Gæði frumgreinanáms Guðríður Arnardóttir skrifar 13. ágúst 2015 00:01 Árið 2012 lét Ríkisendurskoðun gera úttekt á frumgreinakennslu í íslenska skólakerfinu. Í úttektinni komu í ljós nokkrir vankantar á frumgreinanáminu sem Félag framhaldsskóla hafði áður látið í ljós. Með styttingu námstíma til stúdentsprófs og þeim fyrirhuguðu breytingum á framhaldsskólakerfinu að nemendur eldri en 25 ára geti ekki stundað þar nám til stúdentsprófs má búast við að þessir vankantar aukist enn frekar. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að frumgreinanámið lýtur ekki yfirstjórn mennta- og menningarmálaráðuneytis, eins og almennt framhaldsskólanám, fellur hvorki undir lög nr. 92/2008 um framhaldsskóla og lýkur ekki með formlegu framhaldsskóla-, starfsréttinda- eða stúdentsprófi. Frumgreinanámið byggir þvert á móti á ákvæðum laga nr. 63/2006 um „aðfaranám fyrir einstaklinga sem ekki uppfylla inntökuskilyrði í háskóla“ og í þeim lögum er ekki að finna nein gæðaviðmið fyrir frumgreinanám. Upphaflega var frumgreinanámið hugsað sem sértækt úrræði fyrir lítinn og afmarkaðan hóp iðnskólagenginna einstaklinga sem hugðu á verk- eða tæknifræðinám á háskólastigi en skorti faglegan grunn, einkum í stærðfræði og eðlisfræði. Meginfyrirmynd þess voru undirbúningsnámskeið danskra tækniháskóla með þeim tilgangi fyrst og fremst að veita aðgang að verk- og tæknifræðinámi. Almennir háskólar meta það ekki sem fullnægjandi inntökuskilyrði nema í undantekningartilvikum. Nú þegar fyrir liggja aðgangshindranir 25 ára nemenda í framhaldsskóla landsins er mikilvægt að þau úrræði sem þeim bjóðast séu ekki lakari og uppfylli gæðaviðmið. Eins og staðan er núna bjóða nokkrir aðilar, m.a. háskólarnir, upp á nám á framhaldsskólastigi án eftirlits, skipuleggja innihald þess og verðleggja að geðþótta. Í dag fer frumgreinanámið ekki að neinum lagakröfum um menntun og réttindi kennara og ekki er gengið úr skugga um hvort starfskjör leiðbeinenda standist viðmið um lágmarkskjör í samræmi við kjarasamninga um starfskjör í kennara. Félag framhaldsskólakennara telur stöðu frumgreinanáms á Íslandi afar slaka og lýsir efasemdum um að slíkt nám eigi að lúta markaðslögmálum. Sé það vilji stjórnvalda að einkavæða hluta menntakerfisins verður í það minnsta að setja um slíkt lágmarks gæðaviðmið. Félag framhaldsskólakennara óskaði eftir fundi með menntamálaráðherra þann 20. maí sl. og hefur lýst sig reiðubúið að leggja fram tillögur að úrbótum á grundvelli ábendinga Ríkisendurskoðunar svo bæta megi lagaumgjörð frumgreinanámsins, m.a. að framhaldsskólakennarar með tilskilda menntun og réttindi samkvæmt lögum annist kennsluna. Er það von okkar að ráðherra bregðist við og hefji vinnu við mótun laga um frumgreinakennslu sem tryggir gæði námsins til jafns við nám á framhaldsskólastigi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Sjá meira
Árið 2012 lét Ríkisendurskoðun gera úttekt á frumgreinakennslu í íslenska skólakerfinu. Í úttektinni komu í ljós nokkrir vankantar á frumgreinanáminu sem Félag framhaldsskóla hafði áður látið í ljós. Með styttingu námstíma til stúdentsprófs og þeim fyrirhuguðu breytingum á framhaldsskólakerfinu að nemendur eldri en 25 ára geti ekki stundað þar nám til stúdentsprófs má búast við að þessir vankantar aukist enn frekar. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að frumgreinanámið lýtur ekki yfirstjórn mennta- og menningarmálaráðuneytis, eins og almennt framhaldsskólanám, fellur hvorki undir lög nr. 92/2008 um framhaldsskóla og lýkur ekki með formlegu framhaldsskóla-, starfsréttinda- eða stúdentsprófi. Frumgreinanámið byggir þvert á móti á ákvæðum laga nr. 63/2006 um „aðfaranám fyrir einstaklinga sem ekki uppfylla inntökuskilyrði í háskóla“ og í þeim lögum er ekki að finna nein gæðaviðmið fyrir frumgreinanám. Upphaflega var frumgreinanámið hugsað sem sértækt úrræði fyrir lítinn og afmarkaðan hóp iðnskólagenginna einstaklinga sem hugðu á verk- eða tæknifræðinám á háskólastigi en skorti faglegan grunn, einkum í stærðfræði og eðlisfræði. Meginfyrirmynd þess voru undirbúningsnámskeið danskra tækniháskóla með þeim tilgangi fyrst og fremst að veita aðgang að verk- og tæknifræðinámi. Almennir háskólar meta það ekki sem fullnægjandi inntökuskilyrði nema í undantekningartilvikum. Nú þegar fyrir liggja aðgangshindranir 25 ára nemenda í framhaldsskóla landsins er mikilvægt að þau úrræði sem þeim bjóðast séu ekki lakari og uppfylli gæðaviðmið. Eins og staðan er núna bjóða nokkrir aðilar, m.a. háskólarnir, upp á nám á framhaldsskólastigi án eftirlits, skipuleggja innihald þess og verðleggja að geðþótta. Í dag fer frumgreinanámið ekki að neinum lagakröfum um menntun og réttindi kennara og ekki er gengið úr skugga um hvort starfskjör leiðbeinenda standist viðmið um lágmarkskjör í samræmi við kjarasamninga um starfskjör í kennara. Félag framhaldsskólakennara telur stöðu frumgreinanáms á Íslandi afar slaka og lýsir efasemdum um að slíkt nám eigi að lúta markaðslögmálum. Sé það vilji stjórnvalda að einkavæða hluta menntakerfisins verður í það minnsta að setja um slíkt lágmarks gæðaviðmið. Félag framhaldsskólakennara óskaði eftir fundi með menntamálaráðherra þann 20. maí sl. og hefur lýst sig reiðubúið að leggja fram tillögur að úrbótum á grundvelli ábendinga Ríkisendurskoðunar svo bæta megi lagaumgjörð frumgreinanámsins, m.a. að framhaldsskólakennarar með tilskilda menntun og réttindi samkvæmt lögum annist kennsluna. Er það von okkar að ráðherra bregðist við og hefji vinnu við mótun laga um frumgreinakennslu sem tryggir gæði námsins til jafns við nám á framhaldsskólastigi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun