Fordæmalaust klúður meirihlutans Hildur Sverrisdóttir skrifar 23. september 2015 07:00 Undanfarna daga höfum við horft upp á ógurlegt klúður í borgarstjórn. Meirihlutinn hefur viðurkennt að hafa ekki haft hugmynd um hvað hann var að samþykkja þegar ákveðið var að sniðganga vörur frá Ísrael eða hverjar afleiðingarnar yrðu. Þær hafa reynst margvíslegar, bæði fyrir viðskiptahagsmuni og orðspor Íslands. Sumir spyrja: Var ekki verið að standa á prinsippum um mannréttindi? Er ekki sjálfsagt að taka afleiðingunum? Það væri það ef til þess bærir aðilar hefðu tekið ákvörðunina, í samstarfi við bandalagsríki okkar. En samþykkt borgarstjórnar gekk þvert á utanríkisstefnu Íslands og utanríkisviðskiptastefnuna eins og hún hefur verið praktíseruð; að eiga sem frjálsust viðskipti við öll ríki þótt við höfum mögulega enga velþóknun á stjórnarfari þeirra. Þessar heimatilbúnu refsiaðgerðir ganga líka gegn landslögum. Þess vegna eru neikvæðu afleiðingarnar ólíðandi; þær koma til af því að ákvörðunin var illa ígrunduð og undirbúin. Klúðrið vindur upp á sig nánast daglega. Borgarstjóri er duglegur að vitna í að innkaupastefna borgarinnar heimili ákvarðanir um innkaup á grundvelli mannréttindasjónarmiða. Í gær upplýstist á fundi mannréttindaráðs að framkvæmd þeirra ákvæða stefnunnar hefur aldrei verið útfærð og borgarkerfið telur það taka þrjú ár, enda vandasamt og hugsanlega illframkvæmanlegt innan ramma landslaga. Meirihlutinn hefur með öðrum orðum heldur ekki hugmynd um hvernig á að fylgja reglunum, sem hann vitnar stöðugt í. Ég stóð í þeirri trú að það ætti að reyna að vinda ofan af þessu máli á borgarstjórnarfundi í gær. Því miður virtist meirihlutinn ekki bera nógu mikla virðingu fyrir alvarleika þess til að svara skýrt hvort ætti að draga samþykktina til baka og setja afgerandi punkt eða finna nýja útfærslu á að sniðganga ísraelskar vörur. Í annarri atrennu reyndist meirihlutinn aftur illa undirbúinn og ræður ekki við málið. Það er þá ágætt að það er ekki hlutverk hans að beita ríki viðskiptaþvingunum. Nú ættu flokkarnir fjórir að leggja af sína vel meinandi en vanhugsuðu utanríkisstefnu og láta réttum stjórnvöldum eftir að styðja Palestínuríki og gagnrýna mannréttindabrot í Mið-Austurlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga höfum við horft upp á ógurlegt klúður í borgarstjórn. Meirihlutinn hefur viðurkennt að hafa ekki haft hugmynd um hvað hann var að samþykkja þegar ákveðið var að sniðganga vörur frá Ísrael eða hverjar afleiðingarnar yrðu. Þær hafa reynst margvíslegar, bæði fyrir viðskiptahagsmuni og orðspor Íslands. Sumir spyrja: Var ekki verið að standa á prinsippum um mannréttindi? Er ekki sjálfsagt að taka afleiðingunum? Það væri það ef til þess bærir aðilar hefðu tekið ákvörðunina, í samstarfi við bandalagsríki okkar. En samþykkt borgarstjórnar gekk þvert á utanríkisstefnu Íslands og utanríkisviðskiptastefnuna eins og hún hefur verið praktíseruð; að eiga sem frjálsust viðskipti við öll ríki þótt við höfum mögulega enga velþóknun á stjórnarfari þeirra. Þessar heimatilbúnu refsiaðgerðir ganga líka gegn landslögum. Þess vegna eru neikvæðu afleiðingarnar ólíðandi; þær koma til af því að ákvörðunin var illa ígrunduð og undirbúin. Klúðrið vindur upp á sig nánast daglega. Borgarstjóri er duglegur að vitna í að innkaupastefna borgarinnar heimili ákvarðanir um innkaup á grundvelli mannréttindasjónarmiða. Í gær upplýstist á fundi mannréttindaráðs að framkvæmd þeirra ákvæða stefnunnar hefur aldrei verið útfærð og borgarkerfið telur það taka þrjú ár, enda vandasamt og hugsanlega illframkvæmanlegt innan ramma landslaga. Meirihlutinn hefur með öðrum orðum heldur ekki hugmynd um hvernig á að fylgja reglunum, sem hann vitnar stöðugt í. Ég stóð í þeirri trú að það ætti að reyna að vinda ofan af þessu máli á borgarstjórnarfundi í gær. Því miður virtist meirihlutinn ekki bera nógu mikla virðingu fyrir alvarleika þess til að svara skýrt hvort ætti að draga samþykktina til baka og setja afgerandi punkt eða finna nýja útfærslu á að sniðganga ísraelskar vörur. Í annarri atrennu reyndist meirihlutinn aftur illa undirbúinn og ræður ekki við málið. Það er þá ágætt að það er ekki hlutverk hans að beita ríki viðskiptaþvingunum. Nú ættu flokkarnir fjórir að leggja af sína vel meinandi en vanhugsuðu utanríkisstefnu og láta réttum stjórnvöldum eftir að styðja Palestínuríki og gagnrýna mannréttindabrot í Mið-Austurlöndum.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun