Ég mun slá þá út einn daginn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2015 16:00 Stefán Rafn Sigurmannsson er á hraðri uppleið í handboltaheiminum og segja sumir að hann sé besti varamaður heims. Hann gæti hæglega komist í mörg af bestu félagsliðum heims. vísir/ernir Hinn frábæri hornamaður Stefán Rafn Sigurmannsson fer með íslenska landsliðinu til Katar þar sem hann verður klár í slaginn ef Guðjón Valur Sigurðsson þarf á hvíld að halda. Það hefur reyndar ekki verið eftirsóknarvert að sitja á bekknum fyrir ofurmanninn Guðjón sem spilar nánast hverja einustu mínútu í hverjum einasta leik. Stefán Rafn fékk kærkomið tækifæri til þess að sýna sig og sanna í æfingaleikjunum um síðustu helgi og er óhætt að segja að hann hafi heldur betur stimplað sig inn. Þar er kominn arftaki Guðjóns Vals og þarf ekki að hafa áhyggjur af vinstri hornastöðunni næstu árin. Þeir sem til þekkja segja að Stefán Rafn gæti hæglega verið að spila með einhverju af bestu liðum heims. Hann sé einfaldlega það góður. Þrátt fyrir það hefur hann setið mikið á bekknum hjá Rhein-Neckar Löwen þar sem fyrir er þýski snillingurinn Uwe Gensheimer. Stefán Rafn er því varamaður hjá tveimur bestu vinstri hornamönnum heims – Guðjóni og Gensheimer. „Mér finnst fínt að keppa við þá. Það setur á mig aukna pressu og hvetur mig áfram til þess verða betri. Fyrir vikið legg ég harðar að mér til þess að veita þeim samkeppni. Ég finn að ég er farinn að pressa Gensheimer meira en í fyrra og er farinn að fá meiri spiltíma. Þá veit ég að ég er að gera eitthvað rétt,“ segir Stefán Rafn borubrattur en hann framlengdi við Löwen þó svo staðfest væri að Gensheimer yrði áfram hjá félaginu. „Ég mun halda áfram á þessari braut og slá þá út einn daginn. Þá veit ég að ég er orðinn góður. Þetta eru frábærir strákar sem hafa reynst mér vel og kennt mér mikið. Þeir gefa sig alltaf 100 prósent í allt og verulega gott að læra af þeim. Ég veit hvað þarf að bæta og að geta lært það af þeim er frábært.“Stefán í leik með félagsliði sínu.vísir/gettyÍ raun eru mjög margir hissa á því að Stefán Rafn sé ekki farinn til annars liðs en hann unir vel við sitt hlutskipti og er enn að læra. „Ég vil bara spila á toppnum. Við í Löwen erum í Evrópukeppni og það er mikið leikjaálag. Ég tel mig því fá nægan spiltíma hjá Löwen. Álaginu hefur verið vel dreift þannig að ég er mjög sáttur í augnablikinu. Ég fékk tilboð um að fara annað en ákvað að vera áfram hjá Löwen því ég tel mig vera nógu góðan til að vera í því liði. Mitt markmið er að vera orðinn byrjunarliðsmaður þar á næstu árum,“ segir Stefán Rafn en það breytti engu fyrir hann þó svo Guðmundur Guðmundsson hefði hætt og í hans stað hefði komið Daninn Nikolaj Jacobsen. Hann er einnig gamall hornamaður eins og Guðmundur. „Mér líður vel hjá Löwen. Ég lærði mikið af Gumma og get lært mikið af þessum þjálfara. Ég er á því að ég hafi bætt mig mjög mikið síðan ég gekk í raðir félagsins. Minn leikur hefur farið stigvaxandi og ég vona að það verði framhald þar á.“ Haukamaðurinn fyrrverandi segir að það hafi ekki mikið breyst hjá Löwen við þjálfaraskiptin. „Það er verið að vinna með sömu hluti. Við fengum nokkra nýja leikmenn en kerfin eru svipuð enda var Gummi búinn að byggja frábæran grunn hjá félaginu. Hann hefur aðeins bætt við en Gummi var búinn að byggja frábæran grunn sem við byggjum ofan á. Það hefur verið frekar auðvelt að taka við þessu liði sem Gummi bjó til.“ HM 2015 í Katar Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Sjá meira
Hinn frábæri hornamaður Stefán Rafn Sigurmannsson fer með íslenska landsliðinu til Katar þar sem hann verður klár í slaginn ef Guðjón Valur Sigurðsson þarf á hvíld að halda. Það hefur reyndar ekki verið eftirsóknarvert að sitja á bekknum fyrir ofurmanninn Guðjón sem spilar nánast hverja einustu mínútu í hverjum einasta leik. Stefán Rafn fékk kærkomið tækifæri til þess að sýna sig og sanna í æfingaleikjunum um síðustu helgi og er óhætt að segja að hann hafi heldur betur stimplað sig inn. Þar er kominn arftaki Guðjóns Vals og þarf ekki að hafa áhyggjur af vinstri hornastöðunni næstu árin. Þeir sem til þekkja segja að Stefán Rafn gæti hæglega verið að spila með einhverju af bestu liðum heims. Hann sé einfaldlega það góður. Þrátt fyrir það hefur hann setið mikið á bekknum hjá Rhein-Neckar Löwen þar sem fyrir er þýski snillingurinn Uwe Gensheimer. Stefán Rafn er því varamaður hjá tveimur bestu vinstri hornamönnum heims – Guðjóni og Gensheimer. „Mér finnst fínt að keppa við þá. Það setur á mig aukna pressu og hvetur mig áfram til þess verða betri. Fyrir vikið legg ég harðar að mér til þess að veita þeim samkeppni. Ég finn að ég er farinn að pressa Gensheimer meira en í fyrra og er farinn að fá meiri spiltíma. Þá veit ég að ég er að gera eitthvað rétt,“ segir Stefán Rafn borubrattur en hann framlengdi við Löwen þó svo staðfest væri að Gensheimer yrði áfram hjá félaginu. „Ég mun halda áfram á þessari braut og slá þá út einn daginn. Þá veit ég að ég er orðinn góður. Þetta eru frábærir strákar sem hafa reynst mér vel og kennt mér mikið. Þeir gefa sig alltaf 100 prósent í allt og verulega gott að læra af þeim. Ég veit hvað þarf að bæta og að geta lært það af þeim er frábært.“Stefán í leik með félagsliði sínu.vísir/gettyÍ raun eru mjög margir hissa á því að Stefán Rafn sé ekki farinn til annars liðs en hann unir vel við sitt hlutskipti og er enn að læra. „Ég vil bara spila á toppnum. Við í Löwen erum í Evrópukeppni og það er mikið leikjaálag. Ég tel mig því fá nægan spiltíma hjá Löwen. Álaginu hefur verið vel dreift þannig að ég er mjög sáttur í augnablikinu. Ég fékk tilboð um að fara annað en ákvað að vera áfram hjá Löwen því ég tel mig vera nógu góðan til að vera í því liði. Mitt markmið er að vera orðinn byrjunarliðsmaður þar á næstu árum,“ segir Stefán Rafn en það breytti engu fyrir hann þó svo Guðmundur Guðmundsson hefði hætt og í hans stað hefði komið Daninn Nikolaj Jacobsen. Hann er einnig gamall hornamaður eins og Guðmundur. „Mér líður vel hjá Löwen. Ég lærði mikið af Gumma og get lært mikið af þessum þjálfara. Ég er á því að ég hafi bætt mig mjög mikið síðan ég gekk í raðir félagsins. Minn leikur hefur farið stigvaxandi og ég vona að það verði framhald þar á.“ Haukamaðurinn fyrrverandi segir að það hafi ekki mikið breyst hjá Löwen við þjálfaraskiptin. „Það er verið að vinna með sömu hluti. Við fengum nokkra nýja leikmenn en kerfin eru svipuð enda var Gummi búinn að byggja frábæran grunn hjá félaginu. Hann hefur aðeins bætt við en Gummi var búinn að byggja frábæran grunn sem við byggjum ofan á. Það hefur verið frekar auðvelt að taka við þessu liði sem Gummi bjó til.“
HM 2015 í Katar Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Sjá meira