Hrina gæti verið hafin í Bárðarbungu Svavar Hávarðsson skrifar 4. janúar 2016 07:00 Eldgosið í Holuhrauni stóð í hálft ár og telst eitt hið stærsta á Íslandi í langan tíma. Fréttablaðið/auðunn Jarðskjálftar í Bárðarbunguöskjunni hafa vakið athygli að undanförnu, enda eldgosið í Holuhrauni enn í fersku minni. Sérfræðingar eru sammála um að kvikusöfnun sé hafin en greinir á um hversu langt er í næstu umbrot. Sagan kennir að næstu ár gæti Bárðarbunga haldið þjóðinni á tánum. Kemur ekki á óvartAri Trausti Guðmundsson„Bárðarbungukerfið er órólegt. Það kemur ekki á óvart, sé litið yfir sögu þess,“ segir Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur og höfundur fjölda bóka um eldvirkni á Íslandi, um jarðskjálftavirknina að undanförnu þar sem skjálftum yfir þrjú stig að stærð hefur fjölgað og tveir slíkir voru skráðir á nýliðnum jólum. Töluverðrar smáskjálftavirkni verður einnig vart um miðbik Bárðarbungukerfisins, einkum við stóra kvikuganginn og í norðurhelmingi eldfjallsins sjálfs – og einmitt þar hafa flestir nýlegir skjálftar af stærri gerðinni átt sér stað, bendir Ari Trausti á. „Eldstöðvarkerfið með sinni stóru megineldstöð er með þeim virkari og lengstu á landinu. Vitað er um yfir 300 eldgos þar á um það bil 7.000 árum en það svarar til gostíðni upp á um það bil fimm gos á hverri öld. Fyrir Holuhraunseldinn urðu síðast umbrot í kerfinu 1862 til 1864. Þá gliðnaði og sprakk jörð suðvestan við Bárðarbungu, ekki langt norðan við Jökulheima og Tröllahraun. Nærri 30 ferkílómetrar lögðust úr Tröllagígum yfir eldri hraun, sanda og mela,“ segir Ari Trausti.Umbrotin í Bárðarbungu og Holuhrauni og nú síðast í Skaftá hafa nýst vel við rannsóknir.Vísir/ValliFjallið þenst út Frá því 10. júlí síðastliðinn hafa borist gögn frá nýjum GPS-mæli Veðurstofu Íslands sem staðsettur er vestan megin í eldfjallinu, á jökulskerinu Kistu, sem er nærri öskjunni. Miðað við upphaf desembermánaðar var færsla hans orðin um 6,5 sentímetrar til norðvesturs og um þrír sentímetrar upp. Það er til marks um útþenslu eldfjallsins sem aftur bendir til innstreymis kviku í kerfið, útskýrir Ari Trausti. Hann segir margt vísa til þess, og þá einna helst jarðefnafræðigögn, að hefðbundið grunnstætt kvikuhólf sé ekki að finna undir Bárðarbungu. Kvika sem berst hátt upp undir Bárðarbungu sjálfa kann þá að mynda lárétt innskot, svokallaðar sillur, sem kannski tengjast að lokum og mynda kvikuhólf undir öskjunni. Eins er líklegast að að nýja Holuhraunskvikan hafi komið úr undirliggjandi og stærri kvikuþró, af 10-20 km dýpi og þá einmitt nokkuð langt til hliðar við eldfjallið. „Þaðan braust hún áfram leiðina löngu sem vakti svo mikla athygli þar til gaus í eldra Holuhrauninu. Snemma í atburðarásinni braust kvika líklega einnig upp í norðanvert eldfjallið og áfram í átt að Kistufelli en náði aldrei yfirborði. Þarna, og svo sem í allri norðanverðri sprungurein eldstöðvarkerfisins, liggja gamlar brotalínur og þarna safnast upp togspenna vegna plötuskriðsins. Undir Dyngjujökli og framan við hann afmörkuðust í látunum núna tveir grunnir sigdalir sem Ásta Rut Hjartardóttir og fleiri jarðvísindamenn fjalla um í glænýrri grein í tímariti um eldfjallafræði og jarðhitarannsóknir. Það er einmitt samspil kvikuþrýstings, landslags, gamalla og nýrra brotalína sem stýrir myndun gangs, kvikufylltrar sprungu, eins þarna sást enda í eldgosi.“Frá eldgosinu í Holuhrauni.Vísir/Egill AðalsteinssonEldgosahrina? Í upphafi 18. aldar og nokkrum sinnum fram til 1740 mynduðu eldgos hrinu eldgosa og væntanlega gliðnunar sem fjaraði út fram eftir öldinni, sennilega með 7 til 10 gosum samtals. Gjóskulög og jökulhlaup í Jökulsá á Fjöllum segja til um að eldurinn var oft uppi undir jökli en það kann líka að hafa gosið á íslausu landi enda nokkuð um nýleg hraun og gíga frá Dyngjuhálsi yfir í Holuhraun. Nokkuð fyrr, á 9. og 15. öld, urðu öflugar gos- og rekhrinur í suðurhluta Bárðarbungukerfisins. „Nú þegar atburðarásin sýnist ætla að halda áfram, fyrst með áframhaldandi kvikusöfnun undir og allt eins til hliðar við Bárðarbungu, er ekki vitað hvenær eða hvar kvika kann að fara aftur af stað, grunnt í skorpunni, jafnvel með tilheyrandi eldgosi. Ekki heldur í hvaða mæli eða nákvæmlega hvar við miðbik kerfisins aðalinnstreymi kviku fer fram á verulegu dýpi þessar vikur og mánuði. Samkvæmt sérfræðingum Veðurstofunnar er þó talið að framsóknin sé hæg og nokkuð langt verði í næstu hugsanlegu umbrot. Aðrir jarðvísindamenn telja kannski að styttra sé í þau. Að því gefnu að svona atburðarás getur stöðvast, vil ég engu spá um tímalengdir en tel meiri líkur en minni á að gliðnunin, gangamyndunin og kvikusöfnunin nú séu allt merki um að umbrotahrina sé hafin. Hún getur staðið lengi eins og fyrri dæmi sýna en verður vonandi sem styst. Á meðan geta svo aðrar eldstöðvar hrokkið í gang, t.d. Grímsvötn,“ segir Ari Trausti. Margoft er búið að viðra ólíka atburðarás, stundum kallaðar sviðsmyndir, sem kunna að hefjast í Bárðarbungukerfinu; hraungos, gjóskugos, öskjusig og vatnshlaup eftir að minnsta kosti fjórum hlaupleiðum. Endurtekið hraungos í Holuhrauni eða þar í nánd er ekkert líklegra en hvað annað, telur Ari Trausti. Bárðarbunga Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira
Jarðskjálftar í Bárðarbunguöskjunni hafa vakið athygli að undanförnu, enda eldgosið í Holuhrauni enn í fersku minni. Sérfræðingar eru sammála um að kvikusöfnun sé hafin en greinir á um hversu langt er í næstu umbrot. Sagan kennir að næstu ár gæti Bárðarbunga haldið þjóðinni á tánum. Kemur ekki á óvartAri Trausti Guðmundsson„Bárðarbungukerfið er órólegt. Það kemur ekki á óvart, sé litið yfir sögu þess,“ segir Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur og höfundur fjölda bóka um eldvirkni á Íslandi, um jarðskjálftavirknina að undanförnu þar sem skjálftum yfir þrjú stig að stærð hefur fjölgað og tveir slíkir voru skráðir á nýliðnum jólum. Töluverðrar smáskjálftavirkni verður einnig vart um miðbik Bárðarbungukerfisins, einkum við stóra kvikuganginn og í norðurhelmingi eldfjallsins sjálfs – og einmitt þar hafa flestir nýlegir skjálftar af stærri gerðinni átt sér stað, bendir Ari Trausti á. „Eldstöðvarkerfið með sinni stóru megineldstöð er með þeim virkari og lengstu á landinu. Vitað er um yfir 300 eldgos þar á um það bil 7.000 árum en það svarar til gostíðni upp á um það bil fimm gos á hverri öld. Fyrir Holuhraunseldinn urðu síðast umbrot í kerfinu 1862 til 1864. Þá gliðnaði og sprakk jörð suðvestan við Bárðarbungu, ekki langt norðan við Jökulheima og Tröllahraun. Nærri 30 ferkílómetrar lögðust úr Tröllagígum yfir eldri hraun, sanda og mela,“ segir Ari Trausti.Umbrotin í Bárðarbungu og Holuhrauni og nú síðast í Skaftá hafa nýst vel við rannsóknir.Vísir/ValliFjallið þenst út Frá því 10. júlí síðastliðinn hafa borist gögn frá nýjum GPS-mæli Veðurstofu Íslands sem staðsettur er vestan megin í eldfjallinu, á jökulskerinu Kistu, sem er nærri öskjunni. Miðað við upphaf desembermánaðar var færsla hans orðin um 6,5 sentímetrar til norðvesturs og um þrír sentímetrar upp. Það er til marks um útþenslu eldfjallsins sem aftur bendir til innstreymis kviku í kerfið, útskýrir Ari Trausti. Hann segir margt vísa til þess, og þá einna helst jarðefnafræðigögn, að hefðbundið grunnstætt kvikuhólf sé ekki að finna undir Bárðarbungu. Kvika sem berst hátt upp undir Bárðarbungu sjálfa kann þá að mynda lárétt innskot, svokallaðar sillur, sem kannski tengjast að lokum og mynda kvikuhólf undir öskjunni. Eins er líklegast að að nýja Holuhraunskvikan hafi komið úr undirliggjandi og stærri kvikuþró, af 10-20 km dýpi og þá einmitt nokkuð langt til hliðar við eldfjallið. „Þaðan braust hún áfram leiðina löngu sem vakti svo mikla athygli þar til gaus í eldra Holuhrauninu. Snemma í atburðarásinni braust kvika líklega einnig upp í norðanvert eldfjallið og áfram í átt að Kistufelli en náði aldrei yfirborði. Þarna, og svo sem í allri norðanverðri sprungurein eldstöðvarkerfisins, liggja gamlar brotalínur og þarna safnast upp togspenna vegna plötuskriðsins. Undir Dyngjujökli og framan við hann afmörkuðust í látunum núna tveir grunnir sigdalir sem Ásta Rut Hjartardóttir og fleiri jarðvísindamenn fjalla um í glænýrri grein í tímariti um eldfjallafræði og jarðhitarannsóknir. Það er einmitt samspil kvikuþrýstings, landslags, gamalla og nýrra brotalína sem stýrir myndun gangs, kvikufylltrar sprungu, eins þarna sást enda í eldgosi.“Frá eldgosinu í Holuhrauni.Vísir/Egill AðalsteinssonEldgosahrina? Í upphafi 18. aldar og nokkrum sinnum fram til 1740 mynduðu eldgos hrinu eldgosa og væntanlega gliðnunar sem fjaraði út fram eftir öldinni, sennilega með 7 til 10 gosum samtals. Gjóskulög og jökulhlaup í Jökulsá á Fjöllum segja til um að eldurinn var oft uppi undir jökli en það kann líka að hafa gosið á íslausu landi enda nokkuð um nýleg hraun og gíga frá Dyngjuhálsi yfir í Holuhraun. Nokkuð fyrr, á 9. og 15. öld, urðu öflugar gos- og rekhrinur í suðurhluta Bárðarbungukerfisins. „Nú þegar atburðarásin sýnist ætla að halda áfram, fyrst með áframhaldandi kvikusöfnun undir og allt eins til hliðar við Bárðarbungu, er ekki vitað hvenær eða hvar kvika kann að fara aftur af stað, grunnt í skorpunni, jafnvel með tilheyrandi eldgosi. Ekki heldur í hvaða mæli eða nákvæmlega hvar við miðbik kerfisins aðalinnstreymi kviku fer fram á verulegu dýpi þessar vikur og mánuði. Samkvæmt sérfræðingum Veðurstofunnar er þó talið að framsóknin sé hæg og nokkuð langt verði í næstu hugsanlegu umbrot. Aðrir jarðvísindamenn telja kannski að styttra sé í þau. Að því gefnu að svona atburðarás getur stöðvast, vil ég engu spá um tímalengdir en tel meiri líkur en minni á að gliðnunin, gangamyndunin og kvikusöfnunin nú séu allt merki um að umbrotahrina sé hafin. Hún getur staðið lengi eins og fyrri dæmi sýna en verður vonandi sem styst. Á meðan geta svo aðrar eldstöðvar hrokkið í gang, t.d. Grímsvötn,“ segir Ari Trausti. Margoft er búið að viðra ólíka atburðarás, stundum kallaðar sviðsmyndir, sem kunna að hefjast í Bárðarbungukerfinu; hraungos, gjóskugos, öskjusig og vatnshlaup eftir að minnsta kosti fjórum hlaupleiðum. Endurtekið hraungos í Holuhrauni eða þar í nánd er ekkert líklegra en hvað annað, telur Ari Trausti.
Bárðarbunga Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira