Jóhann Berg: Ég lenti í bölvuðu veseni en ég er klár núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2015 08:15 Vísir/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er í frábæru formi, laus við meiðslin og líklegur til að fá sæti í byrjunarliðinu á móti Kasakstan á morgun. Hann missti nánast alveg af fyrstu fjórum leikjum Íslands í undankeppninni. „Þetta er mjög mikilvægur leikur. Eins og menn hafa verið að tala um þá verðum við að vinna þennan leik til að eiga einhvern möguleika á því að komast áfram," segir Jóhann Berg. Hann vill sjá betri frammistöðu en á móti Tékkum. „Ég held að við þurfum að spila boltanum betur en í síðasta leik. Við spiluðum þá boltanum ekki nógu vel og vorum kannski frekar stressaðir á móti Tékkum enda var mikið undir í þeim leik. Það er líka mikið undir hér en við verðum bara að spila boltanum því það hefur alltaf gengið best hjá okkur," segir Jóhann Berg. Hann spilaði bara í þrettán mínútur í fyrstu fjórum leikjum íslenska liðsins í undankeppni EM 2016 en þær komu í síðasta leiknum á móti Tékkum. „Ég lenti í meiðslum og bölvuðu veseni en ég er klár núna og vonandi get ég hjálpað liðinu eitthvað. Þjálfarnir sjá um að velja byrjunarliðið en að sjálfsögðu vill ég byrja alla leiki og vonandi byrja ég á laugardaginn. Það er langt síðan ég losnaði við þessi meiðsli. Ég er eins og nýr maður í dag. Ég er klár í 90 mínútur," segir Jóhann Berg. Jóhann Berg hefur skorað átta mörk fyrir Charlton í ensku b-deildinni á tímabilinu og kann greinilega mjög vel við sig hjá Lundúnafélaginu. „Það hefur gengið mjög vel og ég hef sjálfur verið að skora og spila mjög vel. Ég er því fullur sjálfstrausts," segir Jóhann Berg. „Við höfðum sagt það sjálfir að við viljum vinna þennan leik og auðvitað er kannski erfitt að segja að við eigum að vinna einhvern fótboltaleik en að sama skapi teljum við okkur vera með betra lið en þeir. Vonandi vinnum við því þennan leik," segir Jóhann Berg og hann kvartar ekki yfir vallaraðstæðum. „Gervigrasið er allt í lagi. Ég held að flestir okkar hafi spilað á gervigrasi áður og það er engin afsökun. Grasið er náttúrulega alltaf betra en það er engin afsökun fyrir okkur að vera spila á gervigrasi. Vonandi getum við náð að spila betur en í síðasta leik og ná í þessa þrjá punkta því þá verður leikurinn í sumar svakalegur," segir Jóhann Berg. Íslenska liðið er í öðru sæti riðilsins en tvö efstu sætin gefa sæti á Evrópumótinu. „Það er mjög góða staða og við getum ekki kvartað þótt að við hefðum viljað fá meira út úr síðasta leik. Við erum ennþá inn í þessu og það er það sem skiptir máli," sagði Jóhann Berg. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er í frábæru formi, laus við meiðslin og líklegur til að fá sæti í byrjunarliðinu á móti Kasakstan á morgun. Hann missti nánast alveg af fyrstu fjórum leikjum Íslands í undankeppninni. „Þetta er mjög mikilvægur leikur. Eins og menn hafa verið að tala um þá verðum við að vinna þennan leik til að eiga einhvern möguleika á því að komast áfram," segir Jóhann Berg. Hann vill sjá betri frammistöðu en á móti Tékkum. „Ég held að við þurfum að spila boltanum betur en í síðasta leik. Við spiluðum þá boltanum ekki nógu vel og vorum kannski frekar stressaðir á móti Tékkum enda var mikið undir í þeim leik. Það er líka mikið undir hér en við verðum bara að spila boltanum því það hefur alltaf gengið best hjá okkur," segir Jóhann Berg. Hann spilaði bara í þrettán mínútur í fyrstu fjórum leikjum íslenska liðsins í undankeppni EM 2016 en þær komu í síðasta leiknum á móti Tékkum. „Ég lenti í meiðslum og bölvuðu veseni en ég er klár núna og vonandi get ég hjálpað liðinu eitthvað. Þjálfarnir sjá um að velja byrjunarliðið en að sjálfsögðu vill ég byrja alla leiki og vonandi byrja ég á laugardaginn. Það er langt síðan ég losnaði við þessi meiðsli. Ég er eins og nýr maður í dag. Ég er klár í 90 mínútur," segir Jóhann Berg. Jóhann Berg hefur skorað átta mörk fyrir Charlton í ensku b-deildinni á tímabilinu og kann greinilega mjög vel við sig hjá Lundúnafélaginu. „Það hefur gengið mjög vel og ég hef sjálfur verið að skora og spila mjög vel. Ég er því fullur sjálfstrausts," segir Jóhann Berg. „Við höfðum sagt það sjálfir að við viljum vinna þennan leik og auðvitað er kannski erfitt að segja að við eigum að vinna einhvern fótboltaleik en að sama skapi teljum við okkur vera með betra lið en þeir. Vonandi vinnum við því þennan leik," segir Jóhann Berg og hann kvartar ekki yfir vallaraðstæðum. „Gervigrasið er allt í lagi. Ég held að flestir okkar hafi spilað á gervigrasi áður og það er engin afsökun. Grasið er náttúrulega alltaf betra en það er engin afsökun fyrir okkur að vera spila á gervigrasi. Vonandi getum við náð að spila betur en í síðasta leik og ná í þessa þrjá punkta því þá verður leikurinn í sumar svakalegur," segir Jóhann Berg. Íslenska liðið er í öðru sæti riðilsins en tvö efstu sætin gefa sæti á Evrópumótinu. „Það er mjög góða staða og við getum ekki kvartað þótt að við hefðum viljað fá meira út úr síðasta leik. Við erum ennþá inn í þessu og það er það sem skiptir máli," sagði Jóhann Berg.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira