Barack og Hillary Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 18. apríl 2015 07:00 Síðast þegar demókratar völdu forsetaefni var mörgu frjálslyndu flokksfólki vandi á höndum. Valið stóð milli tveggja öflugra frambjóðenda, sem hvor um sig myndi marka tímamót, næðu þeir kjöri. Þeldökkur karl atti kappi við konu. Fyrirrennararnir á forsetastóli voru allir hvítir karlar. Obama vann eftir hatramma baráttu og varð forseti. Clinton gerir nú aðra atlögu að forsetastólnum. Sitt sýnist hverjum um frammistöðu Obama þegar sígur á seinni hluta ferilsins. Almennt þótti hann of leiðitamur ríkjandi hagsmunaöflum og frekar daufur í stórum málum á fyrra kjörtímabilinu. Það sem af er því síðara hefur hann verið heldur líflegri. Hann fær stóran plús fyrir Kúbu. Erfitt er að spá um hvernig framtíðin mun meta feril hans. En skiptir uppruninn máli? Hefur sambúð kynþátta batnað á valdatíma forseta sem er afrískur að hálfu? Ítrekaðar útistöður lögreglu við þeldökka Bandaríkjamenn telja margir vísbendingu um afturför. Mikill meirihluti þeldökkra telur að á þá halli í réttarkerfinu almennt. Þeir fái þyngri dóma og verri meðferð í troðfullum fangelsum. Obama hafi engu breytt. Sama eigi við á fjölmörgum öðrum sviðum. Því er haldið fram að hálfafrískur forseti hafi orðið einhvers konar syndakvittun – fólk telji sig hafa gert upp við ljóta fortíð með því að treysta þeldökkum manni fyrir Hvíta húsinu. En það sé í raun lítil fórn. Embætti forseta skipti æ minna máli því stjórnmálavaldið sé ofurselt hagsmunaklíkum, sem öllu ráði í krafti peninga. Hvað sem því líður segja stuðningsmenn Obama að hann sé að taka til hendinni. Sáttargjörð vegna misréttis allt frá tímum þrælahaldsins sé í vinnslu – táknræn tilraun til að gera upp við söguna. Greinilega láti þeldökkir meira í sér heyra en áður. Það skýri athyglina, sem endurteknar misgjörðir lögreglu fá. Athyglin sýni framför, sem ekki sé sett í rétt samhengi í fréttum. Áður hafi lítið verið fjallað um slíkt. Verði Hillary Clinton fyrir valinu mun arfleifð Obama í kynþáttamálum skipta miklu máli. Takist andstæðingi hennar í forsetaslag að sannfæra kjósendur um að í sambúð kynþátta hafi ekkert þokast á tímum Obama, mun það yfirfært á hennar baráttu. Hvers vegna ætti konu þá að takast betur í jafnréttismálum? Clinton og Obama eru samherjar, sem róa á sömu atkvæðamið í eigin flokki. Báðum er talið til tekna að hún gerðist utanríkisráðherra í hans ríkisstjórn eftir að hafa beðið lægri hlut í erfiðum slag. Hún þótti sýna honum hollustu. Hann þótti sýna henni traust. Það verður því vandratað einstigi fyrir hana að stilla af fjarlægðina frá Obama. Meint mistök hans geta orðið fótakefli hennar. Meintir sigrar hans geta orðið ávinningur hennar. Það hallar á konur í Bandaríkjunum. Þær fá þriðjungi lægri laun en karlar. Þar er verk að vinna eins og í kynþáttamálum. Tvöföld ósk demókrata um sögulegar breytingar verður uppfyllt, ef hún verður eftirmaður hans. Rætist óskin mun sagan leiða í ljós hvort kyn eða hörundslitur Bandaríkjaforseta skipta miklu í hrópandi réttlætismálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Síðast þegar demókratar völdu forsetaefni var mörgu frjálslyndu flokksfólki vandi á höndum. Valið stóð milli tveggja öflugra frambjóðenda, sem hvor um sig myndi marka tímamót, næðu þeir kjöri. Þeldökkur karl atti kappi við konu. Fyrirrennararnir á forsetastóli voru allir hvítir karlar. Obama vann eftir hatramma baráttu og varð forseti. Clinton gerir nú aðra atlögu að forsetastólnum. Sitt sýnist hverjum um frammistöðu Obama þegar sígur á seinni hluta ferilsins. Almennt þótti hann of leiðitamur ríkjandi hagsmunaöflum og frekar daufur í stórum málum á fyrra kjörtímabilinu. Það sem af er því síðara hefur hann verið heldur líflegri. Hann fær stóran plús fyrir Kúbu. Erfitt er að spá um hvernig framtíðin mun meta feril hans. En skiptir uppruninn máli? Hefur sambúð kynþátta batnað á valdatíma forseta sem er afrískur að hálfu? Ítrekaðar útistöður lögreglu við þeldökka Bandaríkjamenn telja margir vísbendingu um afturför. Mikill meirihluti þeldökkra telur að á þá halli í réttarkerfinu almennt. Þeir fái þyngri dóma og verri meðferð í troðfullum fangelsum. Obama hafi engu breytt. Sama eigi við á fjölmörgum öðrum sviðum. Því er haldið fram að hálfafrískur forseti hafi orðið einhvers konar syndakvittun – fólk telji sig hafa gert upp við ljóta fortíð með því að treysta þeldökkum manni fyrir Hvíta húsinu. En það sé í raun lítil fórn. Embætti forseta skipti æ minna máli því stjórnmálavaldið sé ofurselt hagsmunaklíkum, sem öllu ráði í krafti peninga. Hvað sem því líður segja stuðningsmenn Obama að hann sé að taka til hendinni. Sáttargjörð vegna misréttis allt frá tímum þrælahaldsins sé í vinnslu – táknræn tilraun til að gera upp við söguna. Greinilega láti þeldökkir meira í sér heyra en áður. Það skýri athyglina, sem endurteknar misgjörðir lögreglu fá. Athyglin sýni framför, sem ekki sé sett í rétt samhengi í fréttum. Áður hafi lítið verið fjallað um slíkt. Verði Hillary Clinton fyrir valinu mun arfleifð Obama í kynþáttamálum skipta miklu máli. Takist andstæðingi hennar í forsetaslag að sannfæra kjósendur um að í sambúð kynþátta hafi ekkert þokast á tímum Obama, mun það yfirfært á hennar baráttu. Hvers vegna ætti konu þá að takast betur í jafnréttismálum? Clinton og Obama eru samherjar, sem róa á sömu atkvæðamið í eigin flokki. Báðum er talið til tekna að hún gerðist utanríkisráðherra í hans ríkisstjórn eftir að hafa beðið lægri hlut í erfiðum slag. Hún þótti sýna honum hollustu. Hann þótti sýna henni traust. Það verður því vandratað einstigi fyrir hana að stilla af fjarlægðina frá Obama. Meint mistök hans geta orðið fótakefli hennar. Meintir sigrar hans geta orðið ávinningur hennar. Það hallar á konur í Bandaríkjunum. Þær fá þriðjungi lægri laun en karlar. Þar er verk að vinna eins og í kynþáttamálum. Tvöföld ósk demókrata um sögulegar breytingar verður uppfyllt, ef hún verður eftirmaður hans. Rætist óskin mun sagan leiða í ljós hvort kyn eða hörundslitur Bandaríkjaforseta skipta miklu í hrópandi réttlætismálum.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun