Til varnar kaupaukakerfi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 7. janúar 2015 10:30 Á síðasta ári lagði fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, fram frumvarp á Alþingi til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki. Töluverðar umræður urðu um einn þátt þessa frumvarps er laut að kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja eða bónuskerfi. Til stóð að slaka örlítið á einum ströngustu takmörkunum á kaupaukum sem þekkjast í hinum vestræna heimi og færa gildandi reglur nær viðmiðum Evrópusambandsins. Annálaðir álitsgjafar risu þá upp á afturlappirnar, mótmæltu hugmyndum þessum harðlega og dylgjuðu jafnvel um að annarlegar hvatir lægju að baki tillögu ráðherra.Málefnalega umræðu skortir Eftir hrun hefur lítið farið fyrir málefnalegri umræðu um kaupaukakerfi eða íhlutun löggjafans í tilhögun þessara kerfa. Þess í stað hafa fjölmiðlar og álitsgjafar barist gegn því að starfsmenn einkafyrirtækja, sem auka verðmæti hlutaðeigandi fyrirtækja, fái sanngjarna hlutdeild í þeirri aukningu. Krossferð þeirra sem svo tala er óskiljanleg.Afskipti löggjafa slæm Það er bæði óskynsamlegt og óeðlilegt að löggjafinn hlutist til um ráðningarkjör einkafyrirtækja. Markmið kaupaukakerfa er að skapa hvata fyrir starfsmenn til að auka verðmætasköpun fyrirtækis. Hvort þetta takist veltur auðvitað að meginstefnu til á því hvernig tekst til með hönnun slíks kerfis og hún á að sjálfsögðu að vera á ábyrgð hlutaðeigandi fyrirtækja. Fyrirtækin eru best til þess fallin að meta hvernig beri að haga kerfinu þannig að ákjósanlegu markmiði verði náð. Staðlað kerfi fyrir alla, hannað af löggjafanum, mun missa marks.Hver á að njóta aukins ábata? Það skýtur skökku við að hinir sömu spámenn og gagnrýna kaupaukakerfi, brynna einnig músum vegna hækkandi launa hjá fjármálafyrirtækjum. Hækkandi laun eru þó líklegast afleiðing hinna ströngu reglna um kaupaukakerfi. Svo virðist sem þessum aðilum þætti raunar farsælast að starfsmenn fjármálafyrirtækja hefðu lág laun og engar væntingar um kaupauka. Eðlilegt er að álykta að þeir vilji þá að hluthafar fái alla verðmætasköpun hlutaðeigandi fyrirtækja, þar sem aukin verðmætasköpun má hvorki fara í hærri laun né kaupauka starfsmanna. Miðað við orðræðuna verður þeirrar skoðunar þó varla vart. Orðræða álitsgjafanna virðist því miður sú að enginn skuli fá hin auknu verðmæti sem verða til við betri rekstur – þá verða álitsgjafarnir fyrst sáttir. Því miður fékk tillaga fjármálaráðherra ekki þinglega meðferð á liðnu ári. Tilefni er því til að skora á ráðherra að taka fyrri tillögu til endurskoðunar og mæla fyrir aukinni tilslökun takmarkana á kaupaukagreiðslum, þannig að auka megi frelsi einkafyrirtækja til ábata fyrir fyrirtækin, starfsmenn þeirra og samfélagið í heild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Sjá meira
Á síðasta ári lagði fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, fram frumvarp á Alþingi til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki. Töluverðar umræður urðu um einn þátt þessa frumvarps er laut að kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja eða bónuskerfi. Til stóð að slaka örlítið á einum ströngustu takmörkunum á kaupaukum sem þekkjast í hinum vestræna heimi og færa gildandi reglur nær viðmiðum Evrópusambandsins. Annálaðir álitsgjafar risu þá upp á afturlappirnar, mótmæltu hugmyndum þessum harðlega og dylgjuðu jafnvel um að annarlegar hvatir lægju að baki tillögu ráðherra.Málefnalega umræðu skortir Eftir hrun hefur lítið farið fyrir málefnalegri umræðu um kaupaukakerfi eða íhlutun löggjafans í tilhögun þessara kerfa. Þess í stað hafa fjölmiðlar og álitsgjafar barist gegn því að starfsmenn einkafyrirtækja, sem auka verðmæti hlutaðeigandi fyrirtækja, fái sanngjarna hlutdeild í þeirri aukningu. Krossferð þeirra sem svo tala er óskiljanleg.Afskipti löggjafa slæm Það er bæði óskynsamlegt og óeðlilegt að löggjafinn hlutist til um ráðningarkjör einkafyrirtækja. Markmið kaupaukakerfa er að skapa hvata fyrir starfsmenn til að auka verðmætasköpun fyrirtækis. Hvort þetta takist veltur auðvitað að meginstefnu til á því hvernig tekst til með hönnun slíks kerfis og hún á að sjálfsögðu að vera á ábyrgð hlutaðeigandi fyrirtækja. Fyrirtækin eru best til þess fallin að meta hvernig beri að haga kerfinu þannig að ákjósanlegu markmiði verði náð. Staðlað kerfi fyrir alla, hannað af löggjafanum, mun missa marks.Hver á að njóta aukins ábata? Það skýtur skökku við að hinir sömu spámenn og gagnrýna kaupaukakerfi, brynna einnig músum vegna hækkandi launa hjá fjármálafyrirtækjum. Hækkandi laun eru þó líklegast afleiðing hinna ströngu reglna um kaupaukakerfi. Svo virðist sem þessum aðilum þætti raunar farsælast að starfsmenn fjármálafyrirtækja hefðu lág laun og engar væntingar um kaupauka. Eðlilegt er að álykta að þeir vilji þá að hluthafar fái alla verðmætasköpun hlutaðeigandi fyrirtækja, þar sem aukin verðmætasköpun má hvorki fara í hærri laun né kaupauka starfsmanna. Miðað við orðræðuna verður þeirrar skoðunar þó varla vart. Orðræða álitsgjafanna virðist því miður sú að enginn skuli fá hin auknu verðmæti sem verða til við betri rekstur – þá verða álitsgjafarnir fyrst sáttir. Því miður fékk tillaga fjármálaráðherra ekki þinglega meðferð á liðnu ári. Tilefni er því til að skora á ráðherra að taka fyrri tillögu til endurskoðunar og mæla fyrir aukinni tilslökun takmarkana á kaupaukagreiðslum, þannig að auka megi frelsi einkafyrirtækja til ábata fyrir fyrirtækin, starfsmenn þeirra og samfélagið í heild.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar