Góður árangur að komast í átta liða úrslit Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. janúar 2015 09:00 Farið yfir málin. Dagur Sigurðsson og Aron Kristjánsson fara yfir málin með kaffibolla í höndum eftir blaðamannafund HSÍ í gær. fréttablaðið/valli Dagur Sigurðsson á verðugt verkefni fyrir höndum að reisa þýska landsliðið aftur á þann stall sem það á heima á – að minnsta kosti að mati Þjóðverja. Átta ár eru liðin síðan að Þýskaland varð heimsmeistari en undanfarin ár hefur liðið átt erfitt með að komast inn á stórmót. Ákveðið var að endurnýja ekki samninga við Martin Heuberger eftir að Þýskaland tapaði fyrir Póllandi í undankeppni HM 2015 í Katar. Þýskaland komst þó inn eftir krókaleiðum líkt og kunnugt er en í millitíðinni var Dagur ráðinn landsliðsþjálfari. „Við hófum æfingar á milli jóla og nýárs og ég var sáttur við strákana þá. Ég vona að þeir komi einbeittir hingað til lands og spili tvo góða leiki gegn Íslandi,“ sagði Dagur við Fréttablaðið í gær en Ísland mætir Degi og lærisveinum hans í tveimur æfingaleikjum í Laugardalshöllinni, á morgun og á mánudagskvöld. „Það hafa verið smá skakkaföll í hópnum mínum eins og gengur og gerist en ég ef ég næ að endurheimta einhverja eftir þessa leiki verð ég sáttur,“ segir Dagur. Aðeins markverðir þýska liðsins eiga að baki meira en 100 landsleiki en til samanburðar má nefna að í hópi Íslands eru níu útileikmenn sem eiga meira en 100 leiki að baki. Dagur segir liðin gerólík að þessu leyti. „Ísland er með mun reynslumeira lið og sérstaklega hvað stórmótin varðar. Ég væri alveg til í að vera með 150 leikja mann í vinstri skyttunni sem væri búinn að skora sex mörk að meðaltali í leik síðustu fimmtán árin. En sá maður er bara ekki til,“ segir Dagur en þrátt fyrir allt eru ávallt miklar kröfur gerðar til þýska landsliðsins, enda handboltinn líklega hvergi stærri íþrótt en þar í landi. „Það eru alltaf væntingar gerðar til þýska landsliðsins en engu að síður finnst mér að menn hafi stillt þeim í hóf. Það myndi teljast mjög góður árangur að vera í hópi efstu átta liðanna, sérstaklega miðað við hvernig riðlarnir eru,“ segir Dagur og bætir við: „Helst myndi ég vilja sjá stöðugt lið og sleppa við miklar sveiflur á milli leikja. Ég held að þeir sem þekkja til í Þýskalandi séu sammála því.“ Heiner Brand, fyrrum landsliðsþjálfari og yfirmaður hjá þýska handboltasambandinu, sagði nýlega að þýska landsliðið ætti ávallt að stefna á 8-liða úrslitin. „Ég er sammála því. Ég er eiginilega sammála öllu því sem Heiner Brand segir. Meira að segja ég er með háleit markmið fyrir liðið en geri mér grein fyrir því að það þarf tíma til að ná þeim. Ég ætla þó ekki að fara í felur með það og get sagt að ég vil sjá liðið standa mjög framarlega,“ segir Dagur Sigurðsson að lokum.Dagur Sigurðsson verður á sunnudaginn fyrsti íslenski þjálfarinn til þess að stýra landsliði á móti íslenska handboltalandsliðinu í Laugardalshöllinni. Fréttablaðið notar tækifærið og rifjar upp nokkrar eftirminnilega leiki Dags í Höllinni.7. febrúar 1993 Skorar 7 mörk og er markahæstur þegar Valsmenn tryggja sér bikarinn með 24-20 sigri á Selfossi.11. nóvember 1993 Skorar sitt fyrsta landsliðsmark í Höllinni þegar Ísland vinnur 30-15 sigur á Búlgörum í undankeppni EM. 15. maí 1994 Skorar 5 mörk og er næstmarkahæstur þegar Valsmenn vinna 26-21 sigur á Haukum og tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn5. apríl 1996 Skorar 9 mörk og er markahæstur þegar Valsmenn tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með 25-17 sigri á KA. Tekur við Íslandsbikarnum í leikslok.27. nóvember 1996 Skorar fjögur mörk þegar Ísland vinnur gríðarlega mikilvægan 27-21 sigur á Dönum í undankeppni HM. Ísland komst á HM 1997 og endaði þar í 5. sæti.28. febrúar 2009 Skorar tvö mörk og endar handboltaferilinn í bikarúrslitaleiknum eftir að hafa hjálpað Val að vinna 31-24 sigur á Gróttu í úrslitaleik. Bikarmeistari með sextán ára millibili. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Dagur í viðtali við Gaupa: Spenntur að sjá íslenska liðið Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á 365, hitti Dag Sigurðsson, þjálfara þýska handboltalandsliðsins, á blaðamannafundi í dag en á fundinum var farið yfir tvo æfingaleiki Íslands og Þýskalands sem verða á sunnudag og mánudag. 2. janúar 2015 15:34 Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Sjá meira
Dagur Sigurðsson á verðugt verkefni fyrir höndum að reisa þýska landsliðið aftur á þann stall sem það á heima á – að minnsta kosti að mati Þjóðverja. Átta ár eru liðin síðan að Þýskaland varð heimsmeistari en undanfarin ár hefur liðið átt erfitt með að komast inn á stórmót. Ákveðið var að endurnýja ekki samninga við Martin Heuberger eftir að Þýskaland tapaði fyrir Póllandi í undankeppni HM 2015 í Katar. Þýskaland komst þó inn eftir krókaleiðum líkt og kunnugt er en í millitíðinni var Dagur ráðinn landsliðsþjálfari. „Við hófum æfingar á milli jóla og nýárs og ég var sáttur við strákana þá. Ég vona að þeir komi einbeittir hingað til lands og spili tvo góða leiki gegn Íslandi,“ sagði Dagur við Fréttablaðið í gær en Ísland mætir Degi og lærisveinum hans í tveimur æfingaleikjum í Laugardalshöllinni, á morgun og á mánudagskvöld. „Það hafa verið smá skakkaföll í hópnum mínum eins og gengur og gerist en ég ef ég næ að endurheimta einhverja eftir þessa leiki verð ég sáttur,“ segir Dagur. Aðeins markverðir þýska liðsins eiga að baki meira en 100 landsleiki en til samanburðar má nefna að í hópi Íslands eru níu útileikmenn sem eiga meira en 100 leiki að baki. Dagur segir liðin gerólík að þessu leyti. „Ísland er með mun reynslumeira lið og sérstaklega hvað stórmótin varðar. Ég væri alveg til í að vera með 150 leikja mann í vinstri skyttunni sem væri búinn að skora sex mörk að meðaltali í leik síðustu fimmtán árin. En sá maður er bara ekki til,“ segir Dagur en þrátt fyrir allt eru ávallt miklar kröfur gerðar til þýska landsliðsins, enda handboltinn líklega hvergi stærri íþrótt en þar í landi. „Það eru alltaf væntingar gerðar til þýska landsliðsins en engu að síður finnst mér að menn hafi stillt þeim í hóf. Það myndi teljast mjög góður árangur að vera í hópi efstu átta liðanna, sérstaklega miðað við hvernig riðlarnir eru,“ segir Dagur og bætir við: „Helst myndi ég vilja sjá stöðugt lið og sleppa við miklar sveiflur á milli leikja. Ég held að þeir sem þekkja til í Þýskalandi séu sammála því.“ Heiner Brand, fyrrum landsliðsþjálfari og yfirmaður hjá þýska handboltasambandinu, sagði nýlega að þýska landsliðið ætti ávallt að stefna á 8-liða úrslitin. „Ég er sammála því. Ég er eiginilega sammála öllu því sem Heiner Brand segir. Meira að segja ég er með háleit markmið fyrir liðið en geri mér grein fyrir því að það þarf tíma til að ná þeim. Ég ætla þó ekki að fara í felur með það og get sagt að ég vil sjá liðið standa mjög framarlega,“ segir Dagur Sigurðsson að lokum.Dagur Sigurðsson verður á sunnudaginn fyrsti íslenski þjálfarinn til þess að stýra landsliði á móti íslenska handboltalandsliðinu í Laugardalshöllinni. Fréttablaðið notar tækifærið og rifjar upp nokkrar eftirminnilega leiki Dags í Höllinni.7. febrúar 1993 Skorar 7 mörk og er markahæstur þegar Valsmenn tryggja sér bikarinn með 24-20 sigri á Selfossi.11. nóvember 1993 Skorar sitt fyrsta landsliðsmark í Höllinni þegar Ísland vinnur 30-15 sigur á Búlgörum í undankeppni EM. 15. maí 1994 Skorar 5 mörk og er næstmarkahæstur þegar Valsmenn vinna 26-21 sigur á Haukum og tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn5. apríl 1996 Skorar 9 mörk og er markahæstur þegar Valsmenn tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með 25-17 sigri á KA. Tekur við Íslandsbikarnum í leikslok.27. nóvember 1996 Skorar fjögur mörk þegar Ísland vinnur gríðarlega mikilvægan 27-21 sigur á Dönum í undankeppni HM. Ísland komst á HM 1997 og endaði þar í 5. sæti.28. febrúar 2009 Skorar tvö mörk og endar handboltaferilinn í bikarúrslitaleiknum eftir að hafa hjálpað Val að vinna 31-24 sigur á Gróttu í úrslitaleik. Bikarmeistari með sextán ára millibili.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Dagur í viðtali við Gaupa: Spenntur að sjá íslenska liðið Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á 365, hitti Dag Sigurðsson, þjálfara þýska handboltalandsliðsins, á blaðamannafundi í dag en á fundinum var farið yfir tvo æfingaleiki Íslands og Þýskalands sem verða á sunnudag og mánudag. 2. janúar 2015 15:34 Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Sjá meira
Dagur í viðtali við Gaupa: Spenntur að sjá íslenska liðið Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á 365, hitti Dag Sigurðsson, þjálfara þýska handboltalandsliðsins, á blaðamannafundi í dag en á fundinum var farið yfir tvo æfingaleiki Íslands og Þýskalands sem verða á sunnudag og mánudag. 2. janúar 2015 15:34