Forsetakjör FIFA fer fram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2015 10:14 Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, á blaðamannafundinum í morgun. vísir/afp Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich.Sjá einnig: Sex háttsettir starfsmenn FIFA handteknir. Á blaðamannafundi sem FIFA boðaði til í morgun, þar sem De Gregorio sat fyrir svörum, sagði hann að forseti sambandsins, hinn umdeildi Sepp Blatter, sé rólegur þrátt fyrir atburði næturinnar.Ekki dansandi af gleði „Við höfum öll orðið fyrir skaða en forsetinn er ekki flæktur í málið, hvernig er þá hægt að færa rök fyrir því að hann eigi að stíga til hliðar? „Hann er forsetinn og ef hann er endurkjörinn verður hann forseti næstu fjögur árin. „Hann er ekki dansandi af gleði á skrifstofunni sinni. En hann er mjög rólegur og samvinnufús,“ sagði De Gregorio. Hann svaraði því jafnframt játandi að HM í fótbolta færi fram í Rússlandi 2018 og í Katar fjórum árum seinna en úthlutun heimsmeistaramótsins til þessara landa hefur verið mjög umdeild. De Gregorio sagði að þótt málið sé vissulega ekki gott fyrir ímynd FIFA fagni sambandið rannsókninni og það vinni náið með lögreglunni að henni. Hann sagði að FIFA hefði upphaflega átt frumkvæði að rannsókninni í nóvember á síðasta ári.Tímasetningin hentug Aðspurður um tímasetninguna á handtökunum sagði De Gregorio að hún hafi verið hentug í ljósi þess að allir stjórnarmenn FIFA voru staddir á ársþinginu og því væri auðveldara að ræða við þá en ef þeir væru staddir hver í sínu landinu. Hann sagði jafnframt að hvorki hann né aðrir háttsettir einstaklingar innan FIFA hafi haft hugmynd um að handtökurnar myndu eiga sér stað í nótt.Sepp Blatter var ekki meðal þeirra handteknu í nótt.vísir/getty FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Leik lokið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjörið: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sjá meira
Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich.Sjá einnig: Sex háttsettir starfsmenn FIFA handteknir. Á blaðamannafundi sem FIFA boðaði til í morgun, þar sem De Gregorio sat fyrir svörum, sagði hann að forseti sambandsins, hinn umdeildi Sepp Blatter, sé rólegur þrátt fyrir atburði næturinnar.Ekki dansandi af gleði „Við höfum öll orðið fyrir skaða en forsetinn er ekki flæktur í málið, hvernig er þá hægt að færa rök fyrir því að hann eigi að stíga til hliðar? „Hann er forsetinn og ef hann er endurkjörinn verður hann forseti næstu fjögur árin. „Hann er ekki dansandi af gleði á skrifstofunni sinni. En hann er mjög rólegur og samvinnufús,“ sagði De Gregorio. Hann svaraði því jafnframt játandi að HM í fótbolta færi fram í Rússlandi 2018 og í Katar fjórum árum seinna en úthlutun heimsmeistaramótsins til þessara landa hefur verið mjög umdeild. De Gregorio sagði að þótt málið sé vissulega ekki gott fyrir ímynd FIFA fagni sambandið rannsókninni og það vinni náið með lögreglunni að henni. Hann sagði að FIFA hefði upphaflega átt frumkvæði að rannsókninni í nóvember á síðasta ári.Tímasetningin hentug Aðspurður um tímasetninguna á handtökunum sagði De Gregorio að hún hafi verið hentug í ljósi þess að allir stjórnarmenn FIFA voru staddir á ársþinginu og því væri auðveldara að ræða við þá en ef þeir væru staddir hver í sínu landinu. Hann sagði jafnframt að hvorki hann né aðrir háttsettir einstaklingar innan FIFA hafi haft hugmynd um að handtökurnar myndu eiga sér stað í nótt.Sepp Blatter var ekki meðal þeirra handteknu í nótt.vísir/getty
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Leik lokið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjörið: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sjá meira
Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32