Við verðum að versla Jón Gnarr skrifar 4. febrúar 2016 09:00 Mér leiðist að kaupa í matinn. Ég kvíði því jafnvel. Ég er að meina þessi stórinnkaup. Ég fresta þessu eins lengi og ég get og gef mér ekki tíma til að sinna þessu fyrr en á síðustu stundu. Mér finnst alveg gaman að fara í sumar búðir, bara ekki matvöruverslanir. Mér finnst gaman að ráfa um Elkó og skoða allskonar drasl sem ég kaupi sjaldnast. Uppáhalds búðirnar mínar á Íslandi eru líklega Húsasmiðjan og Byko. Þar get ég hangið klukkutímum saman. Í Ameríku eru það Home Depot og Target. Ég tala nú ekki um ef það er Super Target. Þá bara verð ég að stoppa. Mér finnst krúttlegar sérvöruverslanir líka oft skemmtilegar, svona lífrænt og beint frá býli og svoleiðis. Það er líka yfirleitt gaman að koma í fiskbúð. Það er eitthvað svo hressandi. Ég versla eins lítið við kaupmanninn á horninu og ég get og sneiði hjá 10-11 nema í algjörri neyð. Ég er líka einn fárra Vesturbæinga sem finnst ekki stórskemmtilegt og sjarmerandi að fara í Melabúðina. Hagsýna húsmóðirin í mér strækar á það. Ég vil ekki borga svona mikið fyrir matinn minn. Svo þekki ég svo marga þar að mestur tíminn fer í eitthvert spjall við fólk um hvað sé að frétta og hvort að gangi ekki vel og svoleiðis. Mér finnst matvöruverslun enginn vettvangur fyrir slíkar samræður. Ég lít á matarinnkaup sem verkefni en ekki félagslega athöfn. Og mér finnst það leiðinlegt og reyni að ljúka því eins skipulega og effektíft og ég get; nái sem mestu, á ásættanlegu verði og á sem stystum tíma. Ég finn líka mikið til með fólki sem er að versla með smábörnum. Ég þekki þá martröð af eigin raun. Þegar innkaupum er lokið þá tekur ennþá verra við. Það þarf að bera allar vörurnar útí bíl. Svo þarf að bera þær inn. Ég bý á annarri hæð og þarf því að púla upp endalausa stiga. Ef ég er með mikið þarf ég jafnvel að fara nokkrar ferðir framogtilbaka. Auðvitað lagaðist þetta heilmikið eftir að fjögur elstu börnin fluttu að heiman. Að kaupa í matinn fyrir fjóra hungraða unglinga er ekkert smáræði. Ég fer yfirleitt í Krónuna eða Bónus. Ef ég nenni ekki þangað fer ég í Nettó. Mér finnst þessar verslanir allar nokkuð fyrirsjáanlegar og sjaldnast eitthvað sem kemur á óvart í vöruúrvalinu. Enda er þetta yfirleitt það sama sem ég er að kaupa. Geta þessar stóru matvöruverslanir ekki farið að bjóða uppá netkaup þar sem ég er með Mínar síður og get svo fengið þetta sent heim? Ég væri tilbúinn í slíkt samstarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Mér leiðist að kaupa í matinn. Ég kvíði því jafnvel. Ég er að meina þessi stórinnkaup. Ég fresta þessu eins lengi og ég get og gef mér ekki tíma til að sinna þessu fyrr en á síðustu stundu. Mér finnst alveg gaman að fara í sumar búðir, bara ekki matvöruverslanir. Mér finnst gaman að ráfa um Elkó og skoða allskonar drasl sem ég kaupi sjaldnast. Uppáhalds búðirnar mínar á Íslandi eru líklega Húsasmiðjan og Byko. Þar get ég hangið klukkutímum saman. Í Ameríku eru það Home Depot og Target. Ég tala nú ekki um ef það er Super Target. Þá bara verð ég að stoppa. Mér finnst krúttlegar sérvöruverslanir líka oft skemmtilegar, svona lífrænt og beint frá býli og svoleiðis. Það er líka yfirleitt gaman að koma í fiskbúð. Það er eitthvað svo hressandi. Ég versla eins lítið við kaupmanninn á horninu og ég get og sneiði hjá 10-11 nema í algjörri neyð. Ég er líka einn fárra Vesturbæinga sem finnst ekki stórskemmtilegt og sjarmerandi að fara í Melabúðina. Hagsýna húsmóðirin í mér strækar á það. Ég vil ekki borga svona mikið fyrir matinn minn. Svo þekki ég svo marga þar að mestur tíminn fer í eitthvert spjall við fólk um hvað sé að frétta og hvort að gangi ekki vel og svoleiðis. Mér finnst matvöruverslun enginn vettvangur fyrir slíkar samræður. Ég lít á matarinnkaup sem verkefni en ekki félagslega athöfn. Og mér finnst það leiðinlegt og reyni að ljúka því eins skipulega og effektíft og ég get; nái sem mestu, á ásættanlegu verði og á sem stystum tíma. Ég finn líka mikið til með fólki sem er að versla með smábörnum. Ég þekki þá martröð af eigin raun. Þegar innkaupum er lokið þá tekur ennþá verra við. Það þarf að bera allar vörurnar útí bíl. Svo þarf að bera þær inn. Ég bý á annarri hæð og þarf því að púla upp endalausa stiga. Ef ég er með mikið þarf ég jafnvel að fara nokkrar ferðir framogtilbaka. Auðvitað lagaðist þetta heilmikið eftir að fjögur elstu börnin fluttu að heiman. Að kaupa í matinn fyrir fjóra hungraða unglinga er ekkert smáræði. Ég fer yfirleitt í Krónuna eða Bónus. Ef ég nenni ekki þangað fer ég í Nettó. Mér finnst þessar verslanir allar nokkuð fyrirsjáanlegar og sjaldnast eitthvað sem kemur á óvart í vöruúrvalinu. Enda er þetta yfirleitt það sama sem ég er að kaupa. Geta þessar stóru matvöruverslanir ekki farið að bjóða uppá netkaup þar sem ég er með Mínar síður og get svo fengið þetta sent heim? Ég væri tilbúinn í slíkt samstarf.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar