Guðmundur: Sorglegur endir Arnar Björnsson skrifar 28. janúar 2015 21:28 Guðmundur Guðmundsson og drengirnir hans í danska landsliðinu voru eðlilega langt niðri eftir að hafa tapað fyrir heimsmeisturum Spánverja með minnsta mun í Lusail í kvöld, 25-24. Guðmundur var ekki ánægður með að þýsku dómararnir, Lars Geipel og Marcus Helbig, leyfðu Spánverjunum að spila langar sóknir. Það voru þung spor þegar þið genguð af velli? „Já þetta var sorglegur endir á þessum erfiða leik á móti heimsmeisturunum. Þetta var erfiður leikur og þetta féll ekki með okkur. Liðin skiptast á um að leiða leikinn og svo koma kaflar þar sem við skorum 2 eða 3 mörk í röð og svo kom góður kafli hjá þeim. Seinni hálfleikurinn þróaðist þannig að við náðum kafla þar sem við gátum keyrt hraðaupphlaupin og það var það sem við lögðum upp með. Þeir fá tækifæri til að spila mjög langar sóknir, höndin er komin upp en þeir fá að halda áfram og skjóta á markið og fá annað tækifæri. Mér fannst það gerast oft í leiknum að þeir fengu annað tækifæri, þeir fengu bara gott tækifæri en skoruðu ekki og fengu þá bara annað tækifæri“. Þú getur ekki verið óánægður með þína menn, þið gáfuð allt í leikinn? „Nei, ég get ekki verið það. Það er auðvitað svekkjandi að tapa svona leik, maður vill vinna leiki eins og þessa. Frammistaða leikmannanna var til fyrirmyndar og allt leikleikskipulagaið sem við lögðum upp með, það gékk upp. Það er ekkert auðveld að brjóta þessa vörn á bak aftur. Við komum inn með góða hluti í seinni hálfleik þar sem við leystum sóknarleikinn mjög vel. Varnarleikurinn var góður á köflum en það er ekkert auðvelt að verjast þeim“. Verður ekki erfitt að búa sig undir leikinn við Slóvena, það var mótherji sem þið ætluðuð ekki að mæta? „Jú það er alltaf erfitt þegar maður er búinn að tapa svona leik. Maður hugsar ekkert um annað en að vinna leikinn og komast í undanúrslitin. Við vorum ansi nálægt því. Nú reynir rosalega á hópinn að koma rétt stilltir inn í næsta leik. Það eru alltaf þung spor hér út úr höllinni og þung spor í nokkra klukkutíma. Nú þurfum við bara að komast yfir þetta og klára þetta mót með sóma“. Ég veit að þú ert það mikill keppnismaður. Verður þessi leikur í kollinum á þær í marga klukkutíma í viðbót? „Já maður á eftir að skoða leikinn og fara yfir leikinn, það voru nokkur atriði sem ég var óánægður með. Við gerum mistök í vörninni og hleypum inná bak við okkur hornamanni þeirra. Ég var ekki sáttur við það. Ég hefði viljað fá brot þarna í lokin, ef við hefðum náð að brjóta áður en þeir skora markið í lokin. Það var ansi dýrt, sigurmarkið þremur sekúndum fyrir leikslok“. Þið virtust sprækari í lokin, mér fannst Spánverjarnir farnir að þyngjast? „Já mér fannst þeir helvíti þungir. Þeir vissu auðvitað í hvað stefndi og þeir náðu að spila mjög langar sóknir og drepa leikinn. Þeir voru oft á seinasta sjéns þegar þeir skoruðu sín mörk í seinni hálfleik. Við bara fengum ekki boltann í hendurnar til þess að keyra á þá því yfirleitt fengu þeir tvöfaldan sjéns." HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Morros: Höfum ekkert unnið enn Antonio Garcia og Viran Morros í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. 28. janúar 2015 21:24 Spellerberg: Sóknarleikurinn brást okkur Bo Spellerberg segir engan vafa á því að vonbrigðin séu mikil heima í Danmörku. 28. janúar 2015 20:25 Umfjöllun: Þýskaland - Katar 24-26 | Heimamenn í undanúrslit Katar er komið í undanúrslit á HM á heimavelli eftir tveggja marka sigur, 26-24, á Þýskalandi í Lusail Sports Arena í dag. 28. janúar 2015 13:48 Guardiola: Guðmundur nær betri árangri næst Gedeón Guardiola segir að það henti Guðmundi Guðmundssyni betur að þjálfa danska landsliðið en Rhein-Neckar Löwen. 28. janúar 2015 20:36 Mikkel: Verður andvökunótt Mikkel Hansen dró danska vagninn í kvöld. Hann skoraði 6 mörk og þurfti til þess 11 marktilraunir, var tvisvar rekinn útaf. Hansen átti að auki fjölmargar stoðsendingar. 28. janúar 2015 21:34 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson og drengirnir hans í danska landsliðinu voru eðlilega langt niðri eftir að hafa tapað fyrir heimsmeisturum Spánverja með minnsta mun í Lusail í kvöld, 25-24. Guðmundur var ekki ánægður með að þýsku dómararnir, Lars Geipel og Marcus Helbig, leyfðu Spánverjunum að spila langar sóknir. Það voru þung spor þegar þið genguð af velli? „Já þetta var sorglegur endir á þessum erfiða leik á móti heimsmeisturunum. Þetta var erfiður leikur og þetta féll ekki með okkur. Liðin skiptast á um að leiða leikinn og svo koma kaflar þar sem við skorum 2 eða 3 mörk í röð og svo kom góður kafli hjá þeim. Seinni hálfleikurinn þróaðist þannig að við náðum kafla þar sem við gátum keyrt hraðaupphlaupin og það var það sem við lögðum upp með. Þeir fá tækifæri til að spila mjög langar sóknir, höndin er komin upp en þeir fá að halda áfram og skjóta á markið og fá annað tækifæri. Mér fannst það gerast oft í leiknum að þeir fengu annað tækifæri, þeir fengu bara gott tækifæri en skoruðu ekki og fengu þá bara annað tækifæri“. Þú getur ekki verið óánægður með þína menn, þið gáfuð allt í leikinn? „Nei, ég get ekki verið það. Það er auðvitað svekkjandi að tapa svona leik, maður vill vinna leiki eins og þessa. Frammistaða leikmannanna var til fyrirmyndar og allt leikleikskipulagaið sem við lögðum upp með, það gékk upp. Það er ekkert auðveld að brjóta þessa vörn á bak aftur. Við komum inn með góða hluti í seinni hálfleik þar sem við leystum sóknarleikinn mjög vel. Varnarleikurinn var góður á köflum en það er ekkert auðvelt að verjast þeim“. Verður ekki erfitt að búa sig undir leikinn við Slóvena, það var mótherji sem þið ætluðuð ekki að mæta? „Jú það er alltaf erfitt þegar maður er búinn að tapa svona leik. Maður hugsar ekkert um annað en að vinna leikinn og komast í undanúrslitin. Við vorum ansi nálægt því. Nú reynir rosalega á hópinn að koma rétt stilltir inn í næsta leik. Það eru alltaf þung spor hér út úr höllinni og þung spor í nokkra klukkutíma. Nú þurfum við bara að komast yfir þetta og klára þetta mót með sóma“. Ég veit að þú ert það mikill keppnismaður. Verður þessi leikur í kollinum á þær í marga klukkutíma í viðbót? „Já maður á eftir að skoða leikinn og fara yfir leikinn, það voru nokkur atriði sem ég var óánægður með. Við gerum mistök í vörninni og hleypum inná bak við okkur hornamanni þeirra. Ég var ekki sáttur við það. Ég hefði viljað fá brot þarna í lokin, ef við hefðum náð að brjóta áður en þeir skora markið í lokin. Það var ansi dýrt, sigurmarkið þremur sekúndum fyrir leikslok“. Þið virtust sprækari í lokin, mér fannst Spánverjarnir farnir að þyngjast? „Já mér fannst þeir helvíti þungir. Þeir vissu auðvitað í hvað stefndi og þeir náðu að spila mjög langar sóknir og drepa leikinn. Þeir voru oft á seinasta sjéns þegar þeir skoruðu sín mörk í seinni hálfleik. Við bara fengum ekki boltann í hendurnar til þess að keyra á þá því yfirleitt fengu þeir tvöfaldan sjéns."
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Morros: Höfum ekkert unnið enn Antonio Garcia og Viran Morros í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. 28. janúar 2015 21:24 Spellerberg: Sóknarleikurinn brást okkur Bo Spellerberg segir engan vafa á því að vonbrigðin séu mikil heima í Danmörku. 28. janúar 2015 20:25 Umfjöllun: Þýskaland - Katar 24-26 | Heimamenn í undanúrslit Katar er komið í undanúrslit á HM á heimavelli eftir tveggja marka sigur, 26-24, á Þýskalandi í Lusail Sports Arena í dag. 28. janúar 2015 13:48 Guardiola: Guðmundur nær betri árangri næst Gedeón Guardiola segir að það henti Guðmundi Guðmundssyni betur að þjálfa danska landsliðið en Rhein-Neckar Löwen. 28. janúar 2015 20:36 Mikkel: Verður andvökunótt Mikkel Hansen dró danska vagninn í kvöld. Hann skoraði 6 mörk og þurfti til þess 11 marktilraunir, var tvisvar rekinn útaf. Hansen átti að auki fjölmargar stoðsendingar. 28. janúar 2015 21:34 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Morros: Höfum ekkert unnið enn Antonio Garcia og Viran Morros í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. 28. janúar 2015 21:24
Spellerberg: Sóknarleikurinn brást okkur Bo Spellerberg segir engan vafa á því að vonbrigðin séu mikil heima í Danmörku. 28. janúar 2015 20:25
Umfjöllun: Þýskaland - Katar 24-26 | Heimamenn í undanúrslit Katar er komið í undanúrslit á HM á heimavelli eftir tveggja marka sigur, 26-24, á Þýskalandi í Lusail Sports Arena í dag. 28. janúar 2015 13:48
Guardiola: Guðmundur nær betri árangri næst Gedeón Guardiola segir að það henti Guðmundi Guðmundssyni betur að þjálfa danska landsliðið en Rhein-Neckar Löwen. 28. janúar 2015 20:36
Mikkel: Verður andvökunótt Mikkel Hansen dró danska vagninn í kvöld. Hann skoraði 6 mörk og þurfti til þess 11 marktilraunir, var tvisvar rekinn útaf. Hansen átti að auki fjölmargar stoðsendingar. 28. janúar 2015 21:34