Skoðanir barna og ungmenna skipta máli Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 12. febrúar 2015 07:00 Ég hef fengið það hlutverk að vera einn af talsmönnum barna á Alþingi ásamt þingmönnum úr öllum flokkum er sæti eiga á Alþingi. Hlutverk okkar er fyrst og fremst að huga að áhrifum allra mála sem þingið fjallar um á börn og ungmenni. Hópurinn var formlega stofnaður fyrir tilstuðlan UNICEF, Barnaheilla og Umboðsmanns barna, á 25 ára afmælishátíð Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Laugalækjarskóla þann 20. nóvember í fyrra. Fyrsta verk hópsins var að sitja námskeið um Barnasáttmálann og í framhaldi af því var lögð fram þingsályktunartillaga um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna. Hún er nú til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd og fæst vonandi samþykkt í vor. Nýlega héldu átta ungmenni á aldrinum 14–18 ára úr ungmennaráðum ásamt fulltrúum Unicef, Barnaheillum og umboðsmanni barna fund með fulltrúum velferðarnefndar Alþingis. Meðal þess sem þau lögðu áherslu á var þátttaka og réttindi barna og þar ræddu þau meðal annars um 12. grein barnasáttmálans og mikilvægi þess að fullorðnir hlusti á börn og ungmenni. Þau ræddu líka skólakerfið og menntun í víðari skilningi en þar lögðu þau m.a. áherslu á að öll börn fengju skólamáltíðir óháð fjárhag foreldra, og velferðarmál þar sem þau lögðu áherslu á geðheilbrigðismál. Loks ræddu þau birtingarmyndir ofbeldis gegn börnum og mikilvægi forvarna tengdra því og einnig hvaða áhrif fátækt hefur á börn, m.a. möguleika þeirra til náms og tómstunda. Fundurinn, sem sendur var út í beinni útsendingu og finna má á heimasíðu Alþingis, var í alla staði frábær og ljóst að ekki þarf að kvíða framtíðinni með svo sköruleg ungmenni. Segja má að allflest mál varði börn og ungmenni með einhverjum hætti og því mikilvægt að hafa þau með í ráðum enda búa þau yfir verðmætum upplýsingum og reynslu. Það er líka hlutverk okkar fullorðnu að hvetja þau og efla gagnrýna hugsun. Því vil ég hvetja sveitarstjórnir og alþingismenn til að leita álits hjá ungmennaráðum um sem flest mál og víkka þar með sjóndeildarhring okkar fullorðnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Sjá meira
Ég hef fengið það hlutverk að vera einn af talsmönnum barna á Alþingi ásamt þingmönnum úr öllum flokkum er sæti eiga á Alþingi. Hlutverk okkar er fyrst og fremst að huga að áhrifum allra mála sem þingið fjallar um á börn og ungmenni. Hópurinn var formlega stofnaður fyrir tilstuðlan UNICEF, Barnaheilla og Umboðsmanns barna, á 25 ára afmælishátíð Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Laugalækjarskóla þann 20. nóvember í fyrra. Fyrsta verk hópsins var að sitja námskeið um Barnasáttmálann og í framhaldi af því var lögð fram þingsályktunartillaga um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna. Hún er nú til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd og fæst vonandi samþykkt í vor. Nýlega héldu átta ungmenni á aldrinum 14–18 ára úr ungmennaráðum ásamt fulltrúum Unicef, Barnaheillum og umboðsmanni barna fund með fulltrúum velferðarnefndar Alþingis. Meðal þess sem þau lögðu áherslu á var þátttaka og réttindi barna og þar ræddu þau meðal annars um 12. grein barnasáttmálans og mikilvægi þess að fullorðnir hlusti á börn og ungmenni. Þau ræddu líka skólakerfið og menntun í víðari skilningi en þar lögðu þau m.a. áherslu á að öll börn fengju skólamáltíðir óháð fjárhag foreldra, og velferðarmál þar sem þau lögðu áherslu á geðheilbrigðismál. Loks ræddu þau birtingarmyndir ofbeldis gegn börnum og mikilvægi forvarna tengdra því og einnig hvaða áhrif fátækt hefur á börn, m.a. möguleika þeirra til náms og tómstunda. Fundurinn, sem sendur var út í beinni útsendingu og finna má á heimasíðu Alþingis, var í alla staði frábær og ljóst að ekki þarf að kvíða framtíðinni með svo sköruleg ungmenni. Segja má að allflest mál varði börn og ungmenni með einhverjum hætti og því mikilvægt að hafa þau með í ráðum enda búa þau yfir verðmætum upplýsingum og reynslu. Það er líka hlutverk okkar fullorðnu að hvetja þau og efla gagnrýna hugsun. Því vil ég hvetja sveitarstjórnir og alþingismenn til að leita álits hjá ungmennaráðum um sem flest mál og víkka þar með sjóndeildarhring okkar fullorðnu.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar