Fátt nýtt að frétta af skuldbindingum Íslands Svavar Hávarðsson skrifar 28. janúar 2016 07:00 Fólk um allan heim treystir stjórnvöldum til þess að taka á djúpstæðum vanda. nordicphotos/afp Settir verða ábyrgðarmenn yfir öll sextán verkefni sóknaráætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum í janúar og einnig þegar útfærslu flestra eða allra verkefnanna verður lokið. Fjármögnun sóknaráætlunarinnar liggur fyrir. Hins vegar virðist framhaldið vera óljóst, sérstaklega hvað varðar skuldbindingar til framtíðar litið. Þetta má ráða af svari Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra. Verkefnin sextán miða að því að draga úr losun, auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti, styðja alþjóðleg loftslagsverkefni og efla getu stjórnvalda til að takast á við strangari skuldbindingar í loftslagsmálum. Átta verkefni miða að því að draga úr nettólosun í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. Í svarinu segir að verkefni í sóknaráætluninni fái flest fjárveitingu til eins til þriggja ára og að í mörgum verkefnanna séu fleiri fengnir að vinnu loftslagsverkefna en tíðkast hefur til þessa, og eru í þeim hópi fulltrúar sem tengjast atvinnulífinu. Sóknaráætlunin var sett fram í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í desember og er ætlað að sýna vilja íslenskra stjórnvalda til að taka þátt í alþjóðlegu átaki gegn loftslagsbreytingum og búa í haginn fyrir væntanlegar hertar kröfur um losun eftir 2020. Svandís spurði einnig hvernig vinnu við að útfæra losunarmarkmið Íslands gagnvart sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins verði háttað. Fær hún það svar að Ísland hefur, líkt og Noregur, lýst yfir vilja til að taka þátt í sameiginlegu markmiði Evrópuríkja um losun til 2030. ESB hafi tekið vel í þá málaleitan en ekki hefur verið rætt um hvernig málinu verður fram haldið. „Það mun væntanlega skýrast á næstu vikum, þegar ríki taka til við að skipuleggja verkefni sem tengjast eftirfylgni Parísarsamkomulagsins,“ segir í svari ráðherra. Loftslagsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Settir verða ábyrgðarmenn yfir öll sextán verkefni sóknaráætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum í janúar og einnig þegar útfærslu flestra eða allra verkefnanna verður lokið. Fjármögnun sóknaráætlunarinnar liggur fyrir. Hins vegar virðist framhaldið vera óljóst, sérstaklega hvað varðar skuldbindingar til framtíðar litið. Þetta má ráða af svari Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra. Verkefnin sextán miða að því að draga úr losun, auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti, styðja alþjóðleg loftslagsverkefni og efla getu stjórnvalda til að takast á við strangari skuldbindingar í loftslagsmálum. Átta verkefni miða að því að draga úr nettólosun í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. Í svarinu segir að verkefni í sóknaráætluninni fái flest fjárveitingu til eins til þriggja ára og að í mörgum verkefnanna séu fleiri fengnir að vinnu loftslagsverkefna en tíðkast hefur til þessa, og eru í þeim hópi fulltrúar sem tengjast atvinnulífinu. Sóknaráætlunin var sett fram í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í desember og er ætlað að sýna vilja íslenskra stjórnvalda til að taka þátt í alþjóðlegu átaki gegn loftslagsbreytingum og búa í haginn fyrir væntanlegar hertar kröfur um losun eftir 2020. Svandís spurði einnig hvernig vinnu við að útfæra losunarmarkmið Íslands gagnvart sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins verði háttað. Fær hún það svar að Ísland hefur, líkt og Noregur, lýst yfir vilja til að taka þátt í sameiginlegu markmiði Evrópuríkja um losun til 2030. ESB hafi tekið vel í þá málaleitan en ekki hefur verið rætt um hvernig málinu verður fram haldið. „Það mun væntanlega skýrast á næstu vikum, þegar ríki taka til við að skipuleggja verkefni sem tengjast eftirfylgni Parísarsamkomulagsins,“ segir í svari ráðherra.
Loftslagsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira