Banaslys við Jökulsárlón: Bátnum var bakkað yfir konuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. nóvember 2015 12:36 Frá Jökulsárlóni. vísir/valli Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi við Jökulsárlón sem varð í lok ágúst er á lokastigi að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns. Kanadísk kona á sextugsaldri, Shelagh Denise Donovar, lést samstundis þegar hún varð undir hjólabát á planinu milli Jökulsárlóns og kaffihússins sem þar stendur. Ekki er hægt að ljúka rannsókn fyrr en krufningarskýrslan í málinu liggur fyrir en senda þurfti niðurstöður krufningar til útlanda þar sem enginn réttarlæknir starfar á Íslandi. „Krufningarskýrslan er ókomin en við vonumst til að það fari nú að styttast í hana. Vonandi kemur hún í þessum mánuði án þess að það sé þó nokkuð hægt að fullyrða um það,“ segir Þorgrímur Óli. Búið er að taka skýrslur af öllum þeim sem tengjast málinu. Um tíu manns er að ræða, en þar er á meðal voru eiginmaður og sonur konunnar sem voru með henni hér á landi.Rannsókn beinist að því að upplýsa af hverju bakkað var yfir konuna „Það liggur alveg fyrir hvað gerðist og svo þegar rannsókn lýkur verður málið sent til ríkissaksóknara sem ákveður framhaldið.“ Aðspurður hver tildrög slyssins hafi verið segir Þorgrímur að bátnum hafi verið bakkað yfir konuna þegar fara átti með bátinn út á lónið. Rannsókn lögreglu hefur meðal annars miðað að því að upplýsa af hverju bakkað var yfir konuna en Þorgrímur Óli segist ekki geta tjáð sig um hvaða svör lögregla hafi fengið við því. Atvikið er rannsakað sem slys. „Við skoðum alla þætti málsins og hvort að það er um eitthvað saknæmt að ræða, eins og er oft í slysum, það mun rannsóknin bara leiða í ljós. Við erum ekki komnir á það stig að geta sagt neitt til um það en í sakamálalögum segir að lögreglu sé skylt að rannsaka slys óháð því hvort um sé að ræða saknæmt athæfi eða ekki.“ Tengdar fréttir Nafn konunnar sem lét lífið við Jökulsárlón Konan sem varð undir hjólabát við Jökulsárlón þann 27. ágúst síðastliðinn hét Shelagh Denise Donovar. 4. september 2015 15:40 Rannsókn lögreglu á líkfundi og banaslysi tefst vegna biðar eftir krufningsskýrslu „Þetta er svolítið vandamál, við þurfum að fá réttarlækna til landsins.“ 10. september 2015 10:34 Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00 Banaslys við Jökulsárlón Erlend kona á sextugsaldri lét lífið við lónið í dag. 27. ágúst 2015 21:45 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi við Jökulsárlón sem varð í lok ágúst er á lokastigi að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns. Kanadísk kona á sextugsaldri, Shelagh Denise Donovar, lést samstundis þegar hún varð undir hjólabát á planinu milli Jökulsárlóns og kaffihússins sem þar stendur. Ekki er hægt að ljúka rannsókn fyrr en krufningarskýrslan í málinu liggur fyrir en senda þurfti niðurstöður krufningar til útlanda þar sem enginn réttarlæknir starfar á Íslandi. „Krufningarskýrslan er ókomin en við vonumst til að það fari nú að styttast í hana. Vonandi kemur hún í þessum mánuði án þess að það sé þó nokkuð hægt að fullyrða um það,“ segir Þorgrímur Óli. Búið er að taka skýrslur af öllum þeim sem tengjast málinu. Um tíu manns er að ræða, en þar er á meðal voru eiginmaður og sonur konunnar sem voru með henni hér á landi.Rannsókn beinist að því að upplýsa af hverju bakkað var yfir konuna „Það liggur alveg fyrir hvað gerðist og svo þegar rannsókn lýkur verður málið sent til ríkissaksóknara sem ákveður framhaldið.“ Aðspurður hver tildrög slyssins hafi verið segir Þorgrímur að bátnum hafi verið bakkað yfir konuna þegar fara átti með bátinn út á lónið. Rannsókn lögreglu hefur meðal annars miðað að því að upplýsa af hverju bakkað var yfir konuna en Þorgrímur Óli segist ekki geta tjáð sig um hvaða svör lögregla hafi fengið við því. Atvikið er rannsakað sem slys. „Við skoðum alla þætti málsins og hvort að það er um eitthvað saknæmt að ræða, eins og er oft í slysum, það mun rannsóknin bara leiða í ljós. Við erum ekki komnir á það stig að geta sagt neitt til um það en í sakamálalögum segir að lögreglu sé skylt að rannsaka slys óháð því hvort um sé að ræða saknæmt athæfi eða ekki.“
Tengdar fréttir Nafn konunnar sem lét lífið við Jökulsárlón Konan sem varð undir hjólabát við Jökulsárlón þann 27. ágúst síðastliðinn hét Shelagh Denise Donovar. 4. september 2015 15:40 Rannsókn lögreglu á líkfundi og banaslysi tefst vegna biðar eftir krufningsskýrslu „Þetta er svolítið vandamál, við þurfum að fá réttarlækna til landsins.“ 10. september 2015 10:34 Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00 Banaslys við Jökulsárlón Erlend kona á sextugsaldri lét lífið við lónið í dag. 27. ágúst 2015 21:45 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Nafn konunnar sem lét lífið við Jökulsárlón Konan sem varð undir hjólabát við Jökulsárlón þann 27. ágúst síðastliðinn hét Shelagh Denise Donovar. 4. september 2015 15:40
Rannsókn lögreglu á líkfundi og banaslysi tefst vegna biðar eftir krufningsskýrslu „Þetta er svolítið vandamál, við þurfum að fá réttarlækna til landsins.“ 10. september 2015 10:34
Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00