Ísland – best í heimi? Sema Erla Serdar skrifar 26. febrúar 2015 07:00 Þau eru mörg dæmin sem hægt er að telja upp sem gætu rökstutt þá fullyrðingu að Ísland sé best í heimi. Hrein náttúra, lág glæpatíðni, staða jafnréttismála, besti bjórinn, Björk og Bæjarins bestu eru nokkur af þeim dæmum sem við Íslendingar notum óspart til þess að sannfæra okkur sjálf og aðra um að Ísland sé í raun best í heimi. Annað sem við viljum gjarnan státa okkur af er hið opna og frjálsa lýðræðissamfélag þar sem jafnrétti og réttlæti er við lýði og fólki er ekki mismunað, hvort sem er á grundvelli kyns, kynþáttar, kynhneigðar, trúarbragða, litarhafts eða öðru sem greinir einn einstakling frá öðrum, enda er öllum tekið með opnum örmum hér á Íslandi. Það eru ekki einungis Íslendingar sem sjá rómantíkina í þessu öllu saman og því hefur Ísland í langan tíma vakið áhuga fólks á landi og þjóð og margir hafa lagt leið sína hingað til þess að kynnast þessari dularfullu, framandi og fjarlægu eyju. Sumir hafa gengið enn lengra og sest hér að, með von um betra líf. Imane Errajea er ein af þeim. Imane sagði sögu sína í Fréttatímanum. Þar segir hún frá því að hún geti ekki hugsað sér lengur að búa á Íslandi vegna þeirrar framkomu sem fólk hefur sýnt henni þau þrjú ár sem hún hefur búið hér ásamt eiginmanni sínum og barni. Hún segir frá því hvernig fólk hefur forðast hana, ekki viljað kynnast henni vegna uppruna hennar, niðurlægt hana, hunsað hana úti á götu og hvernig hún hefur verið lögð í einelti af hendi starfsmanna Strætó! Það er ekki annað hægt en að finna fyrir sorg, reiði og skömm eftir slíkan lestur. Að einstaklingum sem koma hingað til lands til þess að finna hamingju, frið og frelsi sé útskúfað úr samfélaginu, hafi aldrei verið jafn einmana og hér á landi og telji sig þurfa að leita til annars lands til þess að börn þeirra fái tækifæri til þess að verða hamingjusöm. Það er ólíðandi að hér sé einstaklingum mismunað vegna uppruna þeirra, trúarbragða eða húðlitar. Það er ólíðandi að hér sé fólk lagt í einelti vegna þess að það er ekki fætt og uppalið á Íslandi. Það er ólíðandi að hér leyfi menn sér að útskúfa fólki vegna þess að það talar annað tungumál og það er ólíðandi að fólk leyfi sér framkomu eins og Imane lýsir. Verum áfram það samfélag sem státar sig af náttúruperlum, friði, öryggi og Björk Guðmundsdóttur. Verum ekki það samfélag sem einkennist af þjóðernisrembingi, fordómum og einelti og hrekur í burtu fólk sem hefur ákveðið að koma til Íslands, setjast hér að og hefja nýtt líf. Það Ísland er langt frá því að vera best í heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Sjá meira
Þau eru mörg dæmin sem hægt er að telja upp sem gætu rökstutt þá fullyrðingu að Ísland sé best í heimi. Hrein náttúra, lág glæpatíðni, staða jafnréttismála, besti bjórinn, Björk og Bæjarins bestu eru nokkur af þeim dæmum sem við Íslendingar notum óspart til þess að sannfæra okkur sjálf og aðra um að Ísland sé í raun best í heimi. Annað sem við viljum gjarnan státa okkur af er hið opna og frjálsa lýðræðissamfélag þar sem jafnrétti og réttlæti er við lýði og fólki er ekki mismunað, hvort sem er á grundvelli kyns, kynþáttar, kynhneigðar, trúarbragða, litarhafts eða öðru sem greinir einn einstakling frá öðrum, enda er öllum tekið með opnum örmum hér á Íslandi. Það eru ekki einungis Íslendingar sem sjá rómantíkina í þessu öllu saman og því hefur Ísland í langan tíma vakið áhuga fólks á landi og þjóð og margir hafa lagt leið sína hingað til þess að kynnast þessari dularfullu, framandi og fjarlægu eyju. Sumir hafa gengið enn lengra og sest hér að, með von um betra líf. Imane Errajea er ein af þeim. Imane sagði sögu sína í Fréttatímanum. Þar segir hún frá því að hún geti ekki hugsað sér lengur að búa á Íslandi vegna þeirrar framkomu sem fólk hefur sýnt henni þau þrjú ár sem hún hefur búið hér ásamt eiginmanni sínum og barni. Hún segir frá því hvernig fólk hefur forðast hana, ekki viljað kynnast henni vegna uppruna hennar, niðurlægt hana, hunsað hana úti á götu og hvernig hún hefur verið lögð í einelti af hendi starfsmanna Strætó! Það er ekki annað hægt en að finna fyrir sorg, reiði og skömm eftir slíkan lestur. Að einstaklingum sem koma hingað til lands til þess að finna hamingju, frið og frelsi sé útskúfað úr samfélaginu, hafi aldrei verið jafn einmana og hér á landi og telji sig þurfa að leita til annars lands til þess að börn þeirra fái tækifæri til þess að verða hamingjusöm. Það er ólíðandi að hér sé einstaklingum mismunað vegna uppruna þeirra, trúarbragða eða húðlitar. Það er ólíðandi að hér sé fólk lagt í einelti vegna þess að það er ekki fætt og uppalið á Íslandi. Það er ólíðandi að hér leyfi menn sér að útskúfa fólki vegna þess að það talar annað tungumál og það er ólíðandi að fólk leyfi sér framkomu eins og Imane lýsir. Verum áfram það samfélag sem státar sig af náttúruperlum, friði, öryggi og Björk Guðmundsdóttur. Verum ekki það samfélag sem einkennist af þjóðernisrembingi, fordómum og einelti og hrekur í burtu fólk sem hefur ákveðið að koma til Íslands, setjast hér að og hefja nýtt líf. Það Ísland er langt frá því að vera best í heimi.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun