Forsetakjör FIFA fer fram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2015 10:14 Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, á blaðamannafundinum í morgun. vísir/afp Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich.Sjá einnig: Sex háttsettir starfsmenn FIFA handteknir. Á blaðamannafundi sem FIFA boðaði til í morgun, þar sem De Gregorio sat fyrir svörum, sagði hann að forseti sambandsins, hinn umdeildi Sepp Blatter, sé rólegur þrátt fyrir atburði næturinnar.Ekki dansandi af gleði „Við höfum öll orðið fyrir skaða en forsetinn er ekki flæktur í málið, hvernig er þá hægt að færa rök fyrir því að hann eigi að stíga til hliðar? „Hann er forsetinn og ef hann er endurkjörinn verður hann forseti næstu fjögur árin. „Hann er ekki dansandi af gleði á skrifstofunni sinni. En hann er mjög rólegur og samvinnufús,“ sagði De Gregorio. Hann svaraði því jafnframt játandi að HM í fótbolta færi fram í Rússlandi 2018 og í Katar fjórum árum seinna en úthlutun heimsmeistaramótsins til þessara landa hefur verið mjög umdeild. De Gregorio sagði að þótt málið sé vissulega ekki gott fyrir ímynd FIFA fagni sambandið rannsókninni og það vinni náið með lögreglunni að henni. Hann sagði að FIFA hefði upphaflega átt frumkvæði að rannsókninni í nóvember á síðasta ári.Tímasetningin hentug Aðspurður um tímasetninguna á handtökunum sagði De Gregorio að hún hafi verið hentug í ljósi þess að allir stjórnarmenn FIFA voru staddir á ársþinginu og því væri auðveldara að ræða við þá en ef þeir væru staddir hver í sínu landinu. Hann sagði jafnframt að hvorki hann né aðrir háttsettir einstaklingar innan FIFA hafi haft hugmynd um að handtökurnar myndu eiga sér stað í nótt.Sepp Blatter var ekki meðal þeirra handteknu í nótt.vísir/getty FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Sjá meira
Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich.Sjá einnig: Sex háttsettir starfsmenn FIFA handteknir. Á blaðamannafundi sem FIFA boðaði til í morgun, þar sem De Gregorio sat fyrir svörum, sagði hann að forseti sambandsins, hinn umdeildi Sepp Blatter, sé rólegur þrátt fyrir atburði næturinnar.Ekki dansandi af gleði „Við höfum öll orðið fyrir skaða en forsetinn er ekki flæktur í málið, hvernig er þá hægt að færa rök fyrir því að hann eigi að stíga til hliðar? „Hann er forsetinn og ef hann er endurkjörinn verður hann forseti næstu fjögur árin. „Hann er ekki dansandi af gleði á skrifstofunni sinni. En hann er mjög rólegur og samvinnufús,“ sagði De Gregorio. Hann svaraði því jafnframt játandi að HM í fótbolta færi fram í Rússlandi 2018 og í Katar fjórum árum seinna en úthlutun heimsmeistaramótsins til þessara landa hefur verið mjög umdeild. De Gregorio sagði að þótt málið sé vissulega ekki gott fyrir ímynd FIFA fagni sambandið rannsókninni og það vinni náið með lögreglunni að henni. Hann sagði að FIFA hefði upphaflega átt frumkvæði að rannsókninni í nóvember á síðasta ári.Tímasetningin hentug Aðspurður um tímasetninguna á handtökunum sagði De Gregorio að hún hafi verið hentug í ljósi þess að allir stjórnarmenn FIFA voru staddir á ársþinginu og því væri auðveldara að ræða við þá en ef þeir væru staddir hver í sínu landinu. Hann sagði jafnframt að hvorki hann né aðrir háttsettir einstaklingar innan FIFA hafi haft hugmynd um að handtökurnar myndu eiga sér stað í nótt.Sepp Blatter var ekki meðal þeirra handteknu í nótt.vísir/getty
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Sjá meira
Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32