"Það allra svartasta sem ég hef séð“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. janúar 2015 11:47 Þessa mynd tók nágranni Sigvalda, Ólafur Gauti Sigurðsson. "Staðan hjá honum var slæm , en mun dekkri hjá mér á Hákonarstöðum,“ segir Sigvaldi. vísir/ógs „Þetta er held ég það allra svartasta sem ég hef séð eftir að fór að bera á mengun úr Holuhrauni. Hún er búin að vera viðvarandi á þessu svæði, en hefur aldrei verið eins mikil og í gær,“ segir Sigvaldi H. Ragnarsson, bóndi á Hákonarstöðum á Efri-Jökuldal á Austurlandi. Mengun af völdum eldgossins í Holuhrauni hefur verið töluverð víða um land undanfarnar vikur. Hún er sögð meiri en úr öllum iðnaðarborgum Evrópu til samans og hefur valdið ýmsum vandkvæðum.„Vonandi fer sá í neðra að vera búinn að ljúka sér af og fer að hætta að senda þennan fjanda yfir okkur,“ segir Sigvaldi glettinn.Sást varla horna á milliMengunin á Efri-Jökuldal var í gær samkvæmt Umhverfisstofnun „óholl“ en hún fór hæst í 7.800 míkrógrömm á sekúndu. Mengunin var það mikil að einkenni af völdum hennar voru líkleg hjá öllum einstaklingum og fólk því hvatt til að halda sig innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu. „Mengunin var náttúrulega komin langt yfir þessi eðlilegu mörk. Það var mikið frost úti, um 16 stig, og stilla. Þetta mætir heitu lofti og ákveðnum raka í loftinu og þá í raun og veru pakkast þetta saman og stigmagnast. Það sást varla horna á milli inni í fjárhúsunum. Eitt þeirra er 20x24 metrar að stærð og í öðru sem er 30 metra langt sást varla stafna á milli,“ segir hann.Lungnavandamál á meðal dýra verði algeng Sigvaldi hefur fundið fyrir einkennum en reynir að halda sig sem mest innandyra. „Fólk finnur fyrir þessu og mér heyrist á fólki að það sé svona næmara fyrir þessu en fyrst þegar þetta var að gerast í haust. Menn eru að fá í hálsinn og sviða í augun. En maður reynir að kynda eins og hægt er og þá verða áhrifin minni.“ Hann segist þó hafa áhyggjur af dýrunum, en hann er með sauðfé á húsi. „Það í raun þarf alltaf að vera að loftræsta og reyna að koma í veg fyrir mengun eins og hægt er, en hún sækir inn í húsin og er oft mest þar. En ég tel að það verði viðvarandi lungnavandamál í ungviðum, sem nú eru til dæmis á fyrsta vetri. Og ég spái því að á næstu árum verði það svo,“ segir Sigvaldi. „Vonandi fer sá í neðra að vera búinn að ljúka sér af og fer að hætta að senda þennan fjanda yfir okkur,“ segir hann að lokum, en samkvæmt sjálfvirkum mælum Umhverfisstofnunar eru loftgæði í dag góð. Bárðarbunga Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
„Þetta er held ég það allra svartasta sem ég hef séð eftir að fór að bera á mengun úr Holuhrauni. Hún er búin að vera viðvarandi á þessu svæði, en hefur aldrei verið eins mikil og í gær,“ segir Sigvaldi H. Ragnarsson, bóndi á Hákonarstöðum á Efri-Jökuldal á Austurlandi. Mengun af völdum eldgossins í Holuhrauni hefur verið töluverð víða um land undanfarnar vikur. Hún er sögð meiri en úr öllum iðnaðarborgum Evrópu til samans og hefur valdið ýmsum vandkvæðum.„Vonandi fer sá í neðra að vera búinn að ljúka sér af og fer að hætta að senda þennan fjanda yfir okkur,“ segir Sigvaldi glettinn.Sást varla horna á milliMengunin á Efri-Jökuldal var í gær samkvæmt Umhverfisstofnun „óholl“ en hún fór hæst í 7.800 míkrógrömm á sekúndu. Mengunin var það mikil að einkenni af völdum hennar voru líkleg hjá öllum einstaklingum og fólk því hvatt til að halda sig innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu. „Mengunin var náttúrulega komin langt yfir þessi eðlilegu mörk. Það var mikið frost úti, um 16 stig, og stilla. Þetta mætir heitu lofti og ákveðnum raka í loftinu og þá í raun og veru pakkast þetta saman og stigmagnast. Það sást varla horna á milli inni í fjárhúsunum. Eitt þeirra er 20x24 metrar að stærð og í öðru sem er 30 metra langt sást varla stafna á milli,“ segir hann.Lungnavandamál á meðal dýra verði algeng Sigvaldi hefur fundið fyrir einkennum en reynir að halda sig sem mest innandyra. „Fólk finnur fyrir þessu og mér heyrist á fólki að það sé svona næmara fyrir þessu en fyrst þegar þetta var að gerast í haust. Menn eru að fá í hálsinn og sviða í augun. En maður reynir að kynda eins og hægt er og þá verða áhrifin minni.“ Hann segist þó hafa áhyggjur af dýrunum, en hann er með sauðfé á húsi. „Það í raun þarf alltaf að vera að loftræsta og reyna að koma í veg fyrir mengun eins og hægt er, en hún sækir inn í húsin og er oft mest þar. En ég tel að það verði viðvarandi lungnavandamál í ungviðum, sem nú eru til dæmis á fyrsta vetri. Og ég spái því að á næstu árum verði það svo,“ segir Sigvaldi. „Vonandi fer sá í neðra að vera búinn að ljúka sér af og fer að hætta að senda þennan fjanda yfir okkur,“ segir hann að lokum, en samkvæmt sjálfvirkum mælum Umhverfisstofnunar eru loftgæði í dag góð.
Bárðarbunga Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira