Ásgeir Örn: Veit ekki hvernig gömlu mennirnir fara að þessu Arnar Björnsson í Katar skrifar 22. janúar 2015 11:30 Ásgeir Örn var góður gegn Frakklandi. vísir/eva björk Ásgeir Örn Hallgrímsson átti mjög góðan leik gegn Frökkum, skoraði 5 mörk úr 7 skotum. Guðjón Guðmundsson handboltavísindamaður og fréttamaður á Stöð 2 gaf honum 5 í einkunn á Vísi og sagði í umfjöllun sinni að hann hefði spilað frábærlega, sterkur í vörninni og hnökralítill í sóknarleiknum. Hvernig leggst Tékkaleikurinn í hann? „Bara mjög vel núna erum við komnir í gírinn og ég hlakka mikið til að spila leikinn. Svona mót eru alltaf apasálfræði, maður þarf að hugsa um að næsti leikur sé sá mikilvægasti. Við þurfum að mæta í hann eins vel stemdir og í gær, þá vinnum við leikinn á morgun. Tékkarnir eru kannski ekkert ósvipaðir Frökkunum, stórir og þungir og spila frekar hægan sóknarleik og flatar varnir. Ég held að þetta snúist um að við séum vel stemdir og að hausinn á okkur sé rétt skrúfaður á“. Landsliðsmennirnir voru nokkuð þreytulegir í morgun enda erfiður leikur að baki og þar sem leikurinn byrjaði kl. 21 að staðartíma voru þeir ekki komnir í rúmið fyrr en seint í gærkvöldi. „Maður er orðin svolítið þreyttur enda leikurinn spilaður seint og við vorum svolítið lúnir í morgun en ætlum að fara að leggja okkur aftur. Þetta er mjög lýjandi, það er spilað svo seint. Það hjálpar okkur að það er spilað annan hvern dag sem reyndar hjálpar okkur mikið en nú finnur maður fyrir langtímaþreytu“. En nú ert þú kornungur, hvað þá með „gömlu“ mennina í liðinu, hvernig líður þeim? „Ég veit ekki hvernig þeir fara að þessu. Þeir eru sprækir og stóðu sig vel þannig að ég hef engar áhyggjur af þeim. Á morgun snýst þetta um að byrja leikinn vel og ekki gefa Tékkunum neina von, mæta og reyna að kaffæra þá strax í byrjun. Þá eru góðar líkur á því að þeir sjá að þetta er ekki að fara að ganga upp hjá þeim“. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Snorri Steinn: Helvíti lélegir þegar við slökum á Snorri Steinn Guðjónsson átti frábæran leik gegn Frökkum en varar við að menn gefi eftir gegn Tékkum í kvöld. 22. janúar 2015 09:00 Aron Kristjáns: Við vorum að spila betur saman Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var eins og leikmennirnir ánægður með leikinn gegn Frökkum. Það er oft erfitt að sjá á þjálfaranum hvort hann er kátur eða glaður því hann heldur ætíð ró sinni hvernig sem á gengur. 22. janúar 2015 13:00 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðin töpuðu bæði Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson átti mjög góðan leik gegn Frökkum, skoraði 5 mörk úr 7 skotum. Guðjón Guðmundsson handboltavísindamaður og fréttamaður á Stöð 2 gaf honum 5 í einkunn á Vísi og sagði í umfjöllun sinni að hann hefði spilað frábærlega, sterkur í vörninni og hnökralítill í sóknarleiknum. Hvernig leggst Tékkaleikurinn í hann? „Bara mjög vel núna erum við komnir í gírinn og ég hlakka mikið til að spila leikinn. Svona mót eru alltaf apasálfræði, maður þarf að hugsa um að næsti leikur sé sá mikilvægasti. Við þurfum að mæta í hann eins vel stemdir og í gær, þá vinnum við leikinn á morgun. Tékkarnir eru kannski ekkert ósvipaðir Frökkunum, stórir og þungir og spila frekar hægan sóknarleik og flatar varnir. Ég held að þetta snúist um að við séum vel stemdir og að hausinn á okkur sé rétt skrúfaður á“. Landsliðsmennirnir voru nokkuð þreytulegir í morgun enda erfiður leikur að baki og þar sem leikurinn byrjaði kl. 21 að staðartíma voru þeir ekki komnir í rúmið fyrr en seint í gærkvöldi. „Maður er orðin svolítið þreyttur enda leikurinn spilaður seint og við vorum svolítið lúnir í morgun en ætlum að fara að leggja okkur aftur. Þetta er mjög lýjandi, það er spilað svo seint. Það hjálpar okkur að það er spilað annan hvern dag sem reyndar hjálpar okkur mikið en nú finnur maður fyrir langtímaþreytu“. En nú ert þú kornungur, hvað þá með „gömlu“ mennina í liðinu, hvernig líður þeim? „Ég veit ekki hvernig þeir fara að þessu. Þeir eru sprækir og stóðu sig vel þannig að ég hef engar áhyggjur af þeim. Á morgun snýst þetta um að byrja leikinn vel og ekki gefa Tékkunum neina von, mæta og reyna að kaffæra þá strax í byrjun. Þá eru góðar líkur á því að þeir sjá að þetta er ekki að fara að ganga upp hjá þeim“. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Snorri Steinn: Helvíti lélegir þegar við slökum á Snorri Steinn Guðjónsson átti frábæran leik gegn Frökkum en varar við að menn gefi eftir gegn Tékkum í kvöld. 22. janúar 2015 09:00 Aron Kristjáns: Við vorum að spila betur saman Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var eins og leikmennirnir ánægður með leikinn gegn Frökkum. Það er oft erfitt að sjá á þjálfaranum hvort hann er kátur eða glaður því hann heldur ætíð ró sinni hvernig sem á gengur. 22. janúar 2015 13:00 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðin töpuðu bæði Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Sjá meira
Snorri Steinn: Helvíti lélegir þegar við slökum á Snorri Steinn Guðjónsson átti frábæran leik gegn Frökkum en varar við að menn gefi eftir gegn Tékkum í kvöld. 22. janúar 2015 09:00
Aron Kristjáns: Við vorum að spila betur saman Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var eins og leikmennirnir ánægður með leikinn gegn Frökkum. Það er oft erfitt að sjá á þjálfaranum hvort hann er kátur eða glaður því hann heldur ætíð ró sinni hvernig sem á gengur. 22. janúar 2015 13:00