Bandaríkjunum ekki treystandi fyrir gögnum Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. október 2015 07:00 Max Schrems höfðaði fyrir tveimur árum mál á hendur Facebook á Írlandi, og fagnaði sigri í gær. fréttablaðið/EPA Evrópudómstóllinn segir samning Evrópusambandsins við Bandaríkin um gagnavernd ógildan. Dómstóllinn segir samninginn engan veginn tryggja að stjórnvöld í Bandaríkjunum hnýsist ekki í netgögn einstaklinga sem geymd eru á vefþjónum í Bandaríkjunum. Þar með er bandarískum netfyrirtækjum á borð við Facebook, Apple, Google og Microsoft í reynd óheimilt að vista persónuleg gögn Evrópumanna í Bandaríkjunum, þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi þeirra þar. Dómstóllinn vísar í gagnaverndartilskipun Evrópusambandsins, en samkvæmt henni er ekki heimilt að flytja netgögn einstaklinga til annarra landa nema þau lönd tryggi vernd gagnanna. Samkvæmt þessu hafi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ekki verið heimilt að gera fyrrgreindan samning við Bandaríkin. Það var ungur laganemi í Austurríki, Maximilian Schrems, sem fyrir tveimur árum höfðaði mál gegn Facebook á Írlandi vegna samningsins stuttu eftir að Edward Snowden ljóstraði upp um netnjósnir bandarískra stjórnvalda. Schrems fagnaði í gær ákaflega niðurstöðu dómstólsins. „Ég vona að þetta verði eitt af mörgum (litlum) skrefum í áttina að breytingum,“ sagði hann á Twitter-síðu sinni eftir að dómurinn var fallinn. Snowden hefur einnig fagnað þessari niðurstöðu og segir dóminn ótvíræðan um að allt eftirlit með samskiptum sé brot á réttindum einstaklinga. „Niðurstaðan er sú að við erum öll öruggari,“ skrifar Snowden á Twitter-síðu sína og óskar Schrems til hamingju: „Þú hefur breytt heiminum til hins betra.“ Samningurinn um örugga höfn, sem nú telst ógildur, var gerður árið 2000 og hefur því verið í gildi í 15 ár. Hann snýst um öryggi gagna, sem flutt eru til annarra landa, en lætur það í raun fyrirtækjum á borð við Facebook eftir að votta öryggi gagnanna. Niðurstaða dómstólsins er hins vegar sú, að þetta séu fyrirtækin ófær um. Fyrir bandarísku fyrirtækin þýðir þetta, að vilji þau halda áfram að geyma gögn evrópskra ríkisborgara í Bandaríkjunum, þá verði þau að sjá til þess að vernd gagnanna uppfylli skilyrði Evrópusambandsins. Tækni Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Evrópudómstóllinn segir samning Evrópusambandsins við Bandaríkin um gagnavernd ógildan. Dómstóllinn segir samninginn engan veginn tryggja að stjórnvöld í Bandaríkjunum hnýsist ekki í netgögn einstaklinga sem geymd eru á vefþjónum í Bandaríkjunum. Þar með er bandarískum netfyrirtækjum á borð við Facebook, Apple, Google og Microsoft í reynd óheimilt að vista persónuleg gögn Evrópumanna í Bandaríkjunum, þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi þeirra þar. Dómstóllinn vísar í gagnaverndartilskipun Evrópusambandsins, en samkvæmt henni er ekki heimilt að flytja netgögn einstaklinga til annarra landa nema þau lönd tryggi vernd gagnanna. Samkvæmt þessu hafi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ekki verið heimilt að gera fyrrgreindan samning við Bandaríkin. Það var ungur laganemi í Austurríki, Maximilian Schrems, sem fyrir tveimur árum höfðaði mál gegn Facebook á Írlandi vegna samningsins stuttu eftir að Edward Snowden ljóstraði upp um netnjósnir bandarískra stjórnvalda. Schrems fagnaði í gær ákaflega niðurstöðu dómstólsins. „Ég vona að þetta verði eitt af mörgum (litlum) skrefum í áttina að breytingum,“ sagði hann á Twitter-síðu sinni eftir að dómurinn var fallinn. Snowden hefur einnig fagnað þessari niðurstöðu og segir dóminn ótvíræðan um að allt eftirlit með samskiptum sé brot á réttindum einstaklinga. „Niðurstaðan er sú að við erum öll öruggari,“ skrifar Snowden á Twitter-síðu sína og óskar Schrems til hamingju: „Þú hefur breytt heiminum til hins betra.“ Samningurinn um örugga höfn, sem nú telst ógildur, var gerður árið 2000 og hefur því verið í gildi í 15 ár. Hann snýst um öryggi gagna, sem flutt eru til annarra landa, en lætur það í raun fyrirtækjum á borð við Facebook eftir að votta öryggi gagnanna. Niðurstaða dómstólsins er hins vegar sú, að þetta séu fyrirtækin ófær um. Fyrir bandarísku fyrirtækin þýðir þetta, að vilji þau halda áfram að geyma gögn evrópskra ríkisborgara í Bandaríkjunum, þá verði þau að sjá til þess að vernd gagnanna uppfylli skilyrði Evrópusambandsins.
Tækni Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira