Tálsýn verulegra launahækkana Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 13. maí 2015 12:00 Miðað við fréttir liðinna daga má búast við því að stór hluti vinnandi fólks fari í þvingað launalaust sumarfrí og óvíst er hversu lengi það mun standa og hverju það mun skila. Sá stutti þanki sem hér fer á eftir vinnur vafalaust ekki vinsældakosningu, en hvað um það. Staðreyndin er sú að verkföll og þvinguð, veruleg hækkun launa á hinum frjálsa markaði, munu ekki skila launþegum ábata til lengri tíma. Nú skal reynt að skýra þetta í stuttu máli. Þegar verkalýðsfélög setja fram kröfur um hækkun launa má ætla að slík krafa byggi á því að sækja megi slíka launahækkun í hagnað vinnuveitanda. Í ljósi þeirra umrótstíma sem verið hafa í íslensku efnahagslífi umliðin ár má ætla að þau fyrirtæki sem þó lifðu tímabilið af, séu fjarri því að vera komin í þá stöðu að miklum hagnaði sé úthlutað til eigenda. Þegar af þessari ástæðu er hugmyndin slæm. Þetta er þó ekki aðalatriðið og hugsanlega gengur það upp til skamms tíma eða við einstakar aðstæður að launahækkanir náist á kostnað hagnaðar. Það sem mun þó að öllum líkindum gerast, ef launahækkanir eru þvingaðar fram í fyrirtæki, er að hlutaðeigandi fyrirtæki mætir auknum kostnaði með hækkun verðs á seldri vöru eða þjónustu. Út frá lögmálum hagfræðinnar er raunar sérstaklega líklegt að þetta verði raunin hér á landi, enda fátítt að íslensk fyrirtæki búi við erlenda samkeppni sem getur veitt þeim íslensku verulegt samkeppnislegt aðhald. Launahækkunum er þannig velt yfir á neytendur, og þessir sömu neytendur eru auðvitað einnig launafólk. Við hækkun á vöru eða þjónustu munu raunlaun því aðeins verða lægri þegar upp er staðið. Heildarmyndin er þó ekki komin við þetta eitt, enda kann hækkandi verð að leiða til samdráttar í sölu og hagnaður hlutaðeigandi fyrirtækja verður minni. Líklegasta afleiðing þessa til lengri tíma er síðan sú að atvinna dregst saman og heildarlaun taka að lækka. Þrátt fyrir markmið verkalýðshreyfingarinnar um verulega hækkun launa, þá leiðir af fyrrgreindu að slík hækkun, gengi hún eftir, væri aðeins til skamms tíma. Til lengri tíma verður hin endanlega niðurstaða að öllum líkindum önnur. Of margir kjósa því miður að líta fram hjá þessu. Grasið verður því miður ekki grænna hinum megin við þvingaða, launalausa sumarfríið. Það má vonandi hafa það í huga áður en lagt er af stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Miðað við fréttir liðinna daga má búast við því að stór hluti vinnandi fólks fari í þvingað launalaust sumarfrí og óvíst er hversu lengi það mun standa og hverju það mun skila. Sá stutti þanki sem hér fer á eftir vinnur vafalaust ekki vinsældakosningu, en hvað um það. Staðreyndin er sú að verkföll og þvinguð, veruleg hækkun launa á hinum frjálsa markaði, munu ekki skila launþegum ábata til lengri tíma. Nú skal reynt að skýra þetta í stuttu máli. Þegar verkalýðsfélög setja fram kröfur um hækkun launa má ætla að slík krafa byggi á því að sækja megi slíka launahækkun í hagnað vinnuveitanda. Í ljósi þeirra umrótstíma sem verið hafa í íslensku efnahagslífi umliðin ár má ætla að þau fyrirtæki sem þó lifðu tímabilið af, séu fjarri því að vera komin í þá stöðu að miklum hagnaði sé úthlutað til eigenda. Þegar af þessari ástæðu er hugmyndin slæm. Þetta er þó ekki aðalatriðið og hugsanlega gengur það upp til skamms tíma eða við einstakar aðstæður að launahækkanir náist á kostnað hagnaðar. Það sem mun þó að öllum líkindum gerast, ef launahækkanir eru þvingaðar fram í fyrirtæki, er að hlutaðeigandi fyrirtæki mætir auknum kostnaði með hækkun verðs á seldri vöru eða þjónustu. Út frá lögmálum hagfræðinnar er raunar sérstaklega líklegt að þetta verði raunin hér á landi, enda fátítt að íslensk fyrirtæki búi við erlenda samkeppni sem getur veitt þeim íslensku verulegt samkeppnislegt aðhald. Launahækkunum er þannig velt yfir á neytendur, og þessir sömu neytendur eru auðvitað einnig launafólk. Við hækkun á vöru eða þjónustu munu raunlaun því aðeins verða lægri þegar upp er staðið. Heildarmyndin er þó ekki komin við þetta eitt, enda kann hækkandi verð að leiða til samdráttar í sölu og hagnaður hlutaðeigandi fyrirtækja verður minni. Líklegasta afleiðing þessa til lengri tíma er síðan sú að atvinna dregst saman og heildarlaun taka að lækka. Þrátt fyrir markmið verkalýðshreyfingarinnar um verulega hækkun launa, þá leiðir af fyrrgreindu að slík hækkun, gengi hún eftir, væri aðeins til skamms tíma. Til lengri tíma verður hin endanlega niðurstaða að öllum líkindum önnur. Of margir kjósa því miður að líta fram hjá þessu. Grasið verður því miður ekki grænna hinum megin við þvingaða, launalausa sumarfríið. Það má vonandi hafa það í huga áður en lagt er af stað.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar