Enn af gengislánum Ólafur Stephensen skrifar 9. september 2015 11:00 Félag atvinnurekenda vakti síðastliðið vor athygli á stöðu gengislána fyrirtækja. Sjö árum eftir hrun, að gengnum um 200 héraðsdómum og 70 Hæstaréttardómum um gengislán, er enn ágreiningur um gríðarlegar fjárhæðir á milli bankanna og fyrirtækja sem tóku gengislán fyrir hrun. Þessi staða stendur mörgum fyrirtækjum fyrir þrifum og dregur úr þeim kraftinn til sóknar og fjárfestinga. Samkvæmt úttekt sem unnin var fyrir FA voru gengislán upp á um 547 milljarða króna enn í ágreiningi í byrjun þessa árs. Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) báru brigður á þessa tölu og segja lán í ágreiningi nær 100 milljörðum. Ekki voru þó lögð fram nein gögn frá bönkunum sem staðfesta þá fullyrðingu. Vandinn við að meta umfangið nákvæmlega liggur einmitt í því að bankarnir og Fjármálaeftirlitið hafa ekki viljað gefa upplýsingar um stöðu mála.Bankarnir veita ekki upplýsingarVonir um að umræðan yrði til þess að auka upplýsingagjöf um stöðu gengislánanna af hálfu stóru viðskiptabankanna urðu að engu í byrjun sumars, þegar fjármálaráðuneytið birti svar sitt við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns um stöðu gengislánanna. Bankarnir neituðu allir að gefa þær upplýsingar sem ráðuneytið fór fram á fyrir hönd Alþingis. Stærstur hluti gengislána fyrirtækja er í Landsbankanum og flestir hæstaréttardómar vegna þeirra hafa jafnframt fallið í ágreiningsmálum ríkisbankans og viðskiptavina hans. Það hefur þó ekki dugað til að leysa mál fjölmargra fyrirtækja. Bankinn hefur stuðzt við mjög hæpna túlkun á dómi Hæstaréttar í máli Haga ehf. gegn Arion banka, þar sem dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Hagar hefðu vegna stærðar sinnar og sérþekkingar á fjármálum ekki verið í aðstöðumun gagnvart bankanum eða viðbótarkrafa bankans valdið fyrirtækinu þeirri fjárhagslegu röskun að fullnaðarkvittanareglan svokallaða gilti gagnvart fyrirtækinu. Í henni felst að viðkomandi félag hafi samkvæmt kvittunum staðið skil á vöxtum og afborgunum og verði ekki krafið um frekari vexti, þ.e. almenna óverðtryggða vexti Seðlabanka Íslands sem voru mjög háir, fóru hæst í 21% um tíma.Hæpin túlkun og gengur ekki jafnt yfir allaLandsbankinn virðist hafa ákveðið að miða við skilgreiningu Evrópusambandsins á litlu fyrirtæki, með minna en u.þ.b. 1,5 milljarða króna veltu, þegar ákveðið er hvaða fyrirtæki eigi að njóta fullnaðarkvittanareglunnar. Fyrirtæki sem eru með meiri veltu eru þá samkvæmt túlkun bankans ekki í aðstöðumun gagnvart honum, burtséð frá eðli starfseminnar. Í því felst að mikill fjöldi fyrirtækja á Íslandi, þar með talin smærri fyrirtæki sem hafa enga sérþekkingu á lánamálum, eru ekki talin vera í aðstöðumun gagnvart bankastofnunum. Þessi túlkun á dómi Hæstaréttar orkar augljóslega mjög tvímælis. Ofan á það bætist að henni virðist ekki vera haldið fram jafnt gagnvart öllum viðskiptavinum bankans. Félagi atvinnurekenda hafa þannig borizt ábendingar, studdar gögnum, um að fyrirtæki sem eru vel yfir veltumörkunum hafi fengið að njóta fullnaðarkvittanareglunnar og fengið lán sín endurútreiknuð á grundvelli hennar, um leið og sambærileg fyrirtæki af svipaðri stærð eru sett í flokk með Högum og ekki talinn hafa verið aðstöðumunur á þeim og bankanum þegar gengið var frá gengisláninu.Sér ekki fyrir endann á vandanumMörgum fyrirtækjaeigendum hefur komið spánskt fyrir sjónir að samkvæmt niðurstöðum dómstóla fái sambærileg gengislán fyrirtækja í sambærilegri stöðu, jafnvel keppinauta, mjög ólíka meðferð eftir formsatriðum í lánasamningum. Þegar við það bætist að dómar Hæstaréttar eru enn túlkaðir með hæpnum hætti af lánastofnunum og jafnvel ekki eins gagnvart sambærilegum fyrirtækjum er augljóst að við sjáum ekki fyrir endann á þeim vandræðum sem gengislánin valda enn íslenzku viðskiptalífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda vakti síðastliðið vor athygli á stöðu gengislána fyrirtækja. Sjö árum eftir hrun, að gengnum um 200 héraðsdómum og 70 Hæstaréttardómum um gengislán, er enn ágreiningur um gríðarlegar fjárhæðir á milli bankanna og fyrirtækja sem tóku gengislán fyrir hrun. Þessi staða stendur mörgum fyrirtækjum fyrir þrifum og dregur úr þeim kraftinn til sóknar og fjárfestinga. Samkvæmt úttekt sem unnin var fyrir FA voru gengislán upp á um 547 milljarða króna enn í ágreiningi í byrjun þessa árs. Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) báru brigður á þessa tölu og segja lán í ágreiningi nær 100 milljörðum. Ekki voru þó lögð fram nein gögn frá bönkunum sem staðfesta þá fullyrðingu. Vandinn við að meta umfangið nákvæmlega liggur einmitt í því að bankarnir og Fjármálaeftirlitið hafa ekki viljað gefa upplýsingar um stöðu mála.Bankarnir veita ekki upplýsingarVonir um að umræðan yrði til þess að auka upplýsingagjöf um stöðu gengislánanna af hálfu stóru viðskiptabankanna urðu að engu í byrjun sumars, þegar fjármálaráðuneytið birti svar sitt við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns um stöðu gengislánanna. Bankarnir neituðu allir að gefa þær upplýsingar sem ráðuneytið fór fram á fyrir hönd Alþingis. Stærstur hluti gengislána fyrirtækja er í Landsbankanum og flestir hæstaréttardómar vegna þeirra hafa jafnframt fallið í ágreiningsmálum ríkisbankans og viðskiptavina hans. Það hefur þó ekki dugað til að leysa mál fjölmargra fyrirtækja. Bankinn hefur stuðzt við mjög hæpna túlkun á dómi Hæstaréttar í máli Haga ehf. gegn Arion banka, þar sem dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Hagar hefðu vegna stærðar sinnar og sérþekkingar á fjármálum ekki verið í aðstöðumun gagnvart bankanum eða viðbótarkrafa bankans valdið fyrirtækinu þeirri fjárhagslegu röskun að fullnaðarkvittanareglan svokallaða gilti gagnvart fyrirtækinu. Í henni felst að viðkomandi félag hafi samkvæmt kvittunum staðið skil á vöxtum og afborgunum og verði ekki krafið um frekari vexti, þ.e. almenna óverðtryggða vexti Seðlabanka Íslands sem voru mjög háir, fóru hæst í 21% um tíma.Hæpin túlkun og gengur ekki jafnt yfir allaLandsbankinn virðist hafa ákveðið að miða við skilgreiningu Evrópusambandsins á litlu fyrirtæki, með minna en u.þ.b. 1,5 milljarða króna veltu, þegar ákveðið er hvaða fyrirtæki eigi að njóta fullnaðarkvittanareglunnar. Fyrirtæki sem eru með meiri veltu eru þá samkvæmt túlkun bankans ekki í aðstöðumun gagnvart honum, burtséð frá eðli starfseminnar. Í því felst að mikill fjöldi fyrirtækja á Íslandi, þar með talin smærri fyrirtæki sem hafa enga sérþekkingu á lánamálum, eru ekki talin vera í aðstöðumun gagnvart bankastofnunum. Þessi túlkun á dómi Hæstaréttar orkar augljóslega mjög tvímælis. Ofan á það bætist að henni virðist ekki vera haldið fram jafnt gagnvart öllum viðskiptavinum bankans. Félagi atvinnurekenda hafa þannig borizt ábendingar, studdar gögnum, um að fyrirtæki sem eru vel yfir veltumörkunum hafi fengið að njóta fullnaðarkvittanareglunnar og fengið lán sín endurútreiknuð á grundvelli hennar, um leið og sambærileg fyrirtæki af svipaðri stærð eru sett í flokk með Högum og ekki talinn hafa verið aðstöðumunur á þeim og bankanum þegar gengið var frá gengisláninu.Sér ekki fyrir endann á vandanumMörgum fyrirtækjaeigendum hefur komið spánskt fyrir sjónir að samkvæmt niðurstöðum dómstóla fái sambærileg gengislán fyrirtækja í sambærilegri stöðu, jafnvel keppinauta, mjög ólíka meðferð eftir formsatriðum í lánasamningum. Þegar við það bætist að dómar Hæstaréttar eru enn túlkaðir með hæpnum hætti af lánastofnunum og jafnvel ekki eins gagnvart sambærilegum fyrirtækjum er augljóst að við sjáum ekki fyrir endann á þeim vandræðum sem gengislánin valda enn íslenzku viðskiptalífi.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun