Trúa því að Messi sé mættur í Kaplakrika en svo eru handboltamenn latir og ekki í formi Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. október 2015 13:30 Arnar Gunnarson er þjálfari Fjölnis í 1. deild karla. vísir/ernir Arnar Gunnarsson, þjálfari Fjölnis í 1. deild karla í handbolta, var í áhugaverðu spjalli í Sportþættinum á útvarpi Suðurlands eftir sigur á Mílunni í gærkvöldi. Þar ræddi hann sigur sinna manna, sem voru hársbreidd frá því að komast upp í efstu deild í vor, en einnig stöðu handboltans á Íslandi. Arnar er ósáttur hversu mikið handboltahreyfingin tekur þátt í að tala sína eigin íþrótt niður á meðan fótboltinn og karfan upphefja sitt sport til skýjanna. „Það er einhver mýta að handboltamenn séu latir og ekki í formi. Maður getur alveg bent á ýmsa aðra leikmenn í ýmsum öðrum greinum. Það er eins og það sé eitthvað skotleyfi á handboltamenn. Ég fatta þetta ekki alveg,“ segir Arnar sem er sammála því að neikvæð umræða er í gangi um handboltann í þjóðfélaginu. „Handboltafólk er oft ekkert skárra þar. Mér finnst nefnilega karfan og fótboltinn gera þetta vel. Þau tala jákvætt um sínar íþróttir. Þó eru gæði Pepsi-deildarinnar og Dominos-deildarinnar ekkert meiri en í Olís-deildinni í handbolta,“ segir hann. „Þeir tala þetta upp þannig fólk er farið að trúa því að Messi sé mættur í kaplakrika. Það bara virkar. Þetta er vel gert hjá þeim.“ Gaupi: Heimir Óli er þjakaður af letiArnar var hársbreidd frá því að koma Fjölni upp í Olís-deildina eftir spennandi 3-2 einvígi við Víking.vísir/ernirEkki sjálfgefið að vera á öllum stórmótum Arnar hefur óbilandi trú á handboltanum og finnst hann hafa margt upp á að bjóða. Nú eru til dæmis mikið af strákunum úr U19-bronsliðinu frá því á HM í sumar að spila í Olís-deildinni. „Mér finnst handboltinn hafa margt að selja. Deildin er mjög skemmtileg og jöfn. Ef Akureyri vinnur Aftureldingu í næstu umferð eru jafnvel tvö stig frá fjórða sæti niður í níunda sem er mjög skemmtilegt,“ segir Arnar. „Mér finnst að það þurfi að tala hlutina upp. Það er orðið sjálfgefið til dæmis að karlaliðið okkar komist á stórmót. Það er ekkert merkilegt lengur og varla „hæpað“ í fjölmiðlum.“ „Auðvitað er það eðlilegt þegar karfan og fótboltinn komast í fyrsta skipti. En það að handboltalandsliðið sé nánast á öllum stórmótum er fjarri því sjálfgefið og auðvelt. Við erum að gera mjög góða hluti þarna.“ „Þetta þarf að tala upp og kannski erum við sjálf farin að halda að við eigum bara að vera þarna. Svo er ekki,“ segir Arnar Gunnarsson. Hér að neðan má heyra viðtalið í heild sinni. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Arnar Gunnarsson, þjálfari Fjölnis í 1. deild karla í handbolta, var í áhugaverðu spjalli í Sportþættinum á útvarpi Suðurlands eftir sigur á Mílunni í gærkvöldi. Þar ræddi hann sigur sinna manna, sem voru hársbreidd frá því að komast upp í efstu deild í vor, en einnig stöðu handboltans á Íslandi. Arnar er ósáttur hversu mikið handboltahreyfingin tekur þátt í að tala sína eigin íþrótt niður á meðan fótboltinn og karfan upphefja sitt sport til skýjanna. „Það er einhver mýta að handboltamenn séu latir og ekki í formi. Maður getur alveg bent á ýmsa aðra leikmenn í ýmsum öðrum greinum. Það er eins og það sé eitthvað skotleyfi á handboltamenn. Ég fatta þetta ekki alveg,“ segir Arnar sem er sammála því að neikvæð umræða er í gangi um handboltann í þjóðfélaginu. „Handboltafólk er oft ekkert skárra þar. Mér finnst nefnilega karfan og fótboltinn gera þetta vel. Þau tala jákvætt um sínar íþróttir. Þó eru gæði Pepsi-deildarinnar og Dominos-deildarinnar ekkert meiri en í Olís-deildinni í handbolta,“ segir hann. „Þeir tala þetta upp þannig fólk er farið að trúa því að Messi sé mættur í kaplakrika. Það bara virkar. Þetta er vel gert hjá þeim.“ Gaupi: Heimir Óli er þjakaður af letiArnar var hársbreidd frá því að koma Fjölni upp í Olís-deildina eftir spennandi 3-2 einvígi við Víking.vísir/ernirEkki sjálfgefið að vera á öllum stórmótum Arnar hefur óbilandi trú á handboltanum og finnst hann hafa margt upp á að bjóða. Nú eru til dæmis mikið af strákunum úr U19-bronsliðinu frá því á HM í sumar að spila í Olís-deildinni. „Mér finnst handboltinn hafa margt að selja. Deildin er mjög skemmtileg og jöfn. Ef Akureyri vinnur Aftureldingu í næstu umferð eru jafnvel tvö stig frá fjórða sæti niður í níunda sem er mjög skemmtilegt,“ segir Arnar. „Mér finnst að það þurfi að tala hlutina upp. Það er orðið sjálfgefið til dæmis að karlaliðið okkar komist á stórmót. Það er ekkert merkilegt lengur og varla „hæpað“ í fjölmiðlum.“ „Auðvitað er það eðlilegt þegar karfan og fótboltinn komast í fyrsta skipti. En það að handboltalandsliðið sé nánast á öllum stórmótum er fjarri því sjálfgefið og auðvelt. Við erum að gera mjög góða hluti þarna.“ „Þetta þarf að tala upp og kannski erum við sjálf farin að halda að við eigum bara að vera þarna. Svo er ekki,“ segir Arnar Gunnarsson. Hér að neðan má heyra viðtalið í heild sinni.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira