Örfá orð um framlag okkar til Feneyjatvíæringsins Finnur Arnar og Áslaug Thorlacius skrifar 13. október 2015 07:00 Um daginn brugðum við hjónin okkur til Feneyja til að skoða myndlist. Feneyjatvíæringinn er einn stærsti myndlistarviðburður í heiminum en hann er haldinn annað hvert ár, stendur þá í u.þ.b. sex mánuði og dregur á þeim tíma til sín yfir 300.000 gesti. Þungamiðjan er annars vegar sýning í tveimur hlutum sem stjórnað er af listrænum stjórnanda og hins vegar þjóðarskálar sem eru á ábyrgð yfirvalda menningarmála í viðkomandi landi. Að auki er síðan fjöldi sjálfstæðra viðburða, ýmist undir hatti hátíðarinnar eða algjörlega óháðir. Við vorum að frá morgni til kvölds og giskum á að á fjórum dögum höfum við séð verk eftir 3-400 listamenn á hátt á annað hundrað sýningum. Verkin voru allskonar, sum höfðuðu ekki til okkar, mörg voru góð og nokkur algjörlega stórkostleg. Myndlist er öflugur tjáningarmiðill sem varpar allt annarskonar ljósi á viðfangsefnið en tungumálið. Hún er sem slík mjög mikilvæg því hún víkkar sýn okkar á tilveruna og dýpkar skilning okkar á lífinu. Skilaboð myndlistarinnar geta höfðað til ýmissa skilningarvita, þau geta verið vitræn og tilfinningaleg en upplifun sem áhorfandi verður fyrir er sjaldnast hægt að lýsa til fulls með orðum. Á tvíæringnum að þessu sinni fjalla fjölmörg verk um þau erfiðu mál sem hæst ber í samtímanum; fólk á flótta, stríð, landamæri, fordóma og mismunun af ýmsu tagi. Efnistökin eru jafn ólík og verkin eru mörg en framlag Íslands að þessu sinni, telst tvímælalaust til þessa hóps verka. Við getum sannarlega verið stolt af okkar framlagi en Moska Christofs Büchels er gríðarlega áhrifaríkt og marglaga verk. Hugmyndin er einföld í stærð sinni og útfærslan óaðfinnanleg. Verkið er hápólitískt en líka friðsælt og fallegt. Það felur ekki í sér neina predikun en vekur upp fjölmargar spurningar og kveikir sterkar tilfinningar. Við erum þeirrar skoðunar að verkið sé á slíkum skala að ekki sé hægt að bera það saman við nokkurt annað verk á hátíðinni. xxx Látum ekki þagga niður í okkur Við vorum svo lánsöm að komast inn í Moskuna en eins og flestir vita var henni lokað fljótlega eftir að tvíæringurinn hófst. Sú staðreynd hefur fengið undarlega litla umræðu. Það er sérlega áhugavert frá tveimur sjónarhornum. Annars vegar því að yfirstjórn tvíæringsins sem á að heita helsti vettvangur framsækinnar myndlistar í heiminum skuli sætta sig við að fordómar íhaldsafla í borgarstjórn Feneyja stjórni því hvað þar er sýnt og hvað ekki. Það eitt er ótrúlegt og fáránlegt! Hitt er að við Íslendingar skulum ekki mótmæla þessari yfirgangsfullu ritskoðun af meiri krafti. Hvað myndum við gera ef sett yrði bann á framlag okkar til Eurovision eða Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs? Hvað erum við eiginlega að hugsa? Viljum við ekki einmitt gera okkur sem mest gildandi á alþjóðavettvangi? Vorum við ekki t.d. að sækjast eftir sæti í Öryggisráði SÞ fyrir stuttu? Það vantar ekki áhugann meðal sýningargesta. Þrátt fyrir að þessi gamla afhelgaða kirkja sé töluvert utan alfaraleiðar var stöðugur straumur fólks sem vildi skoða Moskuna. Við viljum ekki trúa því að áhugaleysi okkar Íslendinga tengdist þeirri staðreynd að íslenski listamaðurinn, Christof Büchel, er aðfluttur. Við skorum á yfirvöld menningarmála að krefjast þess að sýningarskáli Íslands í Feneyjum verði opnaður almenningi á ný. Tvíæringurinn stendur til 22. nóvember þannig að enn ætti töluverður fjöldi gesta möguleika á að sjá okkar framlag. Stöndum með þessu glæsilega verki. Látum ekki þagga svona auðveldlega niður í okkur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Thorlacius Feneyjatvíæringurinn Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um daginn brugðum við hjónin okkur til Feneyja til að skoða myndlist. Feneyjatvíæringinn er einn stærsti myndlistarviðburður í heiminum en hann er haldinn annað hvert ár, stendur þá í u.þ.b. sex mánuði og dregur á þeim tíma til sín yfir 300.000 gesti. Þungamiðjan er annars vegar sýning í tveimur hlutum sem stjórnað er af listrænum stjórnanda og hins vegar þjóðarskálar sem eru á ábyrgð yfirvalda menningarmála í viðkomandi landi. Að auki er síðan fjöldi sjálfstæðra viðburða, ýmist undir hatti hátíðarinnar eða algjörlega óháðir. Við vorum að frá morgni til kvölds og giskum á að á fjórum dögum höfum við séð verk eftir 3-400 listamenn á hátt á annað hundrað sýningum. Verkin voru allskonar, sum höfðuðu ekki til okkar, mörg voru góð og nokkur algjörlega stórkostleg. Myndlist er öflugur tjáningarmiðill sem varpar allt annarskonar ljósi á viðfangsefnið en tungumálið. Hún er sem slík mjög mikilvæg því hún víkkar sýn okkar á tilveruna og dýpkar skilning okkar á lífinu. Skilaboð myndlistarinnar geta höfðað til ýmissa skilningarvita, þau geta verið vitræn og tilfinningaleg en upplifun sem áhorfandi verður fyrir er sjaldnast hægt að lýsa til fulls með orðum. Á tvíæringnum að þessu sinni fjalla fjölmörg verk um þau erfiðu mál sem hæst ber í samtímanum; fólk á flótta, stríð, landamæri, fordóma og mismunun af ýmsu tagi. Efnistökin eru jafn ólík og verkin eru mörg en framlag Íslands að þessu sinni, telst tvímælalaust til þessa hóps verka. Við getum sannarlega verið stolt af okkar framlagi en Moska Christofs Büchels er gríðarlega áhrifaríkt og marglaga verk. Hugmyndin er einföld í stærð sinni og útfærslan óaðfinnanleg. Verkið er hápólitískt en líka friðsælt og fallegt. Það felur ekki í sér neina predikun en vekur upp fjölmargar spurningar og kveikir sterkar tilfinningar. Við erum þeirrar skoðunar að verkið sé á slíkum skala að ekki sé hægt að bera það saman við nokkurt annað verk á hátíðinni. xxx Látum ekki þagga niður í okkur Við vorum svo lánsöm að komast inn í Moskuna en eins og flestir vita var henni lokað fljótlega eftir að tvíæringurinn hófst. Sú staðreynd hefur fengið undarlega litla umræðu. Það er sérlega áhugavert frá tveimur sjónarhornum. Annars vegar því að yfirstjórn tvíæringsins sem á að heita helsti vettvangur framsækinnar myndlistar í heiminum skuli sætta sig við að fordómar íhaldsafla í borgarstjórn Feneyja stjórni því hvað þar er sýnt og hvað ekki. Það eitt er ótrúlegt og fáránlegt! Hitt er að við Íslendingar skulum ekki mótmæla þessari yfirgangsfullu ritskoðun af meiri krafti. Hvað myndum við gera ef sett yrði bann á framlag okkar til Eurovision eða Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs? Hvað erum við eiginlega að hugsa? Viljum við ekki einmitt gera okkur sem mest gildandi á alþjóðavettvangi? Vorum við ekki t.d. að sækjast eftir sæti í Öryggisráði SÞ fyrir stuttu? Það vantar ekki áhugann meðal sýningargesta. Þrátt fyrir að þessi gamla afhelgaða kirkja sé töluvert utan alfaraleiðar var stöðugur straumur fólks sem vildi skoða Moskuna. Við viljum ekki trúa því að áhugaleysi okkar Íslendinga tengdist þeirri staðreynd að íslenski listamaðurinn, Christof Büchel, er aðfluttur. Við skorum á yfirvöld menningarmála að krefjast þess að sýningarskáli Íslands í Feneyjum verði opnaður almenningi á ný. Tvíæringurinn stendur til 22. nóvember þannig að enn ætti töluverður fjöldi gesta möguleika á að sjá okkar framlag. Stöndum með þessu glæsilega verki. Látum ekki þagga svona auðveldlega niður í okkur!
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun