Umhverfismál eru lýðheilsumál Kristín Sigurgeirsdóttir og Kristinn Pétursson skrifar 8. desember 2015 11:48 Loftslagsmál eru umhverfismál og umhverfismál efnahagsmál, en efnahagsmál snúast um það hvernig mannfólkið getur best lifað á þessari jörð. Hvernig líf er það sem mannskepnan hefur búið sér í þessum heimkynnum hennar sem eru þau einu mögulegu sem henni gefast í fyrirsjáanlegri framtíð? Það líf er æði margbreytilegt; allt frá því að vera í nokkuð góðri sátt við náttúruna - það köllum við frumstætt líf - og til þeirra lifnaðarhátta ofgnægta sem ganga svo nærri gæðum jarðar að ef allir Jarðarbúar lifðu svo dygði ekki ein Jörð heldur þyrfti margar. En við eigum bara eina Jörð - og þar liggur vandinn. Við, sem teljumst til þróaðri íbúa Jarðar, getum einfaldlega ekki haldið áfram lifnaðarháttum sóunar og mengunar. Því verður að linna. En, hvernig förum við að? Við getum gert æði margt til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þar með er ekki sagt að við þurfum að draga úr lífsgæðum okkar. Við þurfum hins vegar að gera hlutina öðruvísi en hingað til. Breytingar á lífsháttunum okkar hafa ekki bara jákvæð áhrif á náttúruna heldur líka á lífsgæði okkar sjálfra. Umhverfismál eru nefnilega líka lýðheilsumál. Skoðum innkaupin okkar og verum gagnrýnin á hvað við borgum fyrir. Eru vörurnar umhverfisvænar? Hverju var kostað til við framleiðslu þeirra? Berast vörurnar til mín um langan veg eða eru þær framleiddar í mínu nærumhverfi? Eru umbúðirnar óþarflega stórar og miklar? Svona höfum við áhrif á vöruframboðið. Veljum vörur sem valda minni losun gróðurhúsalofttegunda, sem verður svo til þess að framboðið breytist til að anna breyttri eftirspurn. Komum á breytingum með buddunni. Temjum okkur nýtni, því það er ekkert nema galið að henda vörum sem búið er að kosta miklu til að framleiða, flytja með flugi/skipi til okkar, og við borgum svo fyrir með launum strits okkar. Við Íslendingar hendum víst 3200 tonnum af textíl í ruslið á ári. Það er þrisvar sinnum meira en við förum með í Rauða krossinn. Samt tekur RKÍ á móti öllum textíl, ónýtum sem nýtum. Framleiðsla á kjöti og mjólkurvörum er orkufrek og losar meira af gróðurhúsalofttegundum en grænmetisræktun. Aukum því hlutfall grænmetis í fæðuvali okkar. Það er ekki bara umhverfisvænt heldur líka hollt. Skoðum líka ferðamáta okkar. Get ég gengið eða hjólað í stað þess að nota bíl? Get ég tekið strætó eða rútu? Get ég samnýtt bíl með öðrum? Mengar bíllinn minn óþarflega mikið? Það að nota virkar samgöngur (ganga eða hjóla) hefur ekki bara mikinn fjárhagslegan sparnað í för með sér heldur líka umhverfislegan. Og síðast en ekki síst nýtur heilsan okkar góðs af því. Veljum sparneytnari bíla og vistvænni orkugjafa og stundum vistvænni akstur. Ábyrgð sveitarfélaganna í umhverfismálum er mikil. Í þeirra höndum er að auðvelda okkur íbúunum að sýna umhverfisábyrgð í verki og móta þannig umhverfisvænt samfélag. Sorphirðan stýrir því þó nokkuð hvernig við flokkum. Öll sveitarfélög ættu að hafa það að markmiði að vera með þriggja tunnu flokkunarkerfi; almennt sorp, endurvinnanlegt og svo lífrænt til moltugerðar. Og allt á að vera gert til þess að minnka hlutfall almenna sorpsins sem fer til urðunar. Og það er á ábyrgð sveitarfélaganna að þétta byggð og haga borga- og bæjaskipulagi svo að fólk geti auðveldlega nýtt sér almenningssamgöngur, hjólað í skólann á sérstökum hjólastígum, að verslun og þjónusta sé innan hverfis en ekki á bílaeyjum á jaðri byggðar. Þetta mun til lengri tíma hafa jákvæð áhrif á umhverfi, lífsgæði og lýðheilsu. Hjá okkur, einstaklingunum fyrst og fremst, liggur ábyrgðin á því hvort mannskepnan eigi sér yfirleitt hugnanlega framtíð hér á jörð; hjá okkur sem allt eigum, okkur sem mörkum dýpstu umhverfissporin. Ábyrgð, en líka böns af tækifærum. Nýtum þau! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Loftslagsmál eru umhverfismál og umhverfismál efnahagsmál, en efnahagsmál snúast um það hvernig mannfólkið getur best lifað á þessari jörð. Hvernig líf er það sem mannskepnan hefur búið sér í þessum heimkynnum hennar sem eru þau einu mögulegu sem henni gefast í fyrirsjáanlegri framtíð? Það líf er æði margbreytilegt; allt frá því að vera í nokkuð góðri sátt við náttúruna - það köllum við frumstætt líf - og til þeirra lifnaðarhátta ofgnægta sem ganga svo nærri gæðum jarðar að ef allir Jarðarbúar lifðu svo dygði ekki ein Jörð heldur þyrfti margar. En við eigum bara eina Jörð - og þar liggur vandinn. Við, sem teljumst til þróaðri íbúa Jarðar, getum einfaldlega ekki haldið áfram lifnaðarháttum sóunar og mengunar. Því verður að linna. En, hvernig förum við að? Við getum gert æði margt til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þar með er ekki sagt að við þurfum að draga úr lífsgæðum okkar. Við þurfum hins vegar að gera hlutina öðruvísi en hingað til. Breytingar á lífsháttunum okkar hafa ekki bara jákvæð áhrif á náttúruna heldur líka á lífsgæði okkar sjálfra. Umhverfismál eru nefnilega líka lýðheilsumál. Skoðum innkaupin okkar og verum gagnrýnin á hvað við borgum fyrir. Eru vörurnar umhverfisvænar? Hverju var kostað til við framleiðslu þeirra? Berast vörurnar til mín um langan veg eða eru þær framleiddar í mínu nærumhverfi? Eru umbúðirnar óþarflega stórar og miklar? Svona höfum við áhrif á vöruframboðið. Veljum vörur sem valda minni losun gróðurhúsalofttegunda, sem verður svo til þess að framboðið breytist til að anna breyttri eftirspurn. Komum á breytingum með buddunni. Temjum okkur nýtni, því það er ekkert nema galið að henda vörum sem búið er að kosta miklu til að framleiða, flytja með flugi/skipi til okkar, og við borgum svo fyrir með launum strits okkar. Við Íslendingar hendum víst 3200 tonnum af textíl í ruslið á ári. Það er þrisvar sinnum meira en við förum með í Rauða krossinn. Samt tekur RKÍ á móti öllum textíl, ónýtum sem nýtum. Framleiðsla á kjöti og mjólkurvörum er orkufrek og losar meira af gróðurhúsalofttegundum en grænmetisræktun. Aukum því hlutfall grænmetis í fæðuvali okkar. Það er ekki bara umhverfisvænt heldur líka hollt. Skoðum líka ferðamáta okkar. Get ég gengið eða hjólað í stað þess að nota bíl? Get ég tekið strætó eða rútu? Get ég samnýtt bíl með öðrum? Mengar bíllinn minn óþarflega mikið? Það að nota virkar samgöngur (ganga eða hjóla) hefur ekki bara mikinn fjárhagslegan sparnað í för með sér heldur líka umhverfislegan. Og síðast en ekki síst nýtur heilsan okkar góðs af því. Veljum sparneytnari bíla og vistvænni orkugjafa og stundum vistvænni akstur. Ábyrgð sveitarfélaganna í umhverfismálum er mikil. Í þeirra höndum er að auðvelda okkur íbúunum að sýna umhverfisábyrgð í verki og móta þannig umhverfisvænt samfélag. Sorphirðan stýrir því þó nokkuð hvernig við flokkum. Öll sveitarfélög ættu að hafa það að markmiði að vera með þriggja tunnu flokkunarkerfi; almennt sorp, endurvinnanlegt og svo lífrænt til moltugerðar. Og allt á að vera gert til þess að minnka hlutfall almenna sorpsins sem fer til urðunar. Og það er á ábyrgð sveitarfélaganna að þétta byggð og haga borga- og bæjaskipulagi svo að fólk geti auðveldlega nýtt sér almenningssamgöngur, hjólað í skólann á sérstökum hjólastígum, að verslun og þjónusta sé innan hverfis en ekki á bílaeyjum á jaðri byggðar. Þetta mun til lengri tíma hafa jákvæð áhrif á umhverfi, lífsgæði og lýðheilsu. Hjá okkur, einstaklingunum fyrst og fremst, liggur ábyrgðin á því hvort mannskepnan eigi sér yfirleitt hugnanlega framtíð hér á jörð; hjá okkur sem allt eigum, okkur sem mörkum dýpstu umhverfissporin. Ábyrgð, en líka böns af tækifærum. Nýtum þau!
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar