Misskilningur í postulínsbúðinni Ólafur Stephensen skrifar 5. mars 2015 07:00 Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ríkisfyrirtækisins Íslandspósts (ÍSP), gerði því skóna í viðtali í Fréttablaðinu á þriðjudag að gagnrýni greinarhöfundar á starfsemi fyrirtækisins væri á misskilningi byggð. Það er á forstjóranum að skilja að aðskilnaður einkaréttarstarfsemi og samkeppnisrekstrar hjá Íslandspósti sé óskaplega flókinn. Lögin eru hins vegar einföld. Það má ekki niðurgreiða samkeppnisrekstur með tekjum af einkarétti. Í ákvörðun 18/2013 hafnaði Póst- og fjarskiptastofnun forsendum og útreikningum Íslandspósts á kostnaði sem er millifærður frá samkeppnisrekstri yfir á einkarétt. Stofnunin taldi að ÍSP yrði að gera betur grein fyrir ástæðum taprekstrar í einstökum þjónustuflokkum í samkeppnisrekstri, þannig að unnt væri að meta hvort verið væri að niðurgreiða samkeppni við einkaaðila. Fyrirtækið hefur enn ekki gert hreint fyrir sínum dyrum hvað þetta varðar. Það er því misskilningur hjá forstjóranum þegar hann segir að hann hafi „ekki fengið neinar meldingar frá eftirlitsaðilum okkar um að við séum að gera eitthvað rangt“. PFS hefur gert margvíslegar athugasemdir við bókhald og fjárhagslegan aðskilnað. Samkeppniseftirlitið hefur beitt bráðabirgðaákvörðunum, hótað dagsektum og sent félaginu andmælaskjal, þar sem kemur skýrt fram að stofnunin telji samkeppnisbrot hafa átt sér stað. Forstjórinn heldur því síðan fram að sáttameðferðin, sem ÍSP hefur undirgengizt hjá samkeppnisyfirvöldum, feli ekki í sér að nein samkeppnisbrot hafi verið framin, heldur sé „tilraun til að skýra málin“. Sáttameðferð samkvæmt 17. grein f. í samkeppnislögum hefst hins vegar ekki nema talið sé að samkeppnisbrot hafi átt sér stað og viðkomandi fyrirtæki samþykki að undirgangast sátt. Loks uppástendur forstjórinn að Íslandspóstur eigi í raun enga keppinauta: „Það er hægt að segja við fólk að við séum á kafi í samkeppni en það er bara enginn sem við erum að keppa við.“ Það er ákaflega hæpið að keppinautar Íslandspósts, til dæmis í prentþjónustu, gagnageymslu, flutningsmiðlun, sendibílaþjónustu eða póstdreifingu, skrifi upp á að þeir séu ekki til. Hér er ástæða til að ítreka spurninguna úr fyrri grein: Á löggjafinn að láta ríkisfyrirtæki ganga þannig laust eins og fíl í postulínsbúð, í ósanngjarnri samkeppni við einkafyrirtæki? Alveg sérstaklega þegar æðsti stjórnandi þess er haldinn svona alvarlegum misskilningi um að hann hafi ekkert gert af sér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Sjá meira
Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ríkisfyrirtækisins Íslandspósts (ÍSP), gerði því skóna í viðtali í Fréttablaðinu á þriðjudag að gagnrýni greinarhöfundar á starfsemi fyrirtækisins væri á misskilningi byggð. Það er á forstjóranum að skilja að aðskilnaður einkaréttarstarfsemi og samkeppnisrekstrar hjá Íslandspósti sé óskaplega flókinn. Lögin eru hins vegar einföld. Það má ekki niðurgreiða samkeppnisrekstur með tekjum af einkarétti. Í ákvörðun 18/2013 hafnaði Póst- og fjarskiptastofnun forsendum og útreikningum Íslandspósts á kostnaði sem er millifærður frá samkeppnisrekstri yfir á einkarétt. Stofnunin taldi að ÍSP yrði að gera betur grein fyrir ástæðum taprekstrar í einstökum þjónustuflokkum í samkeppnisrekstri, þannig að unnt væri að meta hvort verið væri að niðurgreiða samkeppni við einkaaðila. Fyrirtækið hefur enn ekki gert hreint fyrir sínum dyrum hvað þetta varðar. Það er því misskilningur hjá forstjóranum þegar hann segir að hann hafi „ekki fengið neinar meldingar frá eftirlitsaðilum okkar um að við séum að gera eitthvað rangt“. PFS hefur gert margvíslegar athugasemdir við bókhald og fjárhagslegan aðskilnað. Samkeppniseftirlitið hefur beitt bráðabirgðaákvörðunum, hótað dagsektum og sent félaginu andmælaskjal, þar sem kemur skýrt fram að stofnunin telji samkeppnisbrot hafa átt sér stað. Forstjórinn heldur því síðan fram að sáttameðferðin, sem ÍSP hefur undirgengizt hjá samkeppnisyfirvöldum, feli ekki í sér að nein samkeppnisbrot hafi verið framin, heldur sé „tilraun til að skýra málin“. Sáttameðferð samkvæmt 17. grein f. í samkeppnislögum hefst hins vegar ekki nema talið sé að samkeppnisbrot hafi átt sér stað og viðkomandi fyrirtæki samþykki að undirgangast sátt. Loks uppástendur forstjórinn að Íslandspóstur eigi í raun enga keppinauta: „Það er hægt að segja við fólk að við séum á kafi í samkeppni en það er bara enginn sem við erum að keppa við.“ Það er ákaflega hæpið að keppinautar Íslandspósts, til dæmis í prentþjónustu, gagnageymslu, flutningsmiðlun, sendibílaþjónustu eða póstdreifingu, skrifi upp á að þeir séu ekki til. Hér er ástæða til að ítreka spurninguna úr fyrri grein: Á löggjafinn að láta ríkisfyrirtæki ganga þannig laust eins og fíl í postulínsbúð, í ósanngjarnri samkeppni við einkafyrirtæki? Alveg sérstaklega þegar æðsti stjórnandi þess er haldinn svona alvarlegum misskilningi um að hann hafi ekkert gert af sér?
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun