn. Hún virkaði mjög vel og sérstaklega gegn Slóvenum. Það tekur tíma að slípa þessa vörn og hún gæti orðið sterkt vopn. Til að mynda gegn Svíum." Guðjón segir að íslenska liðið hafi staðist prófið í undirbúningsleikjunum. „Liðið er í mikilli framför og við ættum að geta komist í sextán liða úrslit. Síðan er það spurningin hvaða andstæðing við fáum á leiðinni. Ég er ekki smeykur við það. Við getum unnið alla og tapað fyrir öllum í svona leikjum. Það er einhver lítill púki í mér sem segir mér að einhvers staðar á leiðinni munum við aftur spila við Dani." Viðtalið við Gaupa má sjá í heild sinni hér að neðan.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk - Ísland 29-30 | Innkoma Arons skipti sköpum Ísland bar sigurorð af Danmörku, 29-30, á Totalkredit-æfingamótinu sem fer fram í Danmörku og Svíþjóð um helgina. 10. janúar 2015 00:01 Aron Kristjánsson: Sýnir að við getum þetta „Ég held að þetta hafi verið mjög gott. Þeir áttu full auðvelt með að skora í byrjun en svo náðum við að standa þéttar og þá náðum við að þétta vörnina í seinni hálfleik,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Íslands eftir sigurinn á Danmörku í kvöld. 10. janúar 2015 21:24 Aron: Hef áhyggjur af markvörslunni Aron Kristjánsson var heilt yfir sáttur eftir æfingamótið í Danmörku og Svíþjóð. 11. janúar 2015 18:45 HM hópurinn klár | Guðmundur Árni dettur út Aron Kristjánsson landsliðþjálfari Íslands í handbolta tilkynnti rétt í þessu leikmannahópinn sem hann fer með á heimsmeistaramótið í Katar. Guðmundur Árni Ólafsson dettur út. 11. janúar 2015 16:34 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 32-32 | Strákarnir hársbreidd frá sigri Öflugur lokakafli bætti upp fyrir slæman leik Íslands gegn Slóveníu í Danmörku í dag. 11. janúar 2015 13:00 Gaupi: Það klingja viðvörunarbjöllur | Myndband Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson er ekki nógu ánægður með stöðuna á íslenska landsliðinu eftir leikina tvo gegn Þjóðverjum. 6. janúar 2015 12:05 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Sjá meira
Umfjöllun: Danmörk - Ísland 29-30 | Innkoma Arons skipti sköpum Ísland bar sigurorð af Danmörku, 29-30, á Totalkredit-æfingamótinu sem fer fram í Danmörku og Svíþjóð um helgina. 10. janúar 2015 00:01
Aron Kristjánsson: Sýnir að við getum þetta „Ég held að þetta hafi verið mjög gott. Þeir áttu full auðvelt með að skora í byrjun en svo náðum við að standa þéttar og þá náðum við að þétta vörnina í seinni hálfleik,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Íslands eftir sigurinn á Danmörku í kvöld. 10. janúar 2015 21:24
Aron: Hef áhyggjur af markvörslunni Aron Kristjánsson var heilt yfir sáttur eftir æfingamótið í Danmörku og Svíþjóð. 11. janúar 2015 18:45
HM hópurinn klár | Guðmundur Árni dettur út Aron Kristjánsson landsliðþjálfari Íslands í handbolta tilkynnti rétt í þessu leikmannahópinn sem hann fer með á heimsmeistaramótið í Katar. Guðmundur Árni Ólafsson dettur út. 11. janúar 2015 16:34
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 32-32 | Strákarnir hársbreidd frá sigri Öflugur lokakafli bætti upp fyrir slæman leik Íslands gegn Slóveníu í Danmörku í dag. 11. janúar 2015 13:00
Gaupi: Það klingja viðvörunarbjöllur | Myndband Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson er ekki nógu ánægður með stöðuna á íslenska landsliðinu eftir leikina tvo gegn Þjóðverjum. 6. janúar 2015 12:05
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn