Skoðar fjölgun ferða og 30-sæta flugvélar Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júní 2015 19:53 Flugfélagið Ernir sér fram á að fjölga ferðum til Húsavíkur vegna iðnaðaruppbyggingar og skoðar jafnframt kaup á 30 sæta vélum. Fjölgun farþega til Vestmannaeyja og Hornafjarðar kallar einnig á stærri vélar. Þetta kom fram í viðtali við Hörð Guðmundsson, forstjóra Ernis, í fréttum Stöðvar 2. Áætlunarflug milli Reykjavíkur og Húsavíkur hafði legið niðri um tólf ára skeið þegar Flugfélagið Ernir endurvakti flugleiðina fyrir þremur árum. Svo glaðir voru Þingeyingar að þrjúhundruð manns mættu á Aðaldalsflugvöll til að fagna Herði Guðmundssyni og félögum sem byrjuðu með því að fljúga nítján sæta Jetstream-vélum fjóra daga vikunnar, alls sjö ferðir í viku.Frá fyrsta flugi Ernis til Húsavíkur vorið 2012. Þá voru 7 ferðir í viku, núna eru 11-12 ferðir. Hörður býst að þeim fjölgi í 15-20 á viku.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.En nú er orðin gjörbreytt staða með Húsavíkurflugið. Þar eru að fara í gang mestu framkvæmdir Norðurlands og þær kalla á meira flug. „Við erum að fara 11-12 ferðir núna, sem er bara áætlun, fyrir utan aukaferðir, sem við erum að fara nánast í hverri einustu viku núna. Ég á von á að því að þetta gætu orðið þetta 15-20 ferðir í viku meðan framkvæmdir eru í gangi,“ segir Hörður. Flugfélagið Ernir skoðar nú hvort þörf sé á að taka í notkun 30 sæta vél til Húsavíkur, eins og af gerðinni Jetstream 41 og Saab 340.„Yfir sumarmánuðina þá er alveg full þörf á slíkri vél, allavega hluta úr vikunni, aðeins stærri vél. En við munum byrja á því að fara varlega af stað og nota þann kost sem við höfum til staðar. En þegar líður á haustið og við sjáum hvert stefnir svona almennilega í þessum málum þá munum við taka frekari ákvarðanir um framhald,“ segir Hörður. En það er ekki bara Húsavík. Fleiri áætlunarstaðir hjá félaginu kalla á aukið flug og stærri vél og nefnir Hörður Vestmannaeyjar og Hornafjörð. Þangað sé vaxandi farþegafjöldi, eins og er. „Þetta hefur verið í lægðinni og við erum að sjá í fyrsta skipti núna í nokkur ár að það er að fjölga farþegum frá mánuði til mánaðar, miðað við sömu mánuði á síðasta ári og þar áður.“ Þegar spurt er hvort unnt sé að lækka flugfargjöldin vill Hörður beina umræðunni að ríkisvaldinu. „Þetta á að vera hægt með því að laga skattaumhverfið og álögur og gjöld.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugmiðinn á 8.500 krónur Ernir og Framsýn semja. 4. apríl 2015 10:00 Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 Helmingi stærri vél leysir af Fokkerinn Hálfrar aldar þjónustu Fokkeranna við landsmenn lýkur senn. Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skipta þeim út fyrir helmingi stærri vélar, Bombardier Q400, sem taka 74 farþega. 16. mars 2015 20:15 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Flugfélagið Ernir sér fram á að fjölga ferðum til Húsavíkur vegna iðnaðaruppbyggingar og skoðar jafnframt kaup á 30 sæta vélum. Fjölgun farþega til Vestmannaeyja og Hornafjarðar kallar einnig á stærri vélar. Þetta kom fram í viðtali við Hörð Guðmundsson, forstjóra Ernis, í fréttum Stöðvar 2. Áætlunarflug milli Reykjavíkur og Húsavíkur hafði legið niðri um tólf ára skeið þegar Flugfélagið Ernir endurvakti flugleiðina fyrir þremur árum. Svo glaðir voru Þingeyingar að þrjúhundruð manns mættu á Aðaldalsflugvöll til að fagna Herði Guðmundssyni og félögum sem byrjuðu með því að fljúga nítján sæta Jetstream-vélum fjóra daga vikunnar, alls sjö ferðir í viku.Frá fyrsta flugi Ernis til Húsavíkur vorið 2012. Þá voru 7 ferðir í viku, núna eru 11-12 ferðir. Hörður býst að þeim fjölgi í 15-20 á viku.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.En nú er orðin gjörbreytt staða með Húsavíkurflugið. Þar eru að fara í gang mestu framkvæmdir Norðurlands og þær kalla á meira flug. „Við erum að fara 11-12 ferðir núna, sem er bara áætlun, fyrir utan aukaferðir, sem við erum að fara nánast í hverri einustu viku núna. Ég á von á að því að þetta gætu orðið þetta 15-20 ferðir í viku meðan framkvæmdir eru í gangi,“ segir Hörður. Flugfélagið Ernir skoðar nú hvort þörf sé á að taka í notkun 30 sæta vél til Húsavíkur, eins og af gerðinni Jetstream 41 og Saab 340.„Yfir sumarmánuðina þá er alveg full þörf á slíkri vél, allavega hluta úr vikunni, aðeins stærri vél. En við munum byrja á því að fara varlega af stað og nota þann kost sem við höfum til staðar. En þegar líður á haustið og við sjáum hvert stefnir svona almennilega í þessum málum þá munum við taka frekari ákvarðanir um framhald,“ segir Hörður. En það er ekki bara Húsavík. Fleiri áætlunarstaðir hjá félaginu kalla á aukið flug og stærri vél og nefnir Hörður Vestmannaeyjar og Hornafjörð. Þangað sé vaxandi farþegafjöldi, eins og er. „Þetta hefur verið í lægðinni og við erum að sjá í fyrsta skipti núna í nokkur ár að það er að fjölga farþegum frá mánuði til mánaðar, miðað við sömu mánuði á síðasta ári og þar áður.“ Þegar spurt er hvort unnt sé að lækka flugfargjöldin vill Hörður beina umræðunni að ríkisvaldinu. „Þetta á að vera hægt með því að laga skattaumhverfið og álögur og gjöld.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugmiðinn á 8.500 krónur Ernir og Framsýn semja. 4. apríl 2015 10:00 Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 Helmingi stærri vél leysir af Fokkerinn Hálfrar aldar þjónustu Fokkeranna við landsmenn lýkur senn. Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skipta þeim út fyrir helmingi stærri vélar, Bombardier Q400, sem taka 74 farþega. 16. mars 2015 20:15 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17
Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45
Helmingi stærri vél leysir af Fokkerinn Hálfrar aldar þjónustu Fokkeranna við landsmenn lýkur senn. Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skipta þeim út fyrir helmingi stærri vélar, Bombardier Q400, sem taka 74 farþega. 16. mars 2015 20:15