Um Ævar Jóhannesson Guðríður Arnardóttir skrifar 16. apríl 2015 07:00 Sif Sigmarsdóttir fjallaði í grein sinni fyrir stuttu um óhefðbundnar lækningar og líkir þeim sem þær stunda við níðinga. Óhefðbundnar lækningar ná yfir vítt svið og alls kyns kukl eins og ætluðum breytingum á erfðaefni og kosmískri orkutilfærslu yfir í náttúrulækningar. Sjálfsagt sjá einhverjir gróðavon í fárveiku fólki sem grípur hvert hálmstrá sem býðst en vonandi eru flestir vel meinandi sem raunverulega trúa á lækningamátt náttúrunnar. Með grein sinni vegur Sif að æru Ævars Jóhannessonar sem er fyrir löngu orðinn landsþekktur fyrir lúpínuseyði sitt sem hann bruggaði til fjölda ára. Ég var svo lánsöm að fá að fylgjast með Ævari í starfi þegar ég vann um tíma hjá Raunvísindastofnun Háskólans. Þar var Ævar í jarðfræðihúsinu með aðsetur. Hann var einstakur. Hann var ráðagóður og skemmtilegur, góðmenni og mannvinur. Hann gat lagað allt, ef tækið var ekki til þá smíðaði hann það – gömul og úrelt tæki lifðu áfram vegna þess að Ævar gat á einhvern óskiljanlegan máta blásið í þau lífi í hvert sinn sem eitthvað bilaði. Og samhliða öllu þessu fylgdi hann hugsjón sinni og sauð lúpínuseyði alla daga til að anna mikilli eftirspurn. Þá man ég einmitt eftir því að margir töldu lúpínuseyðið draga úr aukaverkunum vegna krabbameinsmeðferða og mögulega reynast gagnlegt í baráttunni við krabbamein. Og þó ekki væri nema vonin ein og trúin á lækningarmátt lúpínuseyðisins færði Ævar fjölda Íslendinga seyðið sitt og tók ekki krónu fyrir. Engan veit ég hafa fylgt köllun sinni af þvílíkri sannfæringu og Ævar. Og hvers vegna ætti lúpínuseyði ekki að hafa jákvæð áhrif á meðferð krabbameinssjúkra? Eitt algengasta lyfið við meðferð brjóstakrabbameina er unnið úr trjáberki og uppgötvaðist einmitt vegna þess að innfæddir í Suður-Ameríku brugguðu úr berkinum seyði. Við hátíðlega athöfn árið 2010 heiðraði Kópavogsbær Ævar Jóhannesson fyrir ævistarf sitt. Undirrituð var þá formaður bæjarráðs og féll það í minn hlut að sýna Ævari þá virðingu og þann sóma sem í viðurkenningunni fólst. Í umsögn með viðurkenningu Kópavogsbæjar sagði meðal annars: „Með óeigingjörnu starfi sínu hefur Ævar auðgað samfélagið og gefið fjölmörgum einstaklingum styrk og kraft. Hann hefur nýtt náttúru Íslands á sjálfbæran hátt. Hann er frumkvöðull, mikill hugvitsmaður og mannvinur. Störf hans eru aðdáunarverð og hann er fyrirmynd í íslensku samfélagi.“ Að einhverjum skuli detta það í hug að kalla þennan öðling níðing er mér með öllu óskiljanlegt og algjörlega óafsakanlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Sif Sigmarsdóttir fjallaði í grein sinni fyrir stuttu um óhefðbundnar lækningar og líkir þeim sem þær stunda við níðinga. Óhefðbundnar lækningar ná yfir vítt svið og alls kyns kukl eins og ætluðum breytingum á erfðaefni og kosmískri orkutilfærslu yfir í náttúrulækningar. Sjálfsagt sjá einhverjir gróðavon í fárveiku fólki sem grípur hvert hálmstrá sem býðst en vonandi eru flestir vel meinandi sem raunverulega trúa á lækningamátt náttúrunnar. Með grein sinni vegur Sif að æru Ævars Jóhannessonar sem er fyrir löngu orðinn landsþekktur fyrir lúpínuseyði sitt sem hann bruggaði til fjölda ára. Ég var svo lánsöm að fá að fylgjast með Ævari í starfi þegar ég vann um tíma hjá Raunvísindastofnun Háskólans. Þar var Ævar í jarðfræðihúsinu með aðsetur. Hann var einstakur. Hann var ráðagóður og skemmtilegur, góðmenni og mannvinur. Hann gat lagað allt, ef tækið var ekki til þá smíðaði hann það – gömul og úrelt tæki lifðu áfram vegna þess að Ævar gat á einhvern óskiljanlegan máta blásið í þau lífi í hvert sinn sem eitthvað bilaði. Og samhliða öllu þessu fylgdi hann hugsjón sinni og sauð lúpínuseyði alla daga til að anna mikilli eftirspurn. Þá man ég einmitt eftir því að margir töldu lúpínuseyðið draga úr aukaverkunum vegna krabbameinsmeðferða og mögulega reynast gagnlegt í baráttunni við krabbamein. Og þó ekki væri nema vonin ein og trúin á lækningarmátt lúpínuseyðisins færði Ævar fjölda Íslendinga seyðið sitt og tók ekki krónu fyrir. Engan veit ég hafa fylgt köllun sinni af þvílíkri sannfæringu og Ævar. Og hvers vegna ætti lúpínuseyði ekki að hafa jákvæð áhrif á meðferð krabbameinssjúkra? Eitt algengasta lyfið við meðferð brjóstakrabbameina er unnið úr trjáberki og uppgötvaðist einmitt vegna þess að innfæddir í Suður-Ameríku brugguðu úr berkinum seyði. Við hátíðlega athöfn árið 2010 heiðraði Kópavogsbær Ævar Jóhannesson fyrir ævistarf sitt. Undirrituð var þá formaður bæjarráðs og féll það í minn hlut að sýna Ævari þá virðingu og þann sóma sem í viðurkenningunni fólst. Í umsögn með viðurkenningu Kópavogsbæjar sagði meðal annars: „Með óeigingjörnu starfi sínu hefur Ævar auðgað samfélagið og gefið fjölmörgum einstaklingum styrk og kraft. Hann hefur nýtt náttúru Íslands á sjálfbæran hátt. Hann er frumkvöðull, mikill hugvitsmaður og mannvinur. Störf hans eru aðdáunarverð og hann er fyrirmynd í íslensku samfélagi.“ Að einhverjum skuli detta það í hug að kalla þennan öðling níðing er mér með öllu óskiljanlegt og algjörlega óafsakanlegt.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun