TISA Helga Þórðardóttir skrifar 25. janúar 2016 16:37 Ísland er þátttakandi í samningaviðræðum um nýjan fríverslunarsamning sem heitir TISA (Trade in Services Agreement). Það er samningur sem fjallar um þjónustuviðskipti og þar með almenna þjónustu á vegum hins opinbera. Það er alls ekki öllum ljóst að fríverslunarsamningar fjalla minnst um afléttingu tolla heldur mun meira um að ryðja úr vegi þeim lögum og reglum ríkis og sveitarfélaga sem hindrar framgöngu erlendra fyrirtækja. Mikil leynd hvílir yfir samningaviðræðunum. Almenningi og samtökum hans er ekki hleypt að samningaborðinu. Reynslan af eldri samningum og það sem hefur lekið frá samningaviðræðunum í Genf er grundvöllur þeirrar gagnrýni sem kemur víða fram. Verkalýðsfélög eru almennt á móti þessum samningi og krefjast þess að leyndinni verði aflétt og að hagsmunir almennings verði í fyrirrúmi. ASÍ hefur mótmælt og gerir skoðanir European Trade Union Confederation (ETUC) og International Trade Union Confederation (ITUC) að sínum. Meginþema samningsins er að veita erlendum fyrirtækjum jafna stöðu á við innlend fyrirtæki eða þjónustu hins opinbera. Reynslan sýnir að þá er hætta á að erlend risafyritæki undirbjóði og taki allan markaðinn. Rætt er um að ónauðsynlegar íþyngjandi reglur fyrir fyritæki eigi að hverfa og það er yfirþjóðlegur gerðardómur sem ákveður hvort lög og reglur opinberra aðila eru íþyngjandi eða ekki. Þar með er búið að einkavæða löggjafarvald hins opinbera og binda hendur almennings. Sem dæmi vill bankageirinn losna við allar reglur sem settar hafa verið eftir 2008. Walmart keðjan vill fá sjálfræði í því hvar þeir staðsetja verslanir sínar, hversu stórar þær eru og opnunartíma. Þetta eru atriði sem sveitarfélög ákveða venjulega. Sveitarfélag í Mexíkó vildi ekki leyfa bandarísku fyrirtæki að opna ruslahaug fyrir úrgang en þurfti að kyngja stolti sínu eftir að gerðardómur hafði dæmt fyrirtækinu íhag samkvæmt NAFTA samningnum. Bandaríkjamenn vildu banna fjárhættuspil á netinu árið 2004 en gerðardómur WTO leyfði það ekki samkvæmt GATS samningnum, þar með stjórnaði gerðardómur lagasetningu í voldugasta ríki heims. Rök gerðardómsins voru: „Members’ regulatory sovereignty is an essential pillar of the progressive liberalization of trade in services, but this sovereignty ends whenever rights of other Members under the GatS are impaired“ ,.. en þetta fullveldi(hins opinbera) endar þegar réttindi annarra aðila(einkafyrirtækja) samkvæmt samningnum um þjónustuviðskipti eru skert ". Hugmyndir eru um að setja í TISA-samninginn reglur sem kallast „standstill“ og „ratchet“ sem gera það að verkum að það sem einu sinni hefur verið einkavætt megi ekki afeinkavæða. Auk þess eru hugmyndir um að gera hinu opinbera ómögulegt að stofna til nýrrar þjónustu á sínum vegum, nema hún sé einkarekin. Þarna er verið að taka valdið af hinu opinbera til að velja hvernig þjónusta eigi að vera veitt. Þess vegna er það svo mikilvægt að samningaferlið sé opið og til séu úttektir á því hvaða áhrif samningurinn hafi í raun á kjör almennings. Síðan ætti að leggja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viljum við skrifa undir óafturkræfan samning þar sem vald opinberra aðila er takmarkað og þar sem yfirþjóðlegur gerðardómur ákveður en ekki kjörnir fulltrúar? Stjórnmálasamtökin Dögun munu halda fund um TISA-samningana í Norræna Húsinu 28/1 2016 kl.: 20:00. Allir eru velkomnir og hvetjum við ykkur til að mæta. Fulltrúi utanríkisráðuneytisins, Bergþór Magnússon, mun mæta og skýra frá samningaviðræðunum, hægt verður að spyrja hann um samninginn. Auk þess er fulltrúum þingflokkanna boðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er þátttakandi í samningaviðræðum um nýjan fríverslunarsamning sem heitir TISA (Trade in Services Agreement). Það er samningur sem fjallar um þjónustuviðskipti og þar með almenna þjónustu á vegum hins opinbera. Það er alls ekki öllum ljóst að fríverslunarsamningar fjalla minnst um afléttingu tolla heldur mun meira um að ryðja úr vegi þeim lögum og reglum ríkis og sveitarfélaga sem hindrar framgöngu erlendra fyrirtækja. Mikil leynd hvílir yfir samningaviðræðunum. Almenningi og samtökum hans er ekki hleypt að samningaborðinu. Reynslan af eldri samningum og það sem hefur lekið frá samningaviðræðunum í Genf er grundvöllur þeirrar gagnrýni sem kemur víða fram. Verkalýðsfélög eru almennt á móti þessum samningi og krefjast þess að leyndinni verði aflétt og að hagsmunir almennings verði í fyrirrúmi. ASÍ hefur mótmælt og gerir skoðanir European Trade Union Confederation (ETUC) og International Trade Union Confederation (ITUC) að sínum. Meginþema samningsins er að veita erlendum fyrirtækjum jafna stöðu á við innlend fyrirtæki eða þjónustu hins opinbera. Reynslan sýnir að þá er hætta á að erlend risafyritæki undirbjóði og taki allan markaðinn. Rætt er um að ónauðsynlegar íþyngjandi reglur fyrir fyritæki eigi að hverfa og það er yfirþjóðlegur gerðardómur sem ákveður hvort lög og reglur opinberra aðila eru íþyngjandi eða ekki. Þar með er búið að einkavæða löggjafarvald hins opinbera og binda hendur almennings. Sem dæmi vill bankageirinn losna við allar reglur sem settar hafa verið eftir 2008. Walmart keðjan vill fá sjálfræði í því hvar þeir staðsetja verslanir sínar, hversu stórar þær eru og opnunartíma. Þetta eru atriði sem sveitarfélög ákveða venjulega. Sveitarfélag í Mexíkó vildi ekki leyfa bandarísku fyrirtæki að opna ruslahaug fyrir úrgang en þurfti að kyngja stolti sínu eftir að gerðardómur hafði dæmt fyrirtækinu íhag samkvæmt NAFTA samningnum. Bandaríkjamenn vildu banna fjárhættuspil á netinu árið 2004 en gerðardómur WTO leyfði það ekki samkvæmt GATS samningnum, þar með stjórnaði gerðardómur lagasetningu í voldugasta ríki heims. Rök gerðardómsins voru: „Members’ regulatory sovereignty is an essential pillar of the progressive liberalization of trade in services, but this sovereignty ends whenever rights of other Members under the GatS are impaired“ ,.. en þetta fullveldi(hins opinbera) endar þegar réttindi annarra aðila(einkafyrirtækja) samkvæmt samningnum um þjónustuviðskipti eru skert ". Hugmyndir eru um að setja í TISA-samninginn reglur sem kallast „standstill“ og „ratchet“ sem gera það að verkum að það sem einu sinni hefur verið einkavætt megi ekki afeinkavæða. Auk þess eru hugmyndir um að gera hinu opinbera ómögulegt að stofna til nýrrar þjónustu á sínum vegum, nema hún sé einkarekin. Þarna er verið að taka valdið af hinu opinbera til að velja hvernig þjónusta eigi að vera veitt. Þess vegna er það svo mikilvægt að samningaferlið sé opið og til séu úttektir á því hvaða áhrif samningurinn hafi í raun á kjör almennings. Síðan ætti að leggja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viljum við skrifa undir óafturkræfan samning þar sem vald opinberra aðila er takmarkað og þar sem yfirþjóðlegur gerðardómur ákveður en ekki kjörnir fulltrúar? Stjórnmálasamtökin Dögun munu halda fund um TISA-samningana í Norræna Húsinu 28/1 2016 kl.: 20:00. Allir eru velkomnir og hvetjum við ykkur til að mæta. Fulltrúi utanríkisráðuneytisins, Bergþór Magnússon, mun mæta og skýra frá samningaviðræðunum, hægt verður að spyrja hann um samninginn. Auk þess er fulltrúum þingflokkanna boðið.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar