Hvað felst í jólagjöf? Eva Ólafsdóttir skrifar 15. desember 2015 07:00 Fyrir nokkrum dögum rakst ég á umræðu á netinu þar sem fólk skiptist á skoðunum um það hversu hárri upphæð væri sanngjarnt að eyða í jólagjöf til barnanna. Margir nefndu ákveðið viðmið – allt frá nokkrum þúsundköllum upp í tugi þúsunda. Og oftar en ekki var búið að ákveða hærri upphæð fyrir eldri börn en þau yngri. Ég velti því fyrir mér hvaða hugur liggur hér að baki. Hvað felst í þeim gjöfum sem við gefum börnunum okkar og öðrum ástvinum? Það er svo skrítið hvernig gildismat landans virðist að miklu leyti markast af peningum. Peningar eru orðnir mælikvarði á það hversu mikils virði hlutirnir eru og ef þú kaupir eitthvað nógu dýrt þá ættirðu að vera öruggur með að verða þér ekki til skammar með jólagjöfinni sem þú gefur. Á hverju ári þegar jólin nálgast byrjar sami tvískinnungurinn að hljóma. Fólk deilir á samfélagsmiðlum fallegum boðskap um raunverulegan tilgang jólanna og þá þætti sem við eigum að leggja áherslu á á þessum tíma. Ekki tapa þér í stressinu! Ekki missa þig í þrifum og tiltekt! Ekki versla frá þér allt vit! Því jólin eru hátíð ljóss og friðar. Fljótlega fara svo að tínast inn sögur þar sem niðurbrotnir jólasveinar skammast sín fyrir að hafa gefið barni mandarínu þegar annar jólasveinn (augljóslega alveg með’etta) gaf nýjustu eplagræjuna. Og þá er ég ekki að tala um skrælara. Auglýsingar æpa á okkur með „jólagjöf ársins“ og áður en fólk getur snúið sér í hring hefur hjarðhegðunin tekið völdin og allir hlaupa á eftir hinum til að verða sér nú ekki til skammar með einhverri hallærisgjöf sem var vinsæl í fyrra. Eða jafnvel hitteðfyrra!Lífseigt fyrirbæri Svo virðist sem efnishyggja sé ótrúlega lífseigt fyrirbæri. Svo lífseig að hún nær rétt svo að blunda í þjóðarsálinni í gegnum krepputíma en vaknar af dvalanum jafnskjótt og fólk er komið um borð í björgunarbátana á meðan skútan marar enn í hálfu kafi. Kapphlaupið endurtekur sig – allir verða að eignast það sem Jói og Sigga við hliðina voru að eignast. Allir rembast við að skreyta sig með fjöðrum af sama hananum. Sem mér finnst raunar alveg óskiljanlegt, því hvað er eftirsóknarvert við það að heilu raðhúsalengjurnar séu með sömu blómavasana, sömu húsgagnalínuna og sama þrefalda klósettpappírinn (en hey, þetta er sko PAPCO!)? Hvað hlýst af þessu öllu? Börnin alast upp við brenglað gildismat þar sem það skiptir minna máli hver þú ert og hvað þú gerir heldur en hvað þú átt… og hvað það kostaði! Mannkostir einstaklingsins lúta í lægra haldi fyrir efnislegum hlutum, íburði og tilgerð. Sorglegt en satt. Og þegar upp er staðið skilur þetta ekkert eftir sig því enginn mun minnast þín fyrir dótið sem þú áttir. Pældu í því. Að þessu sögðu vil ég bæta við að auðvitað er ekki hægt að alhæfa um allt og alla og innst inni vitum við flest hvað lífið snýst um. Við vitum að allt þetta dót veitir okkur enga raunverulega hamingju heldur í besta falli stundarfró þar til næsta „jólagjöf ársins“ poppar upp. Við vitum að jólin snúast um ljós og frið og gæðastundir með þeim sem okkur þykir vænst um. En einhverra hluta vegna virðast þau ítök sem hjörðin hefur vera ótrúlega sterk og um leið og flaumurinn fer af stað hrífur hann fólk með sér – þrátt fyrir háleitar yfirlýsingar þess um raunverulegt gildi jólanna. Gleðilega hátíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum rakst ég á umræðu á netinu þar sem fólk skiptist á skoðunum um það hversu hárri upphæð væri sanngjarnt að eyða í jólagjöf til barnanna. Margir nefndu ákveðið viðmið – allt frá nokkrum þúsundköllum upp í tugi þúsunda. Og oftar en ekki var búið að ákveða hærri upphæð fyrir eldri börn en þau yngri. Ég velti því fyrir mér hvaða hugur liggur hér að baki. Hvað felst í þeim gjöfum sem við gefum börnunum okkar og öðrum ástvinum? Það er svo skrítið hvernig gildismat landans virðist að miklu leyti markast af peningum. Peningar eru orðnir mælikvarði á það hversu mikils virði hlutirnir eru og ef þú kaupir eitthvað nógu dýrt þá ættirðu að vera öruggur með að verða þér ekki til skammar með jólagjöfinni sem þú gefur. Á hverju ári þegar jólin nálgast byrjar sami tvískinnungurinn að hljóma. Fólk deilir á samfélagsmiðlum fallegum boðskap um raunverulegan tilgang jólanna og þá þætti sem við eigum að leggja áherslu á á þessum tíma. Ekki tapa þér í stressinu! Ekki missa þig í þrifum og tiltekt! Ekki versla frá þér allt vit! Því jólin eru hátíð ljóss og friðar. Fljótlega fara svo að tínast inn sögur þar sem niðurbrotnir jólasveinar skammast sín fyrir að hafa gefið barni mandarínu þegar annar jólasveinn (augljóslega alveg með’etta) gaf nýjustu eplagræjuna. Og þá er ég ekki að tala um skrælara. Auglýsingar æpa á okkur með „jólagjöf ársins“ og áður en fólk getur snúið sér í hring hefur hjarðhegðunin tekið völdin og allir hlaupa á eftir hinum til að verða sér nú ekki til skammar með einhverri hallærisgjöf sem var vinsæl í fyrra. Eða jafnvel hitteðfyrra!Lífseigt fyrirbæri Svo virðist sem efnishyggja sé ótrúlega lífseigt fyrirbæri. Svo lífseig að hún nær rétt svo að blunda í þjóðarsálinni í gegnum krepputíma en vaknar af dvalanum jafnskjótt og fólk er komið um borð í björgunarbátana á meðan skútan marar enn í hálfu kafi. Kapphlaupið endurtekur sig – allir verða að eignast það sem Jói og Sigga við hliðina voru að eignast. Allir rembast við að skreyta sig með fjöðrum af sama hananum. Sem mér finnst raunar alveg óskiljanlegt, því hvað er eftirsóknarvert við það að heilu raðhúsalengjurnar séu með sömu blómavasana, sömu húsgagnalínuna og sama þrefalda klósettpappírinn (en hey, þetta er sko PAPCO!)? Hvað hlýst af þessu öllu? Börnin alast upp við brenglað gildismat þar sem það skiptir minna máli hver þú ert og hvað þú gerir heldur en hvað þú átt… og hvað það kostaði! Mannkostir einstaklingsins lúta í lægra haldi fyrir efnislegum hlutum, íburði og tilgerð. Sorglegt en satt. Og þegar upp er staðið skilur þetta ekkert eftir sig því enginn mun minnast þín fyrir dótið sem þú áttir. Pældu í því. Að þessu sögðu vil ég bæta við að auðvitað er ekki hægt að alhæfa um allt og alla og innst inni vitum við flest hvað lífið snýst um. Við vitum að allt þetta dót veitir okkur enga raunverulega hamingju heldur í besta falli stundarfró þar til næsta „jólagjöf ársins“ poppar upp. Við vitum að jólin snúast um ljós og frið og gæðastundir með þeim sem okkur þykir vænst um. En einhverra hluta vegna virðast þau ítök sem hjörðin hefur vera ótrúlega sterk og um leið og flaumurinn fer af stað hrífur hann fólk með sér – þrátt fyrir háleitar yfirlýsingar þess um raunverulegt gildi jólanna. Gleðilega hátíð.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun