Sjómenn við skyldustörf Ari Trausti Guðmundsson skrifar 18. apríl 2015 07:00 Það er hollt að muna hver uppruni okkar Íslendinga er. Þjóðin varð til úr hópum fólks sem efndi til eins konar þjóðflutninga burt af meginlandi Evrópu. Orsakir þeirra voru efalítið nokkrar. Alveg áreiðanlega var þeirra á meðal ósk um betra líf en heima fyrir, sér og sínum til handa. Og áreiðanlega ótti um eigið líf og afkomenda í sumum tilvikum. Við stærum okkur oft af því að þessi tiltekna fólksblanda fæddi af sér merkar bókmenntir, sennilega og einmitt af því að þarna runnu saman hópar með ólíka siði og bakgrunn og síðast en ekki síst trúarbrögð; kristnir Keltar og heiðnir norðurbúar sem svo sameinuðust í einum sið. Síðar hafa komið til minni hópar sem hér blönduðust; til dæmis örfá hundruð þýskumælandi menn (karlar en einkum konur) beggja vegna síðari heimsstyrjaldarinnar sem meðal annars færðu okkur margir hverjir nútíma, klassíska tónlist í bland við íslenska tónlistarmenn, svo það eina dæmi sé nefnt. Þegar nú landsmenn okkar agnúast út í innflytjendur vegna trúarbragða eða siða sem eru aðrir en okkar, eða virka gamaldags, er hollt að minnast hve stutt er síðan við sjálf komum þannig fyrir sjónir meginlandsbúa. Hafa menn ekki séð gamlar ljósmyndir af hnípnum konum með skýluklúta og hendur í skauti skrefi aftan við karlmenn á einhverjum hálfhrörlegum sveitabænum? Við eigum almennt séð að fagna fólki sem vill búa hér og vinna og verðum að skilja að það tekur tvær til þrjár kynslóðir að aðlagast nýju samfélagi sbr. Íslendinga í Vesturheimi. Nú í dag eigum við þó að fagna öðru, þó ekki væri nema í nokkrar vikur: Björgunarafrekum áhafna Landhelgisgæslunnar á Miðjarðarhafi. Þar hefur hundruðum og þúsundum flóttamanna í sárri neyð verið komið til hjálpar og þeim greidd leið til skárri tilveru en heima fyrir. Fæstir fá að koma hingað vegna rangrar stefnu þar að lútandi. En við getum þá alltént skorað á íslensk stjórnvöld að íhuga breytingar á henni, skorað á þau að gera vel við Landhelgisgæsluna og heiðra sjómennina, og loks skorað á forseta lýðveldisins að dusta rykið af afreksorðum embættisins og sinna þeim embættisskyldum að hitta áhafnir sem þjóna þarna syðra og hrósa mönnum almennilega. Þökk fyrir, þið Týsverjar og aðrir, sem sýnið í verki að mannúð er næg á Íslandi.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Það er hollt að muna hver uppruni okkar Íslendinga er. Þjóðin varð til úr hópum fólks sem efndi til eins konar þjóðflutninga burt af meginlandi Evrópu. Orsakir þeirra voru efalítið nokkrar. Alveg áreiðanlega var þeirra á meðal ósk um betra líf en heima fyrir, sér og sínum til handa. Og áreiðanlega ótti um eigið líf og afkomenda í sumum tilvikum. Við stærum okkur oft af því að þessi tiltekna fólksblanda fæddi af sér merkar bókmenntir, sennilega og einmitt af því að þarna runnu saman hópar með ólíka siði og bakgrunn og síðast en ekki síst trúarbrögð; kristnir Keltar og heiðnir norðurbúar sem svo sameinuðust í einum sið. Síðar hafa komið til minni hópar sem hér blönduðust; til dæmis örfá hundruð þýskumælandi menn (karlar en einkum konur) beggja vegna síðari heimsstyrjaldarinnar sem meðal annars færðu okkur margir hverjir nútíma, klassíska tónlist í bland við íslenska tónlistarmenn, svo það eina dæmi sé nefnt. Þegar nú landsmenn okkar agnúast út í innflytjendur vegna trúarbragða eða siða sem eru aðrir en okkar, eða virka gamaldags, er hollt að minnast hve stutt er síðan við sjálf komum þannig fyrir sjónir meginlandsbúa. Hafa menn ekki séð gamlar ljósmyndir af hnípnum konum með skýluklúta og hendur í skauti skrefi aftan við karlmenn á einhverjum hálfhrörlegum sveitabænum? Við eigum almennt séð að fagna fólki sem vill búa hér og vinna og verðum að skilja að það tekur tvær til þrjár kynslóðir að aðlagast nýju samfélagi sbr. Íslendinga í Vesturheimi. Nú í dag eigum við þó að fagna öðru, þó ekki væri nema í nokkrar vikur: Björgunarafrekum áhafna Landhelgisgæslunnar á Miðjarðarhafi. Þar hefur hundruðum og þúsundum flóttamanna í sárri neyð verið komið til hjálpar og þeim greidd leið til skárri tilveru en heima fyrir. Fæstir fá að koma hingað vegna rangrar stefnu þar að lútandi. En við getum þá alltént skorað á íslensk stjórnvöld að íhuga breytingar á henni, skorað á þau að gera vel við Landhelgisgæsluna og heiðra sjómennina, og loks skorað á forseta lýðveldisins að dusta rykið af afreksorðum embættisins og sinna þeim embættisskyldum að hitta áhafnir sem þjóna þarna syðra og hrósa mönnum almennilega. Þökk fyrir, þið Týsverjar og aðrir, sem sýnið í verki að mannúð er næg á Íslandi.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun