Draumurinn kann þetta ennþá | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. ágúst 2015 19:15 Hakeem sýndi að hann hefur engu gleymt. vísir/afp Fyrsti NBA-leikurinn í Afríku fór fram í dag þegar heimsliðið vann úrvalslið Afríku, 101-97, í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Í úrvalsliði Afríku, sem var skipað Afríkumönnum eða leikmönnum af afrískum ættum, voru leikmenn á borð við Loul Deng, Nicolas Batum og Boris Diaw, auk þess sem gömlu hetjurnar Dikembe Mutombo og Hakeem Olajuwon stigu á stokk. Hinn 52 ára gamli Hakeem sýndi að hann hefur engu gleymt en mikil fagnaðarlæti brutust út þegar hann setti niður stökkskot í 2. leikhluta eftir eina eina af sínum frægu gabbhreyfingum. Körfuna má sjá í myndbandinu hér að neðan. „Þetta var eftirminnileg reynsla,“ sagði Chris Paul, leikstjórnandi Los Angeles Clippers, sem var fyrirliði heimsliðsins sem innihélt m.a. Bradley Beal, Kenneth Farid, Nikola Vucevic og spænsku bræðurna Pau og Marc Gasol. „Ég sagði við Drauminn (viðurnefni Hakeems) að ég gæti ekki ímyndað hvernig hann hefði verið þegar hann var upp á sitt besta, miðað við hvernig hann hreyfir sig í dag.“ Beal var stigahæstur í heimsliðinu með 18 stig, en Lionel Hollins, þjálfari Brooklyn Nets, stýrði því. Giannis Antetokounmpo, leikmaður Milwaukee Bucks, skoraði 22 stig fyrir Afríkuliðið sem Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, stýrði. Loul Deng, leikmaður Miami Heat, segir að viðburður sem þessi sé mikilvægur fyrir útbreiðslu körfuboltans. „Þegar ég var krakki átti ég aldrei möguleika á að sjá NBA-leiki og hvað þá að hitta stjörnurnar. Ég get ekki lýst því hvernig það er að koma aftur til Afríku og taka þátt í svona leik,“ sagði Deng sem fæddist í Suður-Súdan. NBA Tengdar fréttir Markmiðið er að einn daginn verði NBA leikur í Afríku Framkvæmdarstjóri NBA-deildarinnar segir að markmiðið sé að undirbúningsleikur og síðar leikur í NBA-deildinni fari fram í Afríku einn daginn. 30. júlí 2015 20:30 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Fyrsti NBA-leikurinn í Afríku fór fram í dag þegar heimsliðið vann úrvalslið Afríku, 101-97, í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Í úrvalsliði Afríku, sem var skipað Afríkumönnum eða leikmönnum af afrískum ættum, voru leikmenn á borð við Loul Deng, Nicolas Batum og Boris Diaw, auk þess sem gömlu hetjurnar Dikembe Mutombo og Hakeem Olajuwon stigu á stokk. Hinn 52 ára gamli Hakeem sýndi að hann hefur engu gleymt en mikil fagnaðarlæti brutust út þegar hann setti niður stökkskot í 2. leikhluta eftir eina eina af sínum frægu gabbhreyfingum. Körfuna má sjá í myndbandinu hér að neðan. „Þetta var eftirminnileg reynsla,“ sagði Chris Paul, leikstjórnandi Los Angeles Clippers, sem var fyrirliði heimsliðsins sem innihélt m.a. Bradley Beal, Kenneth Farid, Nikola Vucevic og spænsku bræðurna Pau og Marc Gasol. „Ég sagði við Drauminn (viðurnefni Hakeems) að ég gæti ekki ímyndað hvernig hann hefði verið þegar hann var upp á sitt besta, miðað við hvernig hann hreyfir sig í dag.“ Beal var stigahæstur í heimsliðinu með 18 stig, en Lionel Hollins, þjálfari Brooklyn Nets, stýrði því. Giannis Antetokounmpo, leikmaður Milwaukee Bucks, skoraði 22 stig fyrir Afríkuliðið sem Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, stýrði. Loul Deng, leikmaður Miami Heat, segir að viðburður sem þessi sé mikilvægur fyrir útbreiðslu körfuboltans. „Þegar ég var krakki átti ég aldrei möguleika á að sjá NBA-leiki og hvað þá að hitta stjörnurnar. Ég get ekki lýst því hvernig það er að koma aftur til Afríku og taka þátt í svona leik,“ sagði Deng sem fæddist í Suður-Súdan.
NBA Tengdar fréttir Markmiðið er að einn daginn verði NBA leikur í Afríku Framkvæmdarstjóri NBA-deildarinnar segir að markmiðið sé að undirbúningsleikur og síðar leikur í NBA-deildinni fari fram í Afríku einn daginn. 30. júlí 2015 20:30 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Markmiðið er að einn daginn verði NBA leikur í Afríku Framkvæmdarstjóri NBA-deildarinnar segir að markmiðið sé að undirbúningsleikur og síðar leikur í NBA-deildinni fari fram í Afríku einn daginn. 30. júlí 2015 20:30