Samkeppniseftirlit og biðin langa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 27. janúar 2016 11:00 Í liðinni viku birti Samkeppniseftirlitið ákvörðun nr. 1/2016, tengda samruna Gæðabaksturs ehf. og Brauðgerðar Kr. Jónssonar ehf. Í stuttu máli var niðurstaðan sú að samruninn var samþykktur. Samruni þessi krafðist ekki ítarlegrar rannsóknar af hálfu Samkeppniseftirlitsins. Þeir markaðir sem fyrirtækin starfa á voru þekktir, staða fyrirtækja á hlutaðeigandi mörkuðum var nokkuð skýr og eðli samkeppni á þeim dæmigert. Minniháttar upplýsinga var því aflað frá aðilum á markaði, auk þess sem Samkeppniseftirlitið virðist hafa átt samtöl við fulltrúa þessara sömu aðila. Rannsókn sem fram fór af hálfu stjórnvaldsins er þar með tæmandi talin. Löggjafinn hefur sett skýrar reglur um málsmeðferðartíma í samrunamálum. Meginástæða þessa er sú að bið eftir niðurstöðu getur valdið verulegu tjóni og hagsmunir viðskiptalífsins krefjast þess að fyrirtæki geti gengið kaupum og sölum með nokkuð skjótum hætti. Þannig er um tvo skýra og aðskilda tímafresti að ræða; annars vegar 25 virka daga (Fasi I) og hins vegar 70 virka daga (Fasi II). Til síðarnefnda frestsins skal aðeins gripið ef stjórnvaldið, eftir rannsókn í fyrri fasa, telur verulegar líkur á að samruni muni hindra samkeppni. Í dæmaskyni má vekja athygli á því að á árinu 2014 framkvæmdi framkvæmdastjórn ESB rannsókn í 292 samrunamálum. Aðeins átta þessara mála, eða um þrjú prósent, fóru í síðari fasa rannsóknar. Alls voru því 284 mál afgreidd í fyrri fasa. Ástæða þess að fyrrgreint er nú rifjað upp, er sú að í nefndu samrunamáli Gæðabaksturs ehf. fullnýtti Samkeppniseftirlitið báða fresti. Málsmeðferð tók því 95 virka daga eða frá 9. september 2015 til 21. janúar 2016 og lítið sem ekkert var aðhafst í rúmlega fjóra mánuði! Því miður er ekki um einsdæmi að ræða í málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins og á þetta sleifarlag hefur áður verið bent. Þótt áhugavert væri að heyra skýringar forstöðumanna stofnunarinnar, þá skipta þær í raun engu máli. Málsmeðferðin er einfaldlega ekki í samræmi við markmið löggjafans. Skýringar duga því ekki til í þessu tilviki, heldur verður sjáanleg og skjót breyting að verða á þessu athafnaleysi stjórnvaldsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Í liðinni viku birti Samkeppniseftirlitið ákvörðun nr. 1/2016, tengda samruna Gæðabaksturs ehf. og Brauðgerðar Kr. Jónssonar ehf. Í stuttu máli var niðurstaðan sú að samruninn var samþykktur. Samruni þessi krafðist ekki ítarlegrar rannsóknar af hálfu Samkeppniseftirlitsins. Þeir markaðir sem fyrirtækin starfa á voru þekktir, staða fyrirtækja á hlutaðeigandi mörkuðum var nokkuð skýr og eðli samkeppni á þeim dæmigert. Minniháttar upplýsinga var því aflað frá aðilum á markaði, auk þess sem Samkeppniseftirlitið virðist hafa átt samtöl við fulltrúa þessara sömu aðila. Rannsókn sem fram fór af hálfu stjórnvaldsins er þar með tæmandi talin. Löggjafinn hefur sett skýrar reglur um málsmeðferðartíma í samrunamálum. Meginástæða þessa er sú að bið eftir niðurstöðu getur valdið verulegu tjóni og hagsmunir viðskiptalífsins krefjast þess að fyrirtæki geti gengið kaupum og sölum með nokkuð skjótum hætti. Þannig er um tvo skýra og aðskilda tímafresti að ræða; annars vegar 25 virka daga (Fasi I) og hins vegar 70 virka daga (Fasi II). Til síðarnefnda frestsins skal aðeins gripið ef stjórnvaldið, eftir rannsókn í fyrri fasa, telur verulegar líkur á að samruni muni hindra samkeppni. Í dæmaskyni má vekja athygli á því að á árinu 2014 framkvæmdi framkvæmdastjórn ESB rannsókn í 292 samrunamálum. Aðeins átta þessara mála, eða um þrjú prósent, fóru í síðari fasa rannsóknar. Alls voru því 284 mál afgreidd í fyrri fasa. Ástæða þess að fyrrgreint er nú rifjað upp, er sú að í nefndu samrunamáli Gæðabaksturs ehf. fullnýtti Samkeppniseftirlitið báða fresti. Málsmeðferð tók því 95 virka daga eða frá 9. september 2015 til 21. janúar 2016 og lítið sem ekkert var aðhafst í rúmlega fjóra mánuði! Því miður er ekki um einsdæmi að ræða í málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins og á þetta sleifarlag hefur áður verið bent. Þótt áhugavert væri að heyra skýringar forstöðumanna stofnunarinnar, þá skipta þær í raun engu máli. Málsmeðferðin er einfaldlega ekki í samræmi við markmið löggjafans. Skýringar duga því ekki til í þessu tilviki, heldur verður sjáanleg og skjót breyting að verða á þessu athafnaleysi stjórnvaldsins.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun