Aron: Var reiður en veit að þjóðin styður mig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2015 06:00 Aron Pálmarsson beitti sér af fullum krafti á æfingu íslenska landsliðsins í gær. vísir/pjetur „Mér líður vel – mjög vel. Ég verð betri með hverjum deginum og hef komið vel undan öllu þessu. Það lítur út fyrir að ég verði 100 prósent á HM í Katar,“ sagði Aron Pálmarsson, leikstjórnandi í íslenska landsliðinu, eftir æfingu þess í Laugardalshöllinni í gær. Aron er að jafna sig eftir líkamsárás sem hann varð fyrir í miðbæ Reykjavíkur um þarsíðustu helgi. Aron kinnbeinsbrotnaði og fékk stóran skurð fyrir ofan augabrún sem þurfti að loka með níu sporum. Hann missti af æfingaleikjunum gegn Þýskalandi en er byrjaður að æfa af fullum krafti. „Strákarnir eru meðvitaðir um að það má ekki fara í andlitið á mér en ég vil samt vera á fullu í „kontakt“. Ég finn ekkert fyrir sársauka í hausnum eða neitt slíkt en það þarf að passa saumana svo að skurðurinn opnist ekki.“ Hann segir of snemmt að segja til um hvort að hann spili í æfingaleikjunum um helgina en strákarnir halda utan í dag og mæta Svíum í Kristianstad á morgun. Eftir það verður haldið til Danmerkur og leikið við heimamenn og Slóvena.vísir/stefánBúið að kæra til lögreglu Fréttirnar af líkamsárásinni vöktu gríðarlega athygli og Aron viðurkennir sjálfur að sér hafi ekki liðið vel fyrstu dagana á eftir. „Þetta kom á óvart og ég var reiður, enda búið að taka af mér undirbúninginn og mögulega HM þegar ég svo frétti að ég væri líka kinnbeinsbrotinn. En nú lítur þetta ágætlega út og er bara í fortíðinni. Ég vil nú einbeita mér að HM.“ Búið er að kæra málið til lögreglu og Aron segist ekki vita meira að svo stöddu. „Það er bara í höndum lögreglunnar. Þetta var tilefnislaus árás með öllu og ekki eins og að ég hafi verið að gera eitthvað af mér eða átt þetta skilið. Það væri kannski betra ef það væri svo því þá hefði ég engin svör. En fyrst svo er ekki þýðir ekkert að pæla meira í þessu og nú er ég búinn að fá þau svör að ég geti verið með á HM og æft á fullu. Þá verður þetta bara eins og áður.“vísir/valliBjóst ekki við öðru af strákunum Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliði fordæmdi árásina í viðtali við Fréttablaðið og Aron segir að hann hafi ekki átt von á öðru en að félagar hans í landsliðinu myndu styðja hann í gegnum þessar raunir. „Þetta er frábær hópur og þeir standa að sjálfsögðu þétt við bakið á mér. Það er leiðinlegt að öll þessi athygli hafi beinst að þessu máli en nú viljum við beina henni að HM,“ segir Aron sem býst við því að íslenska þjóðin muni veita honum sinn stuðning. „Ég hugsa að þjóðin hafi ekkert á móti mér eftir þetta,“ segir hann og brosir. „Ég veit að hún styður mig eins og hún hefur alltaf gert.“Vorum ekki nógu góðir Ísland tapaði fyrri æfingaleiknum gegn Þýskalandi en vann svo þann síðari, þar sem sóknarleikurinn gekk betur en í þeim fyrri. „Það er augljóst að við vorum ekki nógu góðir í þessum leikjum. Við erum þó að prófa ýmsa nýja hluti og sama gamla klisjan um að það sé hægt að taka ýmislegt jákvætt úr leikjunum gildir enn. Það er nú rúm vika í mót og við eigum enn þrjá æfingaleiki eftir. Mér finnst ganga vel á æfingum og það er góð stemning í hópnum og ég hef því engar áhyggjur af því að við verðum lélegir í fyrsta leik á HM,“ segir Aron. „Auðvitað þarf meiri fjölbreytni í sóknarleikinn og við erum að vinna í því að fá það inn. Við höfum þó aldrei verið lélegir í sókn í gegnum tíðina en hins vegar hefur vörnin oft verið lengi að koma til. En hún hefur verið fín og það er hundrað prósent öruggt að sóknin komi líka inn hjá okkur.“ Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar. 7. janúar 2015 12:17 Myndir af Aroni Pálmarssyni á æfingu í dag Aron Pálmarsson æfði með íslenska handboltalandsliðinu á opinni æfingu liðsins í dag en þetta var í fyrsta skiptið sem hann hitti fjölmiðlamenn eftir líkamsárásina sem hann varð fyrir milli jóla og nýárs. 7. janúar 2015 12:51 Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira
„Mér líður vel – mjög vel. Ég verð betri með hverjum deginum og hef komið vel undan öllu þessu. Það lítur út fyrir að ég verði 100 prósent á HM í Katar,“ sagði Aron Pálmarsson, leikstjórnandi í íslenska landsliðinu, eftir æfingu þess í Laugardalshöllinni í gær. Aron er að jafna sig eftir líkamsárás sem hann varð fyrir í miðbæ Reykjavíkur um þarsíðustu helgi. Aron kinnbeinsbrotnaði og fékk stóran skurð fyrir ofan augabrún sem þurfti að loka með níu sporum. Hann missti af æfingaleikjunum gegn Þýskalandi en er byrjaður að æfa af fullum krafti. „Strákarnir eru meðvitaðir um að það má ekki fara í andlitið á mér en ég vil samt vera á fullu í „kontakt“. Ég finn ekkert fyrir sársauka í hausnum eða neitt slíkt en það þarf að passa saumana svo að skurðurinn opnist ekki.“ Hann segir of snemmt að segja til um hvort að hann spili í æfingaleikjunum um helgina en strákarnir halda utan í dag og mæta Svíum í Kristianstad á morgun. Eftir það verður haldið til Danmerkur og leikið við heimamenn og Slóvena.vísir/stefánBúið að kæra til lögreglu Fréttirnar af líkamsárásinni vöktu gríðarlega athygli og Aron viðurkennir sjálfur að sér hafi ekki liðið vel fyrstu dagana á eftir. „Þetta kom á óvart og ég var reiður, enda búið að taka af mér undirbúninginn og mögulega HM þegar ég svo frétti að ég væri líka kinnbeinsbrotinn. En nú lítur þetta ágætlega út og er bara í fortíðinni. Ég vil nú einbeita mér að HM.“ Búið er að kæra málið til lögreglu og Aron segist ekki vita meira að svo stöddu. „Það er bara í höndum lögreglunnar. Þetta var tilefnislaus árás með öllu og ekki eins og að ég hafi verið að gera eitthvað af mér eða átt þetta skilið. Það væri kannski betra ef það væri svo því þá hefði ég engin svör. En fyrst svo er ekki þýðir ekkert að pæla meira í þessu og nú er ég búinn að fá þau svör að ég geti verið með á HM og æft á fullu. Þá verður þetta bara eins og áður.“vísir/valliBjóst ekki við öðru af strákunum Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliði fordæmdi árásina í viðtali við Fréttablaðið og Aron segir að hann hafi ekki átt von á öðru en að félagar hans í landsliðinu myndu styðja hann í gegnum þessar raunir. „Þetta er frábær hópur og þeir standa að sjálfsögðu þétt við bakið á mér. Það er leiðinlegt að öll þessi athygli hafi beinst að þessu máli en nú viljum við beina henni að HM,“ segir Aron sem býst við því að íslenska þjóðin muni veita honum sinn stuðning. „Ég hugsa að þjóðin hafi ekkert á móti mér eftir þetta,“ segir hann og brosir. „Ég veit að hún styður mig eins og hún hefur alltaf gert.“Vorum ekki nógu góðir Ísland tapaði fyrri æfingaleiknum gegn Þýskalandi en vann svo þann síðari, þar sem sóknarleikurinn gekk betur en í þeim fyrri. „Það er augljóst að við vorum ekki nógu góðir í þessum leikjum. Við erum þó að prófa ýmsa nýja hluti og sama gamla klisjan um að það sé hægt að taka ýmislegt jákvætt úr leikjunum gildir enn. Það er nú rúm vika í mót og við eigum enn þrjá æfingaleiki eftir. Mér finnst ganga vel á æfingum og það er góð stemning í hópnum og ég hef því engar áhyggjur af því að við verðum lélegir í fyrsta leik á HM,“ segir Aron. „Auðvitað þarf meiri fjölbreytni í sóknarleikinn og við erum að vinna í því að fá það inn. Við höfum þó aldrei verið lélegir í sókn í gegnum tíðina en hins vegar hefur vörnin oft verið lengi að koma til. En hún hefur verið fín og það er hundrað prósent öruggt að sóknin komi líka inn hjá okkur.“
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar. 7. janúar 2015 12:17 Myndir af Aroni Pálmarssyni á æfingu í dag Aron Pálmarsson æfði með íslenska handboltalandsliðinu á opinni æfingu liðsins í dag en þetta var í fyrsta skiptið sem hann hitti fjölmiðlamenn eftir líkamsárásina sem hann varð fyrir milli jóla og nýárs. 7. janúar 2015 12:51 Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira
Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar. 7. janúar 2015 12:17
Myndir af Aroni Pálmarssyni á æfingu í dag Aron Pálmarsson æfði með íslenska handboltalandsliðinu á opinni æfingu liðsins í dag en þetta var í fyrsta skiptið sem hann hitti fjölmiðlamenn eftir líkamsárásina sem hann varð fyrir milli jóla og nýárs. 7. janúar 2015 12:51