Hámörkuð nýting á markaðsfé Eva Magnúsdóttir skrifar 1. júlí 2015 07:00 Fyrirtæki vilja gjarna hámarka nýtingu á markaðsfé sínu og mikilvægt er að hitta í mark. Aðgerðaáætlun í markaðsmálum þarf að tvinna saman notkun á mismunandi miðlum, hefðbundnum miðlum, almannatengslum, vefmiðlum og ýmsum samfélagsmiðlum eftir því sem við hæfi þykir og markhópinn er að finna. Skipulagðar greiningar á markhópum og hegðun þeirra getur hjálpað fyrirtækjum að hámarka nýtingu á markaðsfé og ná til þess hóps er tala skal til. Markaðsherferðir sem einskorða sig við auglýsingar í sjónvarpi, útvarpi og dagblöðum heyra sögunni til. Hver og einn er nú sinn eigin fjölmiðlastjóri og flestir neyta efnisins þegar þeim hentar en binda sig ekki við hinn hefðbundna dagskrártíma. Sífellt færri horfa á línulega dagskrá og auglýsing á besta stað í sjónvarpi er ekki trygging fyrir því að ná til markhópsins. Stór hluti fjölmiðlatíma fólks fer í hina ýmsu miðla á vefnum. Það þarf að endurspegla skiptingu á markaðsfé. Samfélagsmiðlar eiga það sameiginlegt að byggjast fyrst og fremst á gagnvirkum samskiptum þeirra sem nota miðilinn. Notendur miðla eigin efni og skoðunum og deila efni annarra. Stór hluti íslensku þjóðarinnar notar samskiptamiðla oft á dag eða yfir 60%. Með réttu vali á samfélagsmiðlum út frá stefnumótun og markhópagreiningu má hámarka sýnileika fyrirtækisins til rétta markhópsins og þannig hámarka fjárfestingu í markaðsmálum. Efnismarkaðssetning snýst um að búa til og dreifa efni sem hefur virði fyrir markhópa fyrirtækisins í þeim tilgangi að laða að sér viðskipti. Fyrirtækið dregur viðskiptavini nær sér og byggir upp traust sambönd til lengri tíma. Samfélagsmiðlar snúast m.a. um efnismarkaðssetningu, leitarvélabestun, þ.e. að finnast á leitarvélum á borð við Google, auk þess sem blogg, greinaskrif, tölvupóstsmarkaðssetning o.fl. er efnismarkaðssetning. Hægt er að nýta hana með góðum árangri með mun minna fjármagni en hefðbundnari markaðsleiðir á borð við auglýsingar. Með góðum og heiðarlegum samskiptum við fjölmiðla er jafnframt unnið að því að byggja upp fyrirtæki með sterkari ímynd. Það skiptir máli að sá boðskapur sem fyrirtækið ber á borð styðji við uppbyggingu á ímynd þess og stefnu og gjörðir þess séu í samræmi við það sem sagt er. Það skiptir því miklu máli að fyrirtæki móti sér stefnu um það hvernig samskipti þau ætla að eiga við samfélagið. Mótun samfélagsstefnu er eitt af því sem ábyrg fyrirtæki gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrirtæki vilja gjarna hámarka nýtingu á markaðsfé sínu og mikilvægt er að hitta í mark. Aðgerðaáætlun í markaðsmálum þarf að tvinna saman notkun á mismunandi miðlum, hefðbundnum miðlum, almannatengslum, vefmiðlum og ýmsum samfélagsmiðlum eftir því sem við hæfi þykir og markhópinn er að finna. Skipulagðar greiningar á markhópum og hegðun þeirra getur hjálpað fyrirtækjum að hámarka nýtingu á markaðsfé og ná til þess hóps er tala skal til. Markaðsherferðir sem einskorða sig við auglýsingar í sjónvarpi, útvarpi og dagblöðum heyra sögunni til. Hver og einn er nú sinn eigin fjölmiðlastjóri og flestir neyta efnisins þegar þeim hentar en binda sig ekki við hinn hefðbundna dagskrártíma. Sífellt færri horfa á línulega dagskrá og auglýsing á besta stað í sjónvarpi er ekki trygging fyrir því að ná til markhópsins. Stór hluti fjölmiðlatíma fólks fer í hina ýmsu miðla á vefnum. Það þarf að endurspegla skiptingu á markaðsfé. Samfélagsmiðlar eiga það sameiginlegt að byggjast fyrst og fremst á gagnvirkum samskiptum þeirra sem nota miðilinn. Notendur miðla eigin efni og skoðunum og deila efni annarra. Stór hluti íslensku þjóðarinnar notar samskiptamiðla oft á dag eða yfir 60%. Með réttu vali á samfélagsmiðlum út frá stefnumótun og markhópagreiningu má hámarka sýnileika fyrirtækisins til rétta markhópsins og þannig hámarka fjárfestingu í markaðsmálum. Efnismarkaðssetning snýst um að búa til og dreifa efni sem hefur virði fyrir markhópa fyrirtækisins í þeim tilgangi að laða að sér viðskipti. Fyrirtækið dregur viðskiptavini nær sér og byggir upp traust sambönd til lengri tíma. Samfélagsmiðlar snúast m.a. um efnismarkaðssetningu, leitarvélabestun, þ.e. að finnast á leitarvélum á borð við Google, auk þess sem blogg, greinaskrif, tölvupóstsmarkaðssetning o.fl. er efnismarkaðssetning. Hægt er að nýta hana með góðum árangri með mun minna fjármagni en hefðbundnari markaðsleiðir á borð við auglýsingar. Með góðum og heiðarlegum samskiptum við fjölmiðla er jafnframt unnið að því að byggja upp fyrirtæki með sterkari ímynd. Það skiptir máli að sá boðskapur sem fyrirtækið ber á borð styðji við uppbyggingu á ímynd þess og stefnu og gjörðir þess séu í samræmi við það sem sagt er. Það skiptir því miklu máli að fyrirtæki móti sér stefnu um það hvernig samskipti þau ætla að eiga við samfélagið. Mótun samfélagsstefnu er eitt af því sem ábyrg fyrirtæki gera.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun