Heimilin í fyrsta sæti Þorsteinn Sæmundsson og Þórunn Egilsdóttir skrifar 1. október 2015 07:00 Ein helsta áhersla Framsóknar – á þessu kjörtímabili sem öðrum – hefur verið á heimilin í landinu. Í byrjun ársins fórum við að sjá áhrif leiðréttingarinnar á verðtryggðum húsnæðislánum og í vor var samþykkt, samhliða gerð kjarasamninga, að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir til úrbóta á húsnæðismarkaði, bæði fyrir leigjendur og eigendur. Á Íslandi höfum við glímt við fremur takmarkaðan leigumarkað síðustu ár. Fasteignir eru auglýstar til leigu og þá er slegist um hvern lausan fermetra. Þegar eftirspurnin er slík er eðlilegt að verðið hækki samhliða því og efnaminni fjölskyldur eiga þar með erfiðara með að standa undir venjulegum heimilisrekstri. Það er auðsjáanlegt að brýnt er að byggja upp leigumarkaðinn, bæði með auknu framboði hagkvæmra eininga og breytingu á húsaleigulögum. Þessar aðgerðir eru – ásamt fleirum – hluti af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í húsnæðismálum sem birt var síðastliðið vor og verða frumvörp þess efnis lögð fram á þingi nú í haust. Því fögnum við.Hagkvæmari kostur fyrir tekjulága Eitt af þessum frumvörpum gengur út á að leggja grunn að nýju leiguhúsnæði. Einungis á næsta ári er ráðgert að verja 1,5 milljörðum króna í verkefnið og í heildina er áætlað að byggja 2.300 leiguíbúðir á næstu 4 árum. Nýja leigukerfið verður fjármagnað með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga og með beinum vaxtaniðurgreiðslum ríkisins sem nema um 30% af stofnkostnaði.xxxvísir/vilhelmMarkmiðið er að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda og horft er sérstaklega til barnafjölskyldna og heimila sem eru í fjárhagsvanda. Framlag ríkis og sveitarfélaga til uppbyggingar leigukerfisins ætti að jafnaði að leiða til þess að leigan nemi ekki hærra hlutfalli en 20-25% af tekjum. Með nýju kerfi auðveldum við því fjölskyldum að koma undir sig fótunum, leggja til hliðar og minnka greiðslubyrði sína jafnt og þétt. Einnig er mikilvægt að tryggja húsnæði til lengri tíma svo heimili séu laus við þá óvissu sem getur fylgt almennum leigumarkaði.Skýrari reglur á leigumarkaði Auk þess verður lagt fram frumvarp um breytingu á húsaleigulögum fyrir hinn almenna markað. Þar er lögð áhersla á aukinn rétt leigjenda og leigusala með skýrari ákvæðum um uppsagnarfrest, samskipti og ástand leiguhúsnæðis. Mikilvægt er að auðvelda samskipti leigjenda og leigusala svo fólk viti betur að hverju það gengur, með það að markmiði að minnka ágreining og koma meiri festu á samskipti. Þannig sköpum við heilbrigðari leigumarkað og meira öryggi fyrir alla aðila. Framsókn notaði slagorðið „Framsókn fyrir heimilin“ í síðustu kosningum og ekki að ástæðulausu. Okkar áhersla er og verður á heimilin í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Þórunn Egilsdóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Ein helsta áhersla Framsóknar – á þessu kjörtímabili sem öðrum – hefur verið á heimilin í landinu. Í byrjun ársins fórum við að sjá áhrif leiðréttingarinnar á verðtryggðum húsnæðislánum og í vor var samþykkt, samhliða gerð kjarasamninga, að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir til úrbóta á húsnæðismarkaði, bæði fyrir leigjendur og eigendur. Á Íslandi höfum við glímt við fremur takmarkaðan leigumarkað síðustu ár. Fasteignir eru auglýstar til leigu og þá er slegist um hvern lausan fermetra. Þegar eftirspurnin er slík er eðlilegt að verðið hækki samhliða því og efnaminni fjölskyldur eiga þar með erfiðara með að standa undir venjulegum heimilisrekstri. Það er auðsjáanlegt að brýnt er að byggja upp leigumarkaðinn, bæði með auknu framboði hagkvæmra eininga og breytingu á húsaleigulögum. Þessar aðgerðir eru – ásamt fleirum – hluti af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í húsnæðismálum sem birt var síðastliðið vor og verða frumvörp þess efnis lögð fram á þingi nú í haust. Því fögnum við.Hagkvæmari kostur fyrir tekjulága Eitt af þessum frumvörpum gengur út á að leggja grunn að nýju leiguhúsnæði. Einungis á næsta ári er ráðgert að verja 1,5 milljörðum króna í verkefnið og í heildina er áætlað að byggja 2.300 leiguíbúðir á næstu 4 árum. Nýja leigukerfið verður fjármagnað með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga og með beinum vaxtaniðurgreiðslum ríkisins sem nema um 30% af stofnkostnaði.xxxvísir/vilhelmMarkmiðið er að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda og horft er sérstaklega til barnafjölskyldna og heimila sem eru í fjárhagsvanda. Framlag ríkis og sveitarfélaga til uppbyggingar leigukerfisins ætti að jafnaði að leiða til þess að leigan nemi ekki hærra hlutfalli en 20-25% af tekjum. Með nýju kerfi auðveldum við því fjölskyldum að koma undir sig fótunum, leggja til hliðar og minnka greiðslubyrði sína jafnt og þétt. Einnig er mikilvægt að tryggja húsnæði til lengri tíma svo heimili séu laus við þá óvissu sem getur fylgt almennum leigumarkaði.Skýrari reglur á leigumarkaði Auk þess verður lagt fram frumvarp um breytingu á húsaleigulögum fyrir hinn almenna markað. Þar er lögð áhersla á aukinn rétt leigjenda og leigusala með skýrari ákvæðum um uppsagnarfrest, samskipti og ástand leiguhúsnæðis. Mikilvægt er að auðvelda samskipti leigjenda og leigusala svo fólk viti betur að hverju það gengur, með það að markmiði að minnka ágreining og koma meiri festu á samskipti. Þannig sköpum við heilbrigðari leigumarkað og meira öryggi fyrir alla aðila. Framsókn notaði slagorðið „Framsókn fyrir heimilin“ í síðustu kosningum og ekki að ástæðulausu. Okkar áhersla er og verður á heimilin í landinu.
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar