Veljum réttlæti Katrín Jakobsdóttir skrifar 1. maí 2015 07:00 Í dag fögnum við baráttudegi verkalýðsins, göngum fylktu liði og látum kröfuna um réttlátt samfélag enduróma um landið allt. Þessi dagur hefur sérstaka merkingu nú þegar ástandið á vinnumarkaði er alvarlegra en um langt skeið. En kröfugöngur dagsins snúast ekki einungis um kröfur samtímans. Þær snúast einnig um vaxandi misrétti í heiminum öllum á undanförnum árum og áratugum, bæði milli ólíkra heimshluta og innan einstakra samfélaga. Þessi þróun tengist uppgangi nýfrjálshyggjunnar á níunda áratugnum þegar Reagan og Thatcher og aðrir í kjölfar þeirra innleiddu kreddur hennar af miklum móð með skattkerfisbreytingum og einkavæðingu í þágu hinna ríku. Eins og ýmsir fræðimenn hafa vakið athygli á í seinni tíð leiddu þessar pólitísku aðgerðir af sér stóraukinn ójöfnuð í vestrænum samfélögum sem veldur ólgu og ógnar tilvist þeirra og heimsins alls; eins mun aukinn jöfnuður eingöngu nást með pólitískum aðgerðum.Jöfnuður er góður fyrir samfélagið Þeim samfélögum sem hafa grundvallast á jafnaðarhugsjón hefur vegnað best í heiminum í öllum alþjóðlegum samanburði, meðal annars vegna þess að jöfnuðurinn sjálfur hefur verið mikilvægur þáttur í samfélagsgerðinni og almennur skilningur hefur verið sá að samfélagið sé eitt fyrir alla. Því miður hefur sá skilningur dvínað að undanförnu þó að þessi samfélög standi enn fremst allra þegar kemur að lífsgæðum. Jöfnuður er góður fyrir samfélagið sem heild og fyrir alla – og það eru mikil öfugmæli þegar ólga á hérlendum vinnumarkaði er sögð vegna þess að jöfnuður sé hreinlega orðinn of mikill eins og ráðamenn láta nú hafa eftir sér. Eftir hrun varð tekjudreifing á Íslandi jafnari en áður. Bæði vegna þess að hæstu tekjur lækkuðu en líka vegna þess að síðasta ríkisstjórn reyndi að dreifa byrðunum jafnt; meðal annars með þrepaskiptu skattkerfi að norrænni fyrirmynd þannig að þeir sem lægstar tekjur hafa greiði lægri skatta en þeir sem hafa hærri tekjur. Núverandi ríkisstjórn vill það jafnaðarkerfi feigt og stefnir að því að fækka þrepum sem myndi hafa slæm áhrif á lágtekjufólk. Þær skattabreytingar sem núverandi ríkisstjórn hefur þegar ráðist í hafa allar beinst gegn lágtekjufólki – þar á meðal hækkun á matarskatti sem hefur hlutfallslega meiri áhrif á tekjuminna fólk en hina sem hafa meira á milli handanna. Það er því hætta á að ójöfnuður í tekjum aukist á nýjan leik enda beinlínis að því stefnt. Á sama tíma hefur ójöfnuður í eignum vaxið jafnt og þétt, fyrir og eftir hrun. Ríkustu tíu prósent íslenskra heimila áttu 56% heildareigna árið 1997 en árið 2013 áttu þau um 71%. Líklega er það hlutfall hærra því að ekki er fullnægjandi yfirsýn til yfir erlendar eignir. Þessi samþjöppun eigna er sama þróun og þekkt er um heim allan. Henni verður að breyta með pólitískum aðgerðum. Eins og franski hagfræðingurinn Thomas Piketty hefur bent á er hægt að breyta henni með breyttri skattastefnu, auknu alþjóðlegu samstarfi um skattamál og öflugu velferðar- og menntakerfi þar sem allir eiga jafnan aðgang. Því miður er það ekki sú pólitík sem núverandi ríkisstjórn stendur fyrir. Hennar helsta áhyggjuefni er of mikill jöfnuður í samfélaginu og því miður bendir ekkert til þess að lát verði á því verkefni hennar að gera hina ríku ríkari en hina fátæku fátækari. Einungis kjósendur geta snúið þeirri þróun við.Til hamingju með daginn.Veljum réttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag fögnum við baráttudegi verkalýðsins, göngum fylktu liði og látum kröfuna um réttlátt samfélag enduróma um landið allt. Þessi dagur hefur sérstaka merkingu nú þegar ástandið á vinnumarkaði er alvarlegra en um langt skeið. En kröfugöngur dagsins snúast ekki einungis um kröfur samtímans. Þær snúast einnig um vaxandi misrétti í heiminum öllum á undanförnum árum og áratugum, bæði milli ólíkra heimshluta og innan einstakra samfélaga. Þessi þróun tengist uppgangi nýfrjálshyggjunnar á níunda áratugnum þegar Reagan og Thatcher og aðrir í kjölfar þeirra innleiddu kreddur hennar af miklum móð með skattkerfisbreytingum og einkavæðingu í þágu hinna ríku. Eins og ýmsir fræðimenn hafa vakið athygli á í seinni tíð leiddu þessar pólitísku aðgerðir af sér stóraukinn ójöfnuð í vestrænum samfélögum sem veldur ólgu og ógnar tilvist þeirra og heimsins alls; eins mun aukinn jöfnuður eingöngu nást með pólitískum aðgerðum.Jöfnuður er góður fyrir samfélagið Þeim samfélögum sem hafa grundvallast á jafnaðarhugsjón hefur vegnað best í heiminum í öllum alþjóðlegum samanburði, meðal annars vegna þess að jöfnuðurinn sjálfur hefur verið mikilvægur þáttur í samfélagsgerðinni og almennur skilningur hefur verið sá að samfélagið sé eitt fyrir alla. Því miður hefur sá skilningur dvínað að undanförnu þó að þessi samfélög standi enn fremst allra þegar kemur að lífsgæðum. Jöfnuður er góður fyrir samfélagið sem heild og fyrir alla – og það eru mikil öfugmæli þegar ólga á hérlendum vinnumarkaði er sögð vegna þess að jöfnuður sé hreinlega orðinn of mikill eins og ráðamenn láta nú hafa eftir sér. Eftir hrun varð tekjudreifing á Íslandi jafnari en áður. Bæði vegna þess að hæstu tekjur lækkuðu en líka vegna þess að síðasta ríkisstjórn reyndi að dreifa byrðunum jafnt; meðal annars með þrepaskiptu skattkerfi að norrænni fyrirmynd þannig að þeir sem lægstar tekjur hafa greiði lægri skatta en þeir sem hafa hærri tekjur. Núverandi ríkisstjórn vill það jafnaðarkerfi feigt og stefnir að því að fækka þrepum sem myndi hafa slæm áhrif á lágtekjufólk. Þær skattabreytingar sem núverandi ríkisstjórn hefur þegar ráðist í hafa allar beinst gegn lágtekjufólki – þar á meðal hækkun á matarskatti sem hefur hlutfallslega meiri áhrif á tekjuminna fólk en hina sem hafa meira á milli handanna. Það er því hætta á að ójöfnuður í tekjum aukist á nýjan leik enda beinlínis að því stefnt. Á sama tíma hefur ójöfnuður í eignum vaxið jafnt og þétt, fyrir og eftir hrun. Ríkustu tíu prósent íslenskra heimila áttu 56% heildareigna árið 1997 en árið 2013 áttu þau um 71%. Líklega er það hlutfall hærra því að ekki er fullnægjandi yfirsýn til yfir erlendar eignir. Þessi samþjöppun eigna er sama þróun og þekkt er um heim allan. Henni verður að breyta með pólitískum aðgerðum. Eins og franski hagfræðingurinn Thomas Piketty hefur bent á er hægt að breyta henni með breyttri skattastefnu, auknu alþjóðlegu samstarfi um skattamál og öflugu velferðar- og menntakerfi þar sem allir eiga jafnan aðgang. Því miður er það ekki sú pólitík sem núverandi ríkisstjórn stendur fyrir. Hennar helsta áhyggjuefni er of mikill jöfnuður í samfélaginu og því miður bendir ekkert til þess að lát verði á því verkefni hennar að gera hina ríku ríkari en hina fátæku fátækari. Einungis kjósendur geta snúið þeirri þróun við.Til hamingju með daginn.Veljum réttlæti.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar