ÞÚ ferð í taugarnar á mér! Kolbrún Baldursdóttir skrifar 7. nóvember 2015 07:00 Hvað ég eða einhver annar hugsar kemur engum við. Sumar hugsanir eru gæluhugsanir, aðrar íþyngjandi, þrálátar og enn aðrar sjálfvirkar í þeirri merkingu að við ákveðnar aðstæður eða áreiti þá skjótast þær fram og taka stjórnina. Hugsanir, jákvæðar sem neikvæðar eru á ábyrgð þess einstaklings sem á þær og hann velur hvort hann ætlar að leyfa þeim að hafa einhver sérstök áhrif á líðan eða atferli sitt. Það er næstum því hægt að fullyrða að enginn fari í gegnum lífið án þess að upplifa einhvern tímann að einhver fari í taugarnar á sér. Það er ekki merki um að vera slæm manneskja að hugsa hugsanir eins og mér líkar ekki við þennan eða þessi er ekki mín týpa eða mér finnst þessi pirrandi. Það er hluti af tilverunni að vera stöðugt að máta sig við menn og málefni, vega, meta og flokka. Hins vegar, þegar kemur að hegðun og framkomu gagnvart öðru fólki gilda ákveðnar reglur. Þær vísa veginn um hvernig okkur ber að koma fram við aðra og að ákveðin framkoma og hegðun, þ.m.t. einelti, sé óásættanlegt og bannað. Þetta leiðir af sér að hugsun eins og „ÞÚ ferð í taugarnar á mér“ gefur eiganda hennar ekki eitthvert sérstakt leyfi til að koma illa fram við þessa tilteknu manneskju. Honum leyfist ekki að hreyta í hana ónotum, niðurlægja hana eða sýna henni fyrirlitningu. Ef hann gerir það engu að síður ber okkur sem einstaklingum, atvinnurekendum, löggjafanum og samfélaginu að segja stopp, hingað og ekki lengra, EKKI MEIR, EKKI AFTUR.Skilvirkt viðbragðskerfi Ef kvörtun kemur frá einstaklingi sem upplifir að hafa orðið fyrir óásættanlegri framkomu eða einelti ber að grípa strax inn í með skilvirku viðbragðskerfi. Slíkt viðbragðskerfi felur í sér að skoða málið, ræða við aðila og skila niðurstöðu. Viðbragðskerfi er hluti af forvörnum sé það á annað borð sýnilegt. Í viðbragðskerfinu felst að kanna réttmæti kvörtunarinnar. Eigi kvörtunin við rök að styðjast þarf að finna leiðir til að lágmarka skaðann sem orðið hefur, vinna með aðila og tryggja að framkoman endurtaki sig ekki. Sá sem á hugsunina „ÞÚ ferð í taugarnar á mér“ og sýnir hana í framkomu á við vandamál að stríða. Hann hefur slaka tilfinningastjórn og leyfir neikvæðum tilfinningum að ráða för frekar en dómgreind og skynsemi. Gera má því skóna að innra með honum búi pirringur og minnimáttarkennd. Mesta gæfa þessarar manneskju væri að hafa innsæi í vanda sinn og vilja taka á honum. En jafnvel þótt innsæi skorti eða löngun til að láta af neikvæðri hegðun og framkomu geta allflestir engu að síður lært hvað má og ekki má. Í lærdómnum felst að meðtaka kröfuna um að láta af hinni neikvæðu hegðun gagnvart öðrum. Krafan er: Hvað sem þér þykir um þessa tilteknu manneskju ber þér að sýna henni almenna kurteisi eins og að bjóða góðan dag o.s.frv. Hættu að sýna henni andúð, fyrirlitningu, hroka, baktala hana eða hunsa. Hvað varðar börnin þá er ábyrgð okkar allra að brýna fyrir þeim að ekkert okkar er eins. Öll höfum við séreinkenni sem sýna á virðingu og umburðarlyndi. Segja þarf börnum að ekkert réttlæti að koma illa fram við aðra krakka, alveg sama hvað þeim finnst um þá. Við unglingana þarf einnig að árétta að skrifa aldrei neitt um aðra á netið sem þeir myndu ekki vilja að væri skrifað um þá. Fullorðnir eru fyrirmyndir barnanna. Sjái barn fyrirmynd sína koma illa fram við aðra manneskju telur barnið að hegðun af þessu tagi sé í lagi. Það er öllum hollt að spyrja af og til, er ég góð fyrirmynd barna minna og annarra sem ég umgengst þegar kemur að framkomu og hegðun við annað fólk? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Hvað ég eða einhver annar hugsar kemur engum við. Sumar hugsanir eru gæluhugsanir, aðrar íþyngjandi, þrálátar og enn aðrar sjálfvirkar í þeirri merkingu að við ákveðnar aðstæður eða áreiti þá skjótast þær fram og taka stjórnina. Hugsanir, jákvæðar sem neikvæðar eru á ábyrgð þess einstaklings sem á þær og hann velur hvort hann ætlar að leyfa þeim að hafa einhver sérstök áhrif á líðan eða atferli sitt. Það er næstum því hægt að fullyrða að enginn fari í gegnum lífið án þess að upplifa einhvern tímann að einhver fari í taugarnar á sér. Það er ekki merki um að vera slæm manneskja að hugsa hugsanir eins og mér líkar ekki við þennan eða þessi er ekki mín týpa eða mér finnst þessi pirrandi. Það er hluti af tilverunni að vera stöðugt að máta sig við menn og málefni, vega, meta og flokka. Hins vegar, þegar kemur að hegðun og framkomu gagnvart öðru fólki gilda ákveðnar reglur. Þær vísa veginn um hvernig okkur ber að koma fram við aðra og að ákveðin framkoma og hegðun, þ.m.t. einelti, sé óásættanlegt og bannað. Þetta leiðir af sér að hugsun eins og „ÞÚ ferð í taugarnar á mér“ gefur eiganda hennar ekki eitthvert sérstakt leyfi til að koma illa fram við þessa tilteknu manneskju. Honum leyfist ekki að hreyta í hana ónotum, niðurlægja hana eða sýna henni fyrirlitningu. Ef hann gerir það engu að síður ber okkur sem einstaklingum, atvinnurekendum, löggjafanum og samfélaginu að segja stopp, hingað og ekki lengra, EKKI MEIR, EKKI AFTUR.Skilvirkt viðbragðskerfi Ef kvörtun kemur frá einstaklingi sem upplifir að hafa orðið fyrir óásættanlegri framkomu eða einelti ber að grípa strax inn í með skilvirku viðbragðskerfi. Slíkt viðbragðskerfi felur í sér að skoða málið, ræða við aðila og skila niðurstöðu. Viðbragðskerfi er hluti af forvörnum sé það á annað borð sýnilegt. Í viðbragðskerfinu felst að kanna réttmæti kvörtunarinnar. Eigi kvörtunin við rök að styðjast þarf að finna leiðir til að lágmarka skaðann sem orðið hefur, vinna með aðila og tryggja að framkoman endurtaki sig ekki. Sá sem á hugsunina „ÞÚ ferð í taugarnar á mér“ og sýnir hana í framkomu á við vandamál að stríða. Hann hefur slaka tilfinningastjórn og leyfir neikvæðum tilfinningum að ráða för frekar en dómgreind og skynsemi. Gera má því skóna að innra með honum búi pirringur og minnimáttarkennd. Mesta gæfa þessarar manneskju væri að hafa innsæi í vanda sinn og vilja taka á honum. En jafnvel þótt innsæi skorti eða löngun til að láta af neikvæðri hegðun og framkomu geta allflestir engu að síður lært hvað má og ekki má. Í lærdómnum felst að meðtaka kröfuna um að láta af hinni neikvæðu hegðun gagnvart öðrum. Krafan er: Hvað sem þér þykir um þessa tilteknu manneskju ber þér að sýna henni almenna kurteisi eins og að bjóða góðan dag o.s.frv. Hættu að sýna henni andúð, fyrirlitningu, hroka, baktala hana eða hunsa. Hvað varðar börnin þá er ábyrgð okkar allra að brýna fyrir þeim að ekkert okkar er eins. Öll höfum við séreinkenni sem sýna á virðingu og umburðarlyndi. Segja þarf börnum að ekkert réttlæti að koma illa fram við aðra krakka, alveg sama hvað þeim finnst um þá. Við unglingana þarf einnig að árétta að skrifa aldrei neitt um aðra á netið sem þeir myndu ekki vilja að væri skrifað um þá. Fullorðnir eru fyrirmyndir barnanna. Sjái barn fyrirmynd sína koma illa fram við aðra manneskju telur barnið að hegðun af þessu tagi sé í lagi. Það er öllum hollt að spyrja af og til, er ég góð fyrirmynd barna minna og annarra sem ég umgengst þegar kemur að framkomu og hegðun við annað fólk?
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar