Á bjargbrúninni Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 6. febrúar 2016 10:00 Samfylkingin er í þröngri stöðu. Jafnaðarmannaflokkurinn sem stefndi að því að verða annar tveggja turna í íslenskri pólitík, er ekki svipur hjá sjón. Fylgið nær varla tíu prósentum í könnunum og fer minnkandi. Erfitt er að finna einfalda skýringu. Þátttaka í óvinsælli ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms ræður nokkru. Flokkurinn fékk einungis rétt þrettán prósent í kosningunum 2013, tæpum sautján prósentum minna en í kosningunum á undan. Síðan þá hefur hallað undan fæti. En fleira ræður ferð. Formaðurinn, Árni Páll Árnason, verður að axla ábyrgð á stöðunni. Hann hefur ekki náð að sýna sparihliðarnar. Hann hefur verið laskaður frá fyrstu dögum þegar hann lýsti yfir, í andstöðu við flesta þingmenn og stuðningsmenn, að stjórnarskrármálið yrði ekki klárað fyrir þinglok. Síðan hefur lítið heyrst eða spurst af því máli úr herbúðum Samfylkingarinnar. Fjallað er um málið í enn einni eilífðarnefndinni. Skipbrotið í stjórnarskrármálinu var raunar, eins og Jón Baldvin Hannibalsson benti á, einkennandi fyrir Jóhönnustjórnina. Stærstu málin strönduðu á skeri. Kannski líður formaðurinn og flokkurinn enn fyrir það. Þá hefur Árni þurft að þola illa ígrundaðar árásir samherja sinna. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir bauð sig fram gegn honum á síðasta landsfundi. Árni vann með minnsta mun og stóð illa særður eftir. Orðspor Sigríðar beið sömuleiðis hnekki vegna þess hvernig staðið var að framboði hennar. Sigríður, ásamt Helga Hjörvar þingflokksformanni, stóð svo að því að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar í þinginu. Tillagan var lögð fram í andstöðu við formanninn, og að sögn til að kalla fram afstöðu Framsóknarflokksins í málinu! Raunar var Árni Páll rökfastur í málinu og kom ágætlega út persónulega. Sama var ekki hægt að segja um frumvarpsflytjendur. Aftur svipaði þingliði Samfylkingarinnar til rökþrota liðsmanna ræðuliðs á framhaldsskólastigi, fremur en stjórnmálaflokks sem stefnir til áhrifa á landsvísu. Varla er hægt að kenna formanninum einum um það. Þetta er að einhverju leyti ímyndarvandi Samfylkingarinnar. Framvarðasveit flokksins er sundurleit og virðist upptekin af pólitískri leikjafræði fremur en uppbyggilegri umræðu. Stefnumálin eru abstrakt, pólitískt rétthugsuð og fremur sjálfsögð. Það vantar frumlega hugsun og kjöt á beinin. Á meðan fara Píratar með himinskautum. Erfitt er að sjá að Árni Páll verði langlífur í embætti. Hvað eftirmenn varðar hefur nafn Dags B. Eggertssonar borgarstjóra verið nefnt. Hann hefur hins vegar um nóg að hugsa í borginni, fjárhagsstaðan er þröng og hann hefur oft notið meiri lýðhylli. Helgi Hjörvar er sagður á formannsbuxunum en kom ekki vel út úr verðtryggingarmálinu. Sigríður Ingibjörg hlýtur að hafa endanlega spilað rassinn úr buxunum. Katrín Júlíusdóttir hefur örugglega dug, en spurning hvort hún hafi áhuga eða nennu. Svo er spurning hvað Össur gerir. Rennur honum blóðið til skyldunnar eða leitar hugurinn suður á Bessastaði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Samfylkingin er í þröngri stöðu. Jafnaðarmannaflokkurinn sem stefndi að því að verða annar tveggja turna í íslenskri pólitík, er ekki svipur hjá sjón. Fylgið nær varla tíu prósentum í könnunum og fer minnkandi. Erfitt er að finna einfalda skýringu. Þátttaka í óvinsælli ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms ræður nokkru. Flokkurinn fékk einungis rétt þrettán prósent í kosningunum 2013, tæpum sautján prósentum minna en í kosningunum á undan. Síðan þá hefur hallað undan fæti. En fleira ræður ferð. Formaðurinn, Árni Páll Árnason, verður að axla ábyrgð á stöðunni. Hann hefur ekki náð að sýna sparihliðarnar. Hann hefur verið laskaður frá fyrstu dögum þegar hann lýsti yfir, í andstöðu við flesta þingmenn og stuðningsmenn, að stjórnarskrármálið yrði ekki klárað fyrir þinglok. Síðan hefur lítið heyrst eða spurst af því máli úr herbúðum Samfylkingarinnar. Fjallað er um málið í enn einni eilífðarnefndinni. Skipbrotið í stjórnarskrármálinu var raunar, eins og Jón Baldvin Hannibalsson benti á, einkennandi fyrir Jóhönnustjórnina. Stærstu málin strönduðu á skeri. Kannski líður formaðurinn og flokkurinn enn fyrir það. Þá hefur Árni þurft að þola illa ígrundaðar árásir samherja sinna. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir bauð sig fram gegn honum á síðasta landsfundi. Árni vann með minnsta mun og stóð illa særður eftir. Orðspor Sigríðar beið sömuleiðis hnekki vegna þess hvernig staðið var að framboði hennar. Sigríður, ásamt Helga Hjörvar þingflokksformanni, stóð svo að því að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar í þinginu. Tillagan var lögð fram í andstöðu við formanninn, og að sögn til að kalla fram afstöðu Framsóknarflokksins í málinu! Raunar var Árni Páll rökfastur í málinu og kom ágætlega út persónulega. Sama var ekki hægt að segja um frumvarpsflytjendur. Aftur svipaði þingliði Samfylkingarinnar til rökþrota liðsmanna ræðuliðs á framhaldsskólastigi, fremur en stjórnmálaflokks sem stefnir til áhrifa á landsvísu. Varla er hægt að kenna formanninum einum um það. Þetta er að einhverju leyti ímyndarvandi Samfylkingarinnar. Framvarðasveit flokksins er sundurleit og virðist upptekin af pólitískri leikjafræði fremur en uppbyggilegri umræðu. Stefnumálin eru abstrakt, pólitískt rétthugsuð og fremur sjálfsögð. Það vantar frumlega hugsun og kjöt á beinin. Á meðan fara Píratar með himinskautum. Erfitt er að sjá að Árni Páll verði langlífur í embætti. Hvað eftirmenn varðar hefur nafn Dags B. Eggertssonar borgarstjóra verið nefnt. Hann hefur hins vegar um nóg að hugsa í borginni, fjárhagsstaðan er þröng og hann hefur oft notið meiri lýðhylli. Helgi Hjörvar er sagður á formannsbuxunum en kom ekki vel út úr verðtryggingarmálinu. Sigríður Ingibjörg hlýtur að hafa endanlega spilað rassinn úr buxunum. Katrín Júlíusdóttir hefur örugglega dug, en spurning hvort hún hafi áhuga eða nennu. Svo er spurning hvað Össur gerir. Rennur honum blóðið til skyldunnar eða leitar hugurinn suður á Bessastaði?
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar