Umfjöllun: Þýskaland - Katar 24-26 | Heimamenn í undanúrslit Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2015 13:48 Dagur Sigurðsson. Vísir/Getty Katar er komið í undanúrslit á HM í handbolta í fyrsta sinn eftir tveggja marka sigur, 26-24, á Þjóðverjum í Lusail Sports Arena í dag. Þetta var fyrsta tap Dags Sigurðssonar og lærisveina hans í þýska liðinu á mótinu en þeir eiga þó eftir að leika tvo leiki á HM. Á föstudaginn mæta þeir Króatíu í leik um réttinn til að leika um 5. sætið. Á laugardaginn leikur Þýskaland svo annað hvort um 5. eða 7. sætið. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, spiluðu sterka og hreyfanlega vörn sem Þjóðverjar áttu í miklum vandræðum með að leysa. Þýska liðið fékk fá mörk utan af velli og gekk erfiðlega að opna hornin og línuna. Katarar spiluðu árangursríkan sóknarleik þar sem Svartfellingurinn Zarko Markovic var í aðalhlutverki. Þessi öfluga örvhenta skytta skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og átti auk þess fjöldan allan af sendingum inn á Borja Vidal á línunni, sem skiluðu annað hvort mörkum eða vítaköstum. Katar náði mest sjö marka forystu í fyrri hálfleik, 16-9, þegar Kúbumaðurinn Rafael Capote skoraði sitt fjórða mark. Þjóðverjar áttu hins vegar ágætis endasprett og skoruðu fimm af sjö síðustu mörkum fyrri hálfleiks, en staðan var 18-14, Katar í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þýskaland byrjaði seinni hálfleikinn vel, vörnin var miklu mun betri en í fyrri hálfleik og lærisveinar Dags breyttu stöðunni úr 20-15 í 20-19. Eins marks munur og um 20 mínútur eftir af leiknum. Lengra komust Þjóðverjar hins vegar ekki. Katarar hægðu á leiknum, spiluðu gríðarlega langar sóknir og komust upp með það. Þjóðverjar þurftu að standa lengi í vörn hverju sinni og botninn datt úr leik þeirra. Heimamenn héldu Þjóðverjar jafnan í 2-3 marka fjarlægð það sem eftir lifði leiks. Sóknarleikur þýska liðsins hrökk í baklás á lokakafla leiksins og ekki bætti úr skák að Danijel Saric kom aftur í mark Katar og fór að verja eins og óður maður. Svo fór að heimamenn unnu tveggja marka sigur, 26-24, og eru komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta Póllandi. Capote var markahæstur í liði Katar með átta mörk, mörg hver á mikilvægum augnablikum. Markovic kom næstur með sex mörk auk þess sem hann átti fjölda stoðsendinga. Saric varði níu skot í markinu, flest á lokakaflanum. Uwe Gensheimer skoraði fimm mörk fyrir Þjóðverja en hefur oft látið meira að sér kveða. Félagi hans í hægra horninu, Patrick Groetzki, kom næstur með fjögur mörk. Silvio Heinevetter kom í markið um miðjan fyrri hálfleik og varði vel, alls tólf skot, eða 43% af þeim skotum sem hann fékk á sig. HM 2015 í Katar Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
Katar er komið í undanúrslit á HM í handbolta í fyrsta sinn eftir tveggja marka sigur, 26-24, á Þjóðverjum í Lusail Sports Arena í dag. Þetta var fyrsta tap Dags Sigurðssonar og lærisveina hans í þýska liðinu á mótinu en þeir eiga þó eftir að leika tvo leiki á HM. Á föstudaginn mæta þeir Króatíu í leik um réttinn til að leika um 5. sætið. Á laugardaginn leikur Þýskaland svo annað hvort um 5. eða 7. sætið. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, spiluðu sterka og hreyfanlega vörn sem Þjóðverjar áttu í miklum vandræðum með að leysa. Þýska liðið fékk fá mörk utan af velli og gekk erfiðlega að opna hornin og línuna. Katarar spiluðu árangursríkan sóknarleik þar sem Svartfellingurinn Zarko Markovic var í aðalhlutverki. Þessi öfluga örvhenta skytta skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og átti auk þess fjöldan allan af sendingum inn á Borja Vidal á línunni, sem skiluðu annað hvort mörkum eða vítaköstum. Katar náði mest sjö marka forystu í fyrri hálfleik, 16-9, þegar Kúbumaðurinn Rafael Capote skoraði sitt fjórða mark. Þjóðverjar áttu hins vegar ágætis endasprett og skoruðu fimm af sjö síðustu mörkum fyrri hálfleiks, en staðan var 18-14, Katar í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þýskaland byrjaði seinni hálfleikinn vel, vörnin var miklu mun betri en í fyrri hálfleik og lærisveinar Dags breyttu stöðunni úr 20-15 í 20-19. Eins marks munur og um 20 mínútur eftir af leiknum. Lengra komust Þjóðverjar hins vegar ekki. Katarar hægðu á leiknum, spiluðu gríðarlega langar sóknir og komust upp með það. Þjóðverjar þurftu að standa lengi í vörn hverju sinni og botninn datt úr leik þeirra. Heimamenn héldu Þjóðverjar jafnan í 2-3 marka fjarlægð það sem eftir lifði leiks. Sóknarleikur þýska liðsins hrökk í baklás á lokakafla leiksins og ekki bætti úr skák að Danijel Saric kom aftur í mark Katar og fór að verja eins og óður maður. Svo fór að heimamenn unnu tveggja marka sigur, 26-24, og eru komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta Póllandi. Capote var markahæstur í liði Katar með átta mörk, mörg hver á mikilvægum augnablikum. Markovic kom næstur með sex mörk auk þess sem hann átti fjölda stoðsendinga. Saric varði níu skot í markinu, flest á lokakaflanum. Uwe Gensheimer skoraði fimm mörk fyrir Þjóðverja en hefur oft látið meira að sér kveða. Félagi hans í hægra horninu, Patrick Groetzki, kom næstur með fjögur mörk. Silvio Heinevetter kom í markið um miðjan fyrri hálfleik og varði vel, alls tólf skot, eða 43% af þeim skotum sem hann fékk á sig.
HM 2015 í Katar Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn