Auðvelt hjá þeim bestu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2016 10:45 Þessi skemmtilega samsetta mynd sýnir Federer í leiknum í morgun. Vísir/Getty Eftir nokkur óvænt tíðindi fyrstu tvo dagana á Opna ástralska meistaramótinu í tennis hafa úrslitin að mestu leyti verið eftir bókinni. Í karlaflokki er aðeins Rafael Nadal, sem féll úr leik á fyrsta degi, úr leik af sterkustu tíu keppendunum en þeir Roger Federer og Novak Djokovic lentu ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína í dag. Federer vann Búlgarann Grigor Dimitrov í fjórum settum, 6-4, 3-6, 6-1 og 6-4. Þetta var hans 300. sigur á stórmóti en Federer á magnaðan feril að baki og hefur unnið ástralska mótið fjórum sinnum. Federer er því kominn áfram í 16-manna úrslitin og mætir þar David Goffin frá Belgíu. Djokovic, sem er efsti maður heimslistans, og ríkjandi meistari þurfti þó að hafa nokkuð fyrir sigrinum á Andreas Seppi, 6-1, 7-5 og 7-6. Seppi fékk tækifæri til að vinna Djokovic í bráðabana í þriðja setti en sá serbneski hélt ró sinni og náði að knýja fram sigur. Djokovic mætir Gilles Simon frá Frakklandi í 16-manna úrslitunum.Maria Sharapova.Vísir/GettySerena gegn Sharapova? Í kvennaflokki hafa fleiri óvænt úrslit litið dagsins ljós en í karlaflokki. Af þeim 32 keppendum sem var raðað inn í mótið eru nítján úr leik, þar af þrjár af tíu efstu. Serena Williams, ríkjandi meistari og efsta kona heimslistans, hefur þó ekki tapað setti allt mótið og vann Daria Kasatkina frá Rússlandi, 6-1 og 6-1. Hún mætir Margarita Gasparyan í 16-manna úrslitunum. Maria Sharapova tapaði setti gegn Lauren Davis en komst samt nokkuð þægilega áfram, 6-1, 6-7 og 6-0, og mætir hún svissneskum keppanda, Belinda Benic, í næstu umferð. Ef Williams og Sharapova vinna sínar viðureignir í næstu umferð er ljóst að þær munu mætast í fjórðungsúrslitum einliðaleiks kvenna. Sharpaova er í fimmta sæti heimslistans en Agnieszka Radwanska, sem er í fjórða sæti, er rétt eins og Williams komin áfram í 16-manna úrslitin án þess að tapa setti. Tennis Tengdar fréttir Spilling skekur tennisheiminn | Djokovic var mútað Novak Djokovic segir að þrátt fyrir að honum hafi verið mútað til að tapa viljandi sé spilling ekki algeng á stærstu tennismótunum. 18. janúar 2016 16:00 Nadal og Venus óvænt úr leik í Ástralíu Rafael Nadal hefur aldrei áður fallið úr leik í fyrstu umferð á stórmóti á ferlinum. 19. janúar 2016 09:15 Auðvelt hjá Serenu og Federer Engin óvænt tíðindi á Opna ástralska meistaramótinu í nótt. 20. janúar 2016 09:15 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Sjá meira
Eftir nokkur óvænt tíðindi fyrstu tvo dagana á Opna ástralska meistaramótinu í tennis hafa úrslitin að mestu leyti verið eftir bókinni. Í karlaflokki er aðeins Rafael Nadal, sem féll úr leik á fyrsta degi, úr leik af sterkustu tíu keppendunum en þeir Roger Federer og Novak Djokovic lentu ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína í dag. Federer vann Búlgarann Grigor Dimitrov í fjórum settum, 6-4, 3-6, 6-1 og 6-4. Þetta var hans 300. sigur á stórmóti en Federer á magnaðan feril að baki og hefur unnið ástralska mótið fjórum sinnum. Federer er því kominn áfram í 16-manna úrslitin og mætir þar David Goffin frá Belgíu. Djokovic, sem er efsti maður heimslistans, og ríkjandi meistari þurfti þó að hafa nokkuð fyrir sigrinum á Andreas Seppi, 6-1, 7-5 og 7-6. Seppi fékk tækifæri til að vinna Djokovic í bráðabana í þriðja setti en sá serbneski hélt ró sinni og náði að knýja fram sigur. Djokovic mætir Gilles Simon frá Frakklandi í 16-manna úrslitunum.Maria Sharapova.Vísir/GettySerena gegn Sharapova? Í kvennaflokki hafa fleiri óvænt úrslit litið dagsins ljós en í karlaflokki. Af þeim 32 keppendum sem var raðað inn í mótið eru nítján úr leik, þar af þrjár af tíu efstu. Serena Williams, ríkjandi meistari og efsta kona heimslistans, hefur þó ekki tapað setti allt mótið og vann Daria Kasatkina frá Rússlandi, 6-1 og 6-1. Hún mætir Margarita Gasparyan í 16-manna úrslitunum. Maria Sharapova tapaði setti gegn Lauren Davis en komst samt nokkuð þægilega áfram, 6-1, 6-7 og 6-0, og mætir hún svissneskum keppanda, Belinda Benic, í næstu umferð. Ef Williams og Sharapova vinna sínar viðureignir í næstu umferð er ljóst að þær munu mætast í fjórðungsúrslitum einliðaleiks kvenna. Sharpaova er í fimmta sæti heimslistans en Agnieszka Radwanska, sem er í fjórða sæti, er rétt eins og Williams komin áfram í 16-manna úrslitin án þess að tapa setti.
Tennis Tengdar fréttir Spilling skekur tennisheiminn | Djokovic var mútað Novak Djokovic segir að þrátt fyrir að honum hafi verið mútað til að tapa viljandi sé spilling ekki algeng á stærstu tennismótunum. 18. janúar 2016 16:00 Nadal og Venus óvænt úr leik í Ástralíu Rafael Nadal hefur aldrei áður fallið úr leik í fyrstu umferð á stórmóti á ferlinum. 19. janúar 2016 09:15 Auðvelt hjá Serenu og Federer Engin óvænt tíðindi á Opna ástralska meistaramótinu í nótt. 20. janúar 2016 09:15 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Sjá meira
Spilling skekur tennisheiminn | Djokovic var mútað Novak Djokovic segir að þrátt fyrir að honum hafi verið mútað til að tapa viljandi sé spilling ekki algeng á stærstu tennismótunum. 18. janúar 2016 16:00
Nadal og Venus óvænt úr leik í Ástralíu Rafael Nadal hefur aldrei áður fallið úr leik í fyrstu umferð á stórmóti á ferlinum. 19. janúar 2016 09:15
Auðvelt hjá Serenu og Federer Engin óvænt tíðindi á Opna ástralska meistaramótinu í nótt. 20. janúar 2016 09:15