Dagur: Leikmenn geta ekkert sagt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2015 09:00 Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins. Vísir/Eva Björk Ummæli Dags Sigurðssonar á blaðamannafundi þýska liðsins í Doha í gær vöktu mikla athygli. Hann greindi frá því að hann hafi ákveðið að láta þýska liðið spila nýtt varnarafbrigði í leiknum gegn Dönum í fyrradag með aðeins nokkurra klukkustunda fyrirvara. Leikmenn fengu ekki tækifæri til að æfa vörnina sérstaklega og fóru aðeins eftir fyrirmælum Dags. Herbragðið gekk eftir - Þjóðverjar voru ekki langt frá því að vinna leikinn en niðurstaðan varð jafntefli sem að öllum líkindum fór langleiðina með að tryggja Þýskalandi sigur í hinum geysisterka D-riðli. „Þetta var mjög skemmtilegt framhald af mótinu hjá okkur. Þetta hefur verið mjög knappt allt saman og hörkuleikir. Það er því gaman að sjá að strákarnir standa í lappirnar og fá eitthvað út úr þessu,“ sagði Dagur við Vísi í gær. „Maður sér til að mynda hvernig hefur farið gegn Rússunum. Þeir hafa tapað tveimur leikjum [gegn Þýskalandi og Póllandi] með aðeins einu marki. Danir gera svo tvö jafntefli. Þetta er afar jafn riðill og erfiður.“ Þýskaland er efst í D-riðli og mun með sigrum á Argentínu og Sádí-Arabíu í síðustu tveimur leikjunum tryggja sér sigur í riðlinum. Hann segir að það sé ekki erfitt að einbeita sér að einu verkefni í einu og hugsa ekki of langt fram í tímann. „Það er ágætt að vera búnir að fá þessi úrslit hjá Argentínu - jafntefli gegn Dönum og eins marks tap gegn Póllandi. Þá er ekkert langt í okkur. Ég sá spá fyrir mótið þar sem okkur var spáð sextánda sæti og Argentína því sautjánda. Það er því ekki mikið á milli,“ sagði hann. Á blaðamannafundi þýska landsliðsins í gær kom fram að Dagur hafi ákveðið að breyta um varnarafbrigði aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik. Hann ákvað að láta liðið spila vörn sem það hafði ekki einu sinni æft á æfingum. Stefan Kretzschmar, sérfræðingur Sport 1 í Þýskalandi, var á fundinum og Vísir fékk álit hans á þessu útspili Dags. „Hann er sífelld hugsandi og er mjög skapandi. Þetta var í raun bara gert nokkrum klukkutímum fyrir leik og að breyta um varnartaktík gegn Dönum með svo skömmum fyrirvara er ótrúlegt,“ sagði Kretzschmar og hló. Dagur sagði að þetta hafi verið eitthvað sem hann hafi verið að byrja að hugsa um í rútunni heim á hótel eftir æfingu liðsins fyrir leikinn gegn Dönum. „Ég fékk þessa hugmynd og þá var það bara gert. Það gekk ágætlega og varð okkur alla vega ekki að falli. Við vildum koma þeim á óvart og ná þannig að lifa af fyrstu 20 mínútur leiksins. Það tókst og við komumst vel inn í hálfleikinn.“ „Þetta er auðvitað stórhættulegt,“ játar hann og brosir. „Leikmenn geta ekkert sagt enda hafa þeir ekkert um þetta að segja. En ég held að þeir hafi verið nokkur sáttir með þetta og alltaf betra þegar svona hlutir ganga þokkalega upp.“ Hann segist ekkert vera farinn að velta því fyrir sér hvaða andstæðing liðið gæti fengið í 16-liða úrslitum - hvort það verði íslenska liðið eða eitthvert annað. Hann segir að það séu of margir óvissuþættir til þess. Þó svo að Dagur hafi ekki haft tíma til að horfa á leiki íslenska liðsins þá hrósaði hann því fyrir úrslitin gegn Frakklandi. „Þetta voru flott úrslit og strákarnir eru sjóaðir og vita að mótið er rétt að byrja.“ HM 2015 í Katar Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Sjá meira
Ummæli Dags Sigurðssonar á blaðamannafundi þýska liðsins í Doha í gær vöktu mikla athygli. Hann greindi frá því að hann hafi ákveðið að láta þýska liðið spila nýtt varnarafbrigði í leiknum gegn Dönum í fyrradag með aðeins nokkurra klukkustunda fyrirvara. Leikmenn fengu ekki tækifæri til að æfa vörnina sérstaklega og fóru aðeins eftir fyrirmælum Dags. Herbragðið gekk eftir - Þjóðverjar voru ekki langt frá því að vinna leikinn en niðurstaðan varð jafntefli sem að öllum líkindum fór langleiðina með að tryggja Þýskalandi sigur í hinum geysisterka D-riðli. „Þetta var mjög skemmtilegt framhald af mótinu hjá okkur. Þetta hefur verið mjög knappt allt saman og hörkuleikir. Það er því gaman að sjá að strákarnir standa í lappirnar og fá eitthvað út úr þessu,“ sagði Dagur við Vísi í gær. „Maður sér til að mynda hvernig hefur farið gegn Rússunum. Þeir hafa tapað tveimur leikjum [gegn Þýskalandi og Póllandi] með aðeins einu marki. Danir gera svo tvö jafntefli. Þetta er afar jafn riðill og erfiður.“ Þýskaland er efst í D-riðli og mun með sigrum á Argentínu og Sádí-Arabíu í síðustu tveimur leikjunum tryggja sér sigur í riðlinum. Hann segir að það sé ekki erfitt að einbeita sér að einu verkefni í einu og hugsa ekki of langt fram í tímann. „Það er ágætt að vera búnir að fá þessi úrslit hjá Argentínu - jafntefli gegn Dönum og eins marks tap gegn Póllandi. Þá er ekkert langt í okkur. Ég sá spá fyrir mótið þar sem okkur var spáð sextánda sæti og Argentína því sautjánda. Það er því ekki mikið á milli,“ sagði hann. Á blaðamannafundi þýska landsliðsins í gær kom fram að Dagur hafi ákveðið að breyta um varnarafbrigði aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik. Hann ákvað að láta liðið spila vörn sem það hafði ekki einu sinni æft á æfingum. Stefan Kretzschmar, sérfræðingur Sport 1 í Þýskalandi, var á fundinum og Vísir fékk álit hans á þessu útspili Dags. „Hann er sífelld hugsandi og er mjög skapandi. Þetta var í raun bara gert nokkrum klukkutímum fyrir leik og að breyta um varnartaktík gegn Dönum með svo skömmum fyrirvara er ótrúlegt,“ sagði Kretzschmar og hló. Dagur sagði að þetta hafi verið eitthvað sem hann hafi verið að byrja að hugsa um í rútunni heim á hótel eftir æfingu liðsins fyrir leikinn gegn Dönum. „Ég fékk þessa hugmynd og þá var það bara gert. Það gekk ágætlega og varð okkur alla vega ekki að falli. Við vildum koma þeim á óvart og ná þannig að lifa af fyrstu 20 mínútur leiksins. Það tókst og við komumst vel inn í hálfleikinn.“ „Þetta er auðvitað stórhættulegt,“ játar hann og brosir. „Leikmenn geta ekkert sagt enda hafa þeir ekkert um þetta að segja. En ég held að þeir hafi verið nokkur sáttir með þetta og alltaf betra þegar svona hlutir ganga þokkalega upp.“ Hann segist ekkert vera farinn að velta því fyrir sér hvaða andstæðing liðið gæti fengið í 16-liða úrslitum - hvort það verði íslenska liðið eða eitthvert annað. Hann segir að það séu of margir óvissuþættir til þess. Þó svo að Dagur hafi ekki haft tíma til að horfa á leiki íslenska liðsins þá hrósaði hann því fyrir úrslitin gegn Frakklandi. „Þetta voru flott úrslit og strákarnir eru sjóaðir og vita að mótið er rétt að byrja.“
HM 2015 í Katar Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn