Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - St. Raphael 28-29 | Frábær frammistaða Hauka dugði ekki til Ingvi Þór Sæmundsson í Schenker-höllinni skrifar 22. nóvember 2015 20:15 Tjörvi Þorgeirsson sækir að Arnóri Atlasyni í kvöld. vísir/stefán Haukar töpuðu með minnsta mun, 28-29, fyrir franska liðinu Saint Raphael í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta í kvöld. Haukar voru fimm mörkum undir í hálfleik, 10-15, en spiluðu frábærlega í seinni hálfleik sem þeir unnu 18-14. Íslandsmeistararnir jöfnuðu metin í þrígang á lokakafla leiksins en það var rúmenska stórskyttan Alexandru Viorel Simicu sem tryggði Saint Raphael sigurinn þegar hann skoraði 29. mark liðsins nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Haukar geta gengið stoltir frá borði en þeir spiluðu stórvel gegn einu sterkasta liði Frakklands, sem situr í 2. sæti í deildinni heima fyrir. Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason leikur með Saint Raphael en hann átti góðan leik í kvöld og skoraði sex mörk, þar af fjögur í byrjun seinni hálfleiks þegar franska liðið var í miklum vandræðum í sókninni. Frakkarnir eru gríðarlega líkamlega sterkir og hávaxnir og spila sterka vörn sem Haukarnir áttu í erfiðleikum með í fyrri hálfleik. Mihai Catalin Popescu varði einnig vel í markinu og þá voru Íslandsmeistararnir full duglegir að skjóta í marksúlur franska marksins. Haukar byrjuðu leikinn reyndar frábærlega og með vel útfærðum hraðaupphlaupum komust þeir í 4-1 eftir sjö mínútna leik. Leikmenn Saint Raphael voru fljótir að ná áttum, skoruðu næstu fimm mörk leiksins og komust tveimur mörkum yfir, 4-6. Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, brást við þessum með því að taka leikhlé og að því loknu skoraði Elías Már Halldórsson fyrsta mark Hauka í átta mínútur. Heimamönnum tókst þó ekki að fylgja því eftir og Saint Raphael skoraði þrjú næstu mörk leiksins og komust fjórum mörkum yfir, 5-9. Sóknarleikur Hauka var í tómu tjóni á þessum tíma en þeir skoruðu aðeins eitt mark á 13 mínútna kafla um miðjan fyrri hálfleik. Sá kafli reyndist Haukum dýr þegar uppi var staðið. Sóknin gekk betur síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiks en það dugði skammt þar sem Frakkarnir skoruðu að vild.Adam Haukur Baumruk átti nokkur þrumuskotin í kvöld.vísir/stefánGiedrius Morkunas, markvörður Hauka, átti fínan fyrri hálfleik en hann var gjörsamlega magnaður í byrjun þess seinni þar sem hann neitaði hreinlega að fá á sig mark. En þrátt fyrir frábæra markvörslu Litháans gekk Haukum illa að minnka muninn framan af seinni hálfleik. Arnór kom Saint Raphael í 14-18 þegar 20 mínútur voru eftir en þá kom góður kafli hjá Haukum sem skoruðu fjögur mörk gegn einu og minnkuðu muninn í eitt mark, 18-19. Haukar minnkuðu muninn aftur í eitt mark, 20-21, en þá skoraði Arnór sitt sjötta mark og fiskaði auk þess Matthías Árna Ingimarsson, fyrirliða Hauka, af velli. Simicu kom gestunum þremur mörkum yfir, 20-23, en heimamenn voru ekki af baki dottnir og héldu ótrauðir áfram. Brynjólfur Snær Brynjólfsson átti frábæra innkomu í hægra hornið og hann jafnaði loks metin, í 26-26, með sínu þriðja marki á skömmum tíma. Miroslav Jurka kom Saint Raphael aftur yfir en Janus Daði Smárason svaraði með sínu sjöunda marki. Simicu kom gestunum yfir á ný en Heimir Óli Heimisson jafnaði metin í 28-28 þegar 19 sekúndur voru eftir og allt á suðupunkti í húsinu. Joel Da Silva, þjálfari Saint Raphael, tók þá leikhlé og skipulagði lokasókn sinna manna. Frakkarnir framkvæmdu hana vel og opnuðu fyrir Simicu sem þrumaði boltanum í netið og tryggði Saint Raphael nauman sigur. Janus Daði var markahæstur í liði Hauka með sjö mörk en þeir Heimir Óli, Elías Már og Adam Haukur Baumruk komu næstir með fimm mörk hver. Þá skoraði Brynjólfur þrjú mörk úr jafnmörgum skotum á lokakafla leiksins. Giedrius varði 17 skot í markinu (37%). Simicu var atkvæðamestur í liði Saint Raphael með átta mörk en Arnór kom næstur með sex. Seinni leikur liðanna fer fram í Saint Raphael 29. nóvember.Janus Daði Smárason skoraði sjö mörk fyrir Hauka.vísir/stefánGunnar: Vildum máta okkur við alvöru lið Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir eins marks tap, 28-29, fyrir Saint Raphael í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta í kvöld. "Þetta er mjög svekkjandi, við vinnum boltann þegar tvær mínútur eru eftir og staðan jöfn og vorum með þetta í okkar höndum," sagði Gunnar eftir leik. "Þetta var frábær leikur en það kom smá kafli í fyrri hálfleik þar sem við misstum aðeins hausinn, gerðum of mörg mistök í sókninni og vorum aðeins of passívir í vörninni. En við löguðum það fljótlega, komum okkur aftur inn í þetta og seinni hálfleikurinn var frábær af okkar hálfu." Haukar spiluðu mjög vel í seinni hálfleik sem þeir unnu 18-14. Sóknarleikurinn gekk smurt, vörnin var sterk og þá varði Giedrius Morkunas frábærlega í markinu. "Það er frábært að skora 28 mörk gegn þessu liði. Það er ekkert auðvelt að verjast þeim, þetta eru stórar skyttur og þeir eru öflugir maður gegn manni. "Þetta er alvöru lið en ég er virkilega ánægður með strákana og þetta er frábær reynsla sem við búum lengi að," sagði Gunnar og bætti því við að það væri gaman að sjá hvar Haukar standa gegn sterkustu liðum álfunnar. "Við vildum máta okkur við alvöru lið og gerðum það í dag. Við sáum að við getum staðið í þessum stórliðum í Evrópu." Seinni leikurinn fer fram í Frakklandi 29. þessa mánaðar og segir Gunnar að Haukarnir ætli sér að sjálfsögðu sigur þar. "Þessu einvígi er hvergi nærri lokið og við ætlum að fara út og komast áfram," sagði Gunnar að endingu.Arnór var næstmarkahæstur í liði Saint Raphael með sex mörk.vísir/stefánArnór: Vorum værukærir í seinni hálfleik Arnór Atlason, leikmaður Saint Raphael, var ánægður að fara með sigur, 28-29, frá Ásvöllum eftir hörkuleik við Íslandsmeistara Hauka í 3. umferð EHF-bikarsins. Frakkarnir leiddu með fimm mörkum í hálfleik, 10-15, en Haukar spiluðu frábærlega í seinni hálfleikinn og voru hársbreidd frá því að ná jafntefli gegn liðinu sem situr í 2. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar. "Það var einhver værukærð hjá okkur," sagði Arnór um seinni hálfleikinn sem Haukar unnu 18-14. "Þeir skora 18 mörk og það á ekki að vera hægt, gegn hvaða liði sem er. Við erum svekktir með það en ég er ánægður með að mínir menn fengu að sjá alvöru handbolta á Íslandi. "Þetta var hörkuleikur og við þurfum bara að fara heim og vinna seinni leikinn," sagði landsliðsmaðurinn ennfremur en hann skoraði sex mörk í leiknum. Arnór sagði að mótspyrna Hauka hafi ekki komið sér á óvart. "Nei, alls ekki. Ég reiknaði með hörkuleik. En eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, þá vonaði ég að þetta færi ekki í svona spennuleik. En við erum ánægðir með sigurinn," sagði Arnór sem hrósaði Haukaliðinu fyrir frammistöðu þess í kvöld. "Þeir spiluðu mjög vel og voru vel skipulagðir. Það var kraftur í þeim og þetta er flott lið." Seinni leikurinn fer fram í Saint Raphael 29. nóvember. Arnór býst einnig við hörkuleik þá. "Ég á von á því sama. Við þurfum að gefa allt í þetta. Það er mikilvægt fyrir okkur að komast í riðlakeppnina," sagði Arnór að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Haukar töpuðu með minnsta mun, 28-29, fyrir franska liðinu Saint Raphael í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta í kvöld. Haukar voru fimm mörkum undir í hálfleik, 10-15, en spiluðu frábærlega í seinni hálfleik sem þeir unnu 18-14. Íslandsmeistararnir jöfnuðu metin í þrígang á lokakafla leiksins en það var rúmenska stórskyttan Alexandru Viorel Simicu sem tryggði Saint Raphael sigurinn þegar hann skoraði 29. mark liðsins nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Haukar geta gengið stoltir frá borði en þeir spiluðu stórvel gegn einu sterkasta liði Frakklands, sem situr í 2. sæti í deildinni heima fyrir. Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason leikur með Saint Raphael en hann átti góðan leik í kvöld og skoraði sex mörk, þar af fjögur í byrjun seinni hálfleiks þegar franska liðið var í miklum vandræðum í sókninni. Frakkarnir eru gríðarlega líkamlega sterkir og hávaxnir og spila sterka vörn sem Haukarnir áttu í erfiðleikum með í fyrri hálfleik. Mihai Catalin Popescu varði einnig vel í markinu og þá voru Íslandsmeistararnir full duglegir að skjóta í marksúlur franska marksins. Haukar byrjuðu leikinn reyndar frábærlega og með vel útfærðum hraðaupphlaupum komust þeir í 4-1 eftir sjö mínútna leik. Leikmenn Saint Raphael voru fljótir að ná áttum, skoruðu næstu fimm mörk leiksins og komust tveimur mörkum yfir, 4-6. Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, brást við þessum með því að taka leikhlé og að því loknu skoraði Elías Már Halldórsson fyrsta mark Hauka í átta mínútur. Heimamönnum tókst þó ekki að fylgja því eftir og Saint Raphael skoraði þrjú næstu mörk leiksins og komust fjórum mörkum yfir, 5-9. Sóknarleikur Hauka var í tómu tjóni á þessum tíma en þeir skoruðu aðeins eitt mark á 13 mínútna kafla um miðjan fyrri hálfleik. Sá kafli reyndist Haukum dýr þegar uppi var staðið. Sóknin gekk betur síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiks en það dugði skammt þar sem Frakkarnir skoruðu að vild.Adam Haukur Baumruk átti nokkur þrumuskotin í kvöld.vísir/stefánGiedrius Morkunas, markvörður Hauka, átti fínan fyrri hálfleik en hann var gjörsamlega magnaður í byrjun þess seinni þar sem hann neitaði hreinlega að fá á sig mark. En þrátt fyrir frábæra markvörslu Litháans gekk Haukum illa að minnka muninn framan af seinni hálfleik. Arnór kom Saint Raphael í 14-18 þegar 20 mínútur voru eftir en þá kom góður kafli hjá Haukum sem skoruðu fjögur mörk gegn einu og minnkuðu muninn í eitt mark, 18-19. Haukar minnkuðu muninn aftur í eitt mark, 20-21, en þá skoraði Arnór sitt sjötta mark og fiskaði auk þess Matthías Árna Ingimarsson, fyrirliða Hauka, af velli. Simicu kom gestunum þremur mörkum yfir, 20-23, en heimamenn voru ekki af baki dottnir og héldu ótrauðir áfram. Brynjólfur Snær Brynjólfsson átti frábæra innkomu í hægra hornið og hann jafnaði loks metin, í 26-26, með sínu þriðja marki á skömmum tíma. Miroslav Jurka kom Saint Raphael aftur yfir en Janus Daði Smárason svaraði með sínu sjöunda marki. Simicu kom gestunum yfir á ný en Heimir Óli Heimisson jafnaði metin í 28-28 þegar 19 sekúndur voru eftir og allt á suðupunkti í húsinu. Joel Da Silva, þjálfari Saint Raphael, tók þá leikhlé og skipulagði lokasókn sinna manna. Frakkarnir framkvæmdu hana vel og opnuðu fyrir Simicu sem þrumaði boltanum í netið og tryggði Saint Raphael nauman sigur. Janus Daði var markahæstur í liði Hauka með sjö mörk en þeir Heimir Óli, Elías Már og Adam Haukur Baumruk komu næstir með fimm mörk hver. Þá skoraði Brynjólfur þrjú mörk úr jafnmörgum skotum á lokakafla leiksins. Giedrius varði 17 skot í markinu (37%). Simicu var atkvæðamestur í liði Saint Raphael með átta mörk en Arnór kom næstur með sex. Seinni leikur liðanna fer fram í Saint Raphael 29. nóvember.Janus Daði Smárason skoraði sjö mörk fyrir Hauka.vísir/stefánGunnar: Vildum máta okkur við alvöru lið Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir eins marks tap, 28-29, fyrir Saint Raphael í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta í kvöld. "Þetta er mjög svekkjandi, við vinnum boltann þegar tvær mínútur eru eftir og staðan jöfn og vorum með þetta í okkar höndum," sagði Gunnar eftir leik. "Þetta var frábær leikur en það kom smá kafli í fyrri hálfleik þar sem við misstum aðeins hausinn, gerðum of mörg mistök í sókninni og vorum aðeins of passívir í vörninni. En við löguðum það fljótlega, komum okkur aftur inn í þetta og seinni hálfleikurinn var frábær af okkar hálfu." Haukar spiluðu mjög vel í seinni hálfleik sem þeir unnu 18-14. Sóknarleikurinn gekk smurt, vörnin var sterk og þá varði Giedrius Morkunas frábærlega í markinu. "Það er frábært að skora 28 mörk gegn þessu liði. Það er ekkert auðvelt að verjast þeim, þetta eru stórar skyttur og þeir eru öflugir maður gegn manni. "Þetta er alvöru lið en ég er virkilega ánægður með strákana og þetta er frábær reynsla sem við búum lengi að," sagði Gunnar og bætti því við að það væri gaman að sjá hvar Haukar standa gegn sterkustu liðum álfunnar. "Við vildum máta okkur við alvöru lið og gerðum það í dag. Við sáum að við getum staðið í þessum stórliðum í Evrópu." Seinni leikurinn fer fram í Frakklandi 29. þessa mánaðar og segir Gunnar að Haukarnir ætli sér að sjálfsögðu sigur þar. "Þessu einvígi er hvergi nærri lokið og við ætlum að fara út og komast áfram," sagði Gunnar að endingu.Arnór var næstmarkahæstur í liði Saint Raphael með sex mörk.vísir/stefánArnór: Vorum værukærir í seinni hálfleik Arnór Atlason, leikmaður Saint Raphael, var ánægður að fara með sigur, 28-29, frá Ásvöllum eftir hörkuleik við Íslandsmeistara Hauka í 3. umferð EHF-bikarsins. Frakkarnir leiddu með fimm mörkum í hálfleik, 10-15, en Haukar spiluðu frábærlega í seinni hálfleikinn og voru hársbreidd frá því að ná jafntefli gegn liðinu sem situr í 2. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar. "Það var einhver værukærð hjá okkur," sagði Arnór um seinni hálfleikinn sem Haukar unnu 18-14. "Þeir skora 18 mörk og það á ekki að vera hægt, gegn hvaða liði sem er. Við erum svekktir með það en ég er ánægður með að mínir menn fengu að sjá alvöru handbolta á Íslandi. "Þetta var hörkuleikur og við þurfum bara að fara heim og vinna seinni leikinn," sagði landsliðsmaðurinn ennfremur en hann skoraði sex mörk í leiknum. Arnór sagði að mótspyrna Hauka hafi ekki komið sér á óvart. "Nei, alls ekki. Ég reiknaði með hörkuleik. En eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, þá vonaði ég að þetta færi ekki í svona spennuleik. En við erum ánægðir með sigurinn," sagði Arnór sem hrósaði Haukaliðinu fyrir frammistöðu þess í kvöld. "Þeir spiluðu mjög vel og voru vel skipulagðir. Það var kraftur í þeim og þetta er flott lið." Seinni leikurinn fer fram í Saint Raphael 29. nóvember. Arnór býst einnig við hörkuleik þá. "Ég á von á því sama. Við þurfum að gefa allt í þetta. Það er mikilvægt fyrir okkur að komast í riðlakeppnina," sagði Arnór að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira